Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Hvað gerðist 4. júlí?

Þjóð­há­tíð­ar­dag­ur Banda­ríkj­anna er í dag og verð­ur þar vafa­laust glatt á hjalla, þótt ýms­ar blik­ur séu á lofti í land­inu. En af hverju er 4. júlí þjóð­há­tíð­ar­dag­ur í þvísa landi?

Hvað gerðist 4. júlí?
Thomas Jefferson (lengst til hægri) skrifaði uppkastið að sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Honum til mestrar aðstoðar voru þeir Benjamin Franklin (t.v.) og John Adams (í miðið). Þeir Jefferson og Adams urðu síðar keppinautar um forsetaembættið í hinum nýju Bandaríkjunum en náðu embættinu báðir, Adams varð annar forseti en Jefferson sá þriðji.

Í byrjun 17. aldar byrjuðu Bretar að taka sér nýlendur á strönd Norður-Ameríku. Á ýmsu gekk til að byrja með en þegar komið var fram á 18. öld voru nýlendurnar orðnar allmargar og flestar döfnuðu vel. Upp úr miðri öldinni fór sambúð nýlendufólks og stjórnarinnar heima í London að versna. Nýlendufólki þótti sem stjórnin liti á það sem eintóma peningabuddu sem mætti sækja í skatta og tolla eftir þörfum en stjórninni fannst að nýlendufólk væri sífellt að koma sér undan því að taka eðlilegan þátt í rekstri og vörnum ríkisins.

Orrustan við Lexington var ekki stór slagur. En afleiðingarnar urðu miklar og langvinnar.

Í desember 1773 kom til uppþots í Boston í nýlendunni Massachusetts sem kallað var „The Boston Tea Party“ og árið 1774 ákvað breska stjórnin að refsa íbúum Massachusetts með því að svipta þá þeirri takmörkuðu sjálfstjórn sem þeir höfðu notið.

Nýlendubúar brugðust hart við og héldu þing um haustið þar sem þeir réðu ráðum sínum. Fram undir þetta höfðu fáir úr þeirra hópi velt eiginlegu sjálfstæði nýlendnanna fyrir sér, en nú, þegar þeim fannst breska stjórnin svara kröfum þeirra með tómri hörku og skætingi, fór að þykkna í þeim.

Einn af helstu andans mönnum nýlendubúa var Thomas Jefferson og hann lét hafa eftir sér um þetta leyti að hann hefði fram að þessu unnað Bretlandi hugástum og viljað flest til vinna að tilheyra því áfram, en nú væri það að verða ókleift. Bretar höfðu sett hafnbann á Boston og var siglingaleiða gætt með herskipum, breskt herlið lét mjög á sér bera á strætum úti þar í borginni og fjölgað var í herliði stjórnarinnar í öllum nýlendunum.

Fyrir sitt leyti fóru nýlendubúar að skipuleggja vopnaða flokka sem áttu að snúast til varnar ef Bretar sýndu of mikinn yfirgang og þeir sönkuðu jafnframt að sér hergögnum, sprengiefni og þess háttar.

Þann 19. apríl 1775 kom fyrst til raunverulega átaka. Breskur herflokkur í Boston sem taldi 800 menn marseraði norðvestur til bæjarins Lexington þar sem nokkrir leiðtogar nýlendumanna héldu til.

George Washington var einn fremur fárra nýlendubúa sem hafði reynslu af hernaði.Hann var því settur yfir herinn sem nýlendumenn stofnuðu.

Meiningin var að handtaka þá og eyðileggja vopnabirgðir sem Bretar vissu að nýlendumenn höfðu falið í smábæjum þar í uppsveitum Boston.

Við Lexington var hleypt af fyrstu skotunum í því sem síðar fékk nafnið Frelsisstríð Bandaríkjanna. Ekki hefur tekist að úrskurða um hvor aðili hóf skothríð en hún endaði með því að sjö menn úr flokki liði nýlendubúa féllu. Bretar héldu svo áfram til bæjarins Corcord þar skammt frá og tókst að eyðileggja töluvert af vopnabirgðum og skotfærum sem nýlendumenn höfðu þar í geymslu.

Síðan urðu Bretar hins vegar að að hrökklast burt undan skothríð nýlendumanna. Nú varð ekki lengur framhjá því horft að þarna var að brjótast út raunveruleg uppreisn nýlendumanna. Og þarna féllu um 50 uppreisnarmenn en um 80 úr breska herliðinu.

Bretar hörfuðu til Boston en daginn eftir hafði drifið að mikið lið úr herflokkum nýlendumanna og settist liðið um Boston.

Stóð umsátrið í næstum heilt ár.

Í maí 1775 hófst hins vegar annað þing nýlendufólks og þótti nú öllum sýnt að engar sættir gætu tekist milli þeirra og bresku stjórnarinnar.

Stríð væri hafið.

Í þessu húsi í Philadelphiu skrifaði Jefferson sjálfstæðisyfirlýsingunasem félagar hans á þingi fóru síðan yfir og samþykktu.

Því til sönnunar fyrirskipaði þingið að nú skyldi stofnaður sameiginlegur her nýlendnanna og var settur yfir hann George nokkur Washington. Gekk svo á með skærum og bardögum sumarið 1775 og þótt úrslit væru sjaldnast afgerandi var ljóst að nýlendubúar ætluðu hvergi að láta sinn hlut.

Í mars 1776 sáu Bretar í Boston sitt óvænna og lúpuðust burt úr borginni. Sjálfstraust nýlendumanna var nú í hámarki og hið fyrrnefnda þing, sem enn sat í borg Philadelphiu, var óðum að komast að niðurstöðu um hvað gera skyldi.

Ekkert minna en fullur aðskilnaður við Bretland dugði nýlendubúum er hér var komið.

Og þann 4. júlí þetta ár birti þingið í Philadelphiu niðurstöðu sína, plagg sem þingfulltrúar skrifuðu nú undir og hófst á þessa leið:

„Vér teljum þann sannleika liggja í augum uppi, að allir menn séu skapaðir jafnir, að skapari þeirra hafi búið þeim ýmis óframseljanleg réttindi og meðal þeirra séu líf, frelsi og eftirsókn eftir hamingju. Að til að tryggja þau réttindi sé komið á stjórnvöldum meðal manna, sem eigi vald sitt til að stjórna undir samþykki þeirra sem lúta stjórninni. Að hvenær sem nokkur stjórnvöld taka að brjóta gegn þessum réttindum sé það réttur fólksins að breyta um eða fella niður þau stjórnvöld, og að koma á fót nýjum stjórnvöldum, sem reist séu á fyrrnefndum grundvallarreglum og skipulögð með það fyrir augum að þau virðist líkleg til að tryggja öryggi og hamingju fólksins.“

Þetta er lausleg þýðing.

En þið skiljið.

Þetta er upphafið á sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna.

„Á þingi 4. júlí 1776, hin einróma yfirlýsing hinna þrettán sameinuðu ríkja Ameríku ...“
Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
3
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár