Hvað gerðist 4. júlí?

Þjóð­há­tíð­ar­dag­ur Banda­ríkj­anna er í dag og verð­ur þar vafa­laust glatt á hjalla, þótt ýms­ar blik­ur séu á lofti í land­inu. En af hverju er 4. júlí þjóð­há­tíð­ar­dag­ur í þvísa landi?

Hvað gerðist 4. júlí?
Thomas Jefferson (lengst til hægri) skrifaði uppkastið að sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Honum til mestrar aðstoðar voru þeir Benjamin Franklin (t.v.) og John Adams (í miðið). Þeir Jefferson og Adams urðu síðar keppinautar um forsetaembættið í hinum nýju Bandaríkjunum en náðu embættinu báðir, Adams varð annar forseti en Jefferson sá þriðji.

Í byrjun 17. aldar byrjuðu Bretar að taka sér nýlendur á strönd Norður-Ameríku. Á ýmsu gekk til að byrja með en þegar komið var fram á 18. öld voru nýlendurnar orðnar allmargar og flestar döfnuðu vel. Upp úr miðri öldinni fór sambúð nýlendufólks og stjórnarinnar heima í London að versna. Nýlendufólki þótti sem stjórnin liti á það sem eintóma peningabuddu sem mætti sækja í skatta og tolla eftir þörfum en stjórninni fannst að nýlendufólk væri sífellt að koma sér undan því að taka eðlilegan þátt í rekstri og vörnum ríkisins.

Orrustan við Lexington var ekki stór slagur. En afleiðingarnar urðu miklar og langvinnar.

Í desember 1773 kom til uppþots í Boston í nýlendunni Massachusetts sem kallað var „The Boston Tea Party“ og árið 1774 ákvað breska stjórnin að refsa íbúum Massachusetts með því að svipta þá þeirri takmörkuðu sjálfstjórn sem þeir höfðu notið.

Nýlendubúar brugðust hart við og héldu þing um haustið þar sem þeir réðu ráðum sínum. Fram undir þetta höfðu fáir úr þeirra hópi velt eiginlegu sjálfstæði nýlendnanna fyrir sér, en nú, þegar þeim fannst breska stjórnin svara kröfum þeirra með tómri hörku og skætingi, fór að þykkna í þeim.

Einn af helstu andans mönnum nýlendubúa var Thomas Jefferson og hann lét hafa eftir sér um þetta leyti að hann hefði fram að þessu unnað Bretlandi hugástum og viljað flest til vinna að tilheyra því áfram, en nú væri það að verða ókleift. Bretar höfðu sett hafnbann á Boston og var siglingaleiða gætt með herskipum, breskt herlið lét mjög á sér bera á strætum úti þar í borginni og fjölgað var í herliði stjórnarinnar í öllum nýlendunum.

Fyrir sitt leyti fóru nýlendubúar að skipuleggja vopnaða flokka sem áttu að snúast til varnar ef Bretar sýndu of mikinn yfirgang og þeir sönkuðu jafnframt að sér hergögnum, sprengiefni og þess háttar.

Þann 19. apríl 1775 kom fyrst til raunverulega átaka. Breskur herflokkur í Boston sem taldi 800 menn marseraði norðvestur til bæjarins Lexington þar sem nokkrir leiðtogar nýlendumanna héldu til.

George Washington var einn fremur fárra nýlendubúa sem hafði reynslu af hernaði.Hann var því settur yfir herinn sem nýlendumenn stofnuðu.

Meiningin var að handtaka þá og eyðileggja vopnabirgðir sem Bretar vissu að nýlendumenn höfðu falið í smábæjum þar í uppsveitum Boston.

Við Lexington var hleypt af fyrstu skotunum í því sem síðar fékk nafnið Frelsisstríð Bandaríkjanna. Ekki hefur tekist að úrskurða um hvor aðili hóf skothríð en hún endaði með því að sjö menn úr flokki liði nýlendubúa féllu. Bretar héldu svo áfram til bæjarins Corcord þar skammt frá og tókst að eyðileggja töluvert af vopnabirgðum og skotfærum sem nýlendumenn höfðu þar í geymslu.

Síðan urðu Bretar hins vegar að að hrökklast burt undan skothríð nýlendumanna. Nú varð ekki lengur framhjá því horft að þarna var að brjótast út raunveruleg uppreisn nýlendumanna. Og þarna féllu um 50 uppreisnarmenn en um 80 úr breska herliðinu.

Bretar hörfuðu til Boston en daginn eftir hafði drifið að mikið lið úr herflokkum nýlendumanna og settist liðið um Boston.

Stóð umsátrið í næstum heilt ár.

Í maí 1775 hófst hins vegar annað þing nýlendufólks og þótti nú öllum sýnt að engar sættir gætu tekist milli þeirra og bresku stjórnarinnar.

Stríð væri hafið.

Í þessu húsi í Philadelphiu skrifaði Jefferson sjálfstæðisyfirlýsingunasem félagar hans á þingi fóru síðan yfir og samþykktu.

Því til sönnunar fyrirskipaði þingið að nú skyldi stofnaður sameiginlegur her nýlendnanna og var settur yfir hann George nokkur Washington. Gekk svo á með skærum og bardögum sumarið 1775 og þótt úrslit væru sjaldnast afgerandi var ljóst að nýlendubúar ætluðu hvergi að láta sinn hlut.

Í mars 1776 sáu Bretar í Boston sitt óvænna og lúpuðust burt úr borginni. Sjálfstraust nýlendumanna var nú í hámarki og hið fyrrnefnda þing, sem enn sat í borg Philadelphiu, var óðum að komast að niðurstöðu um hvað gera skyldi.

Ekkert minna en fullur aðskilnaður við Bretland dugði nýlendubúum er hér var komið.

Og þann 4. júlí þetta ár birti þingið í Philadelphiu niðurstöðu sína, plagg sem þingfulltrúar skrifuðu nú undir og hófst á þessa leið:

„Vér teljum þann sannleika liggja í augum uppi, að allir menn séu skapaðir jafnir, að skapari þeirra hafi búið þeim ýmis óframseljanleg réttindi og meðal þeirra séu líf, frelsi og eftirsókn eftir hamingju. Að til að tryggja þau réttindi sé komið á stjórnvöldum meðal manna, sem eigi vald sitt til að stjórna undir samþykki þeirra sem lúta stjórninni. Að hvenær sem nokkur stjórnvöld taka að brjóta gegn þessum réttindum sé það réttur fólksins að breyta um eða fella niður þau stjórnvöld, og að koma á fót nýjum stjórnvöldum, sem reist séu á fyrrnefndum grundvallarreglum og skipulögð með það fyrir augum að þau virðist líkleg til að tryggja öryggi og hamingju fólksins.“

Þetta er lausleg þýðing.

En þið skiljið.

Þetta er upphafið á sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna.

„Á þingi 4. júlí 1776, hin einróma yfirlýsing hinna þrettán sameinuðu ríkja Ameríku ...“
Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...
Hvers vegna stöðvuðust friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna?
Flækjusagan

Hvers vegna stöðv­uð­ust frið­ar­við­ræð­ur Rússa og Úkraínu­manna?

Fyrstu vik­urn­ar eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu 24. fe­brú­ar 2022 áttu samn­inga­menn ríkj­anna við­ræð­ur um frið­ar­samn­inga sem virt­ust á tíma­bili lík­leg­ar til að skila ár­angri. Þær fóru þó út um þúf­ur að lok­um. Banda­ríska blað­ið The New York Times hef­ur rann­sak­að ástæð­ur þess og hér er fjall­að um nið­ur­stöð­ur blaðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
2
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Kristin hugveita sendir fólki valkröfur í heimabankann
5
Fréttir

Krist­in hug­veita send­ir fólki val­kröf­ur í heima­bank­ann

Nokk­ur hundruð lands­menn fengu ný­lega senda for­vitni­lega val­kröfu frá fé­lagi sem heit­ir Pax Vobis. Um er að ræða óhagn­aða­drifna hug­veitu um kristna trú sem birt­ir efni á ýms­um sam­fé­lags­miðl­um. Nokk­ur um­ræða skap­að­ist um reikn­inga fé­lags­ins á sam­fé­lags­miðl­um en stofn­andi fé­lags­ins árétt­ir að fólki sé frjálst hundsa val­kröf­una þeim að kostn­að­ar­lausu.
„Samt sáum við íslensku konurnar sem fóru út þegar þeim ofbauð“
6
Fréttir

„Samt sáum við ís­lensku kon­urn­ar sem fóru út þeg­ar þeim of­bauð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir seg­ir það hafa ver­ið virð­ing­ar­vert þeg­ar ís­lensk­ar kon­ur fóru til Gaza að bjarga það­an fjöl­skyld­um sem höfðu feng­ið dval­ar­leyfi á Ís­landi. Það var fyrst eft­ir það sem ís­lensk stjórn­völd brugð­ust við stöð­unni og seg­ir Agnes að ut­an frá séð „þá finnst mér að þau hefðu getað brugð­ist fyrr við“
Running Tide hafi hunsað og falið óhagstæð álit
9
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hafi huns­að og fal­ið óhag­stæð álit

Banda­rísk­ur laga­pró­fess­or sem sér­hæf­ir sig í lög­gjöf vegna kol­efn­is­förg­un­ar, og sat í svo­köll­uðu vís­inda­ráði Runn­ing Tide, seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa stung­ið áliti hans und­ir stól og síð­an lagt ráð­ið nið­ur. Fyr­ir­tæk­ið hafi með óá­byrgri fram­göngu sinni orð­ið til þess að nú standi til að end­ur­skoða al­þjóða­sam­ing um vernd­un hafs­ins. Seg­ir fyr­ir­tæk­ið aldrei hafa feng­ið leyfi eins og hér á landi, án ít­ar­legri skoð­un­ar og strangs eft­ir­lits.

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
6
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
7
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
8
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár