Umdeilt frumvarp matvælaráðherra Vinstri grænna um lagareldi mun að öllum líkindum bíða frekari umræðu á Alþingi og samþykkis þar til á næsta þingi. Þetta segir Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata og varaformaður atvinnuveganefndar, aðspurður um málið. Atvinnuveganefnd er nú með frumvarpið til meðferðar eftir að það fór í gegnum fyrstu umræðu á Alþingi og hafa fjölmargir aðilar gert athugasemdir við það.
„Ég held að menn hafi strax uppgötvað það að almenningur var mjög á móti því að hafa þetta ótímabundið.“
Heimildin hefur fjallað ítarlega um lagafrumvarpið síðustu vikurnar.
Gísli segir að atvinnuveganefnd hafi verið að taka á móti aðilum sem vilja tjá sig um frumvarpið og gagnrýna það og betrumbæta. „Gestakomur halda áfram á morgun og eftir það ættu línur að byrja að skýrast hvort þetta nái að klárast fyrir …
Athugasemdir