Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Tommie Smith er áttræður: Fæddur sama dag og innrásin í Normandý, rekinn af ólympíuleikum fyrir mótmæli

Tommie Smith er áttræður: Fæddur sama dag og innrásin í Normandý, rekinn af ólympíuleikum fyrir mótmæli
Tommie Smith og John Carlos lyfta höndum í mótmælaskyni við mannréttindabrot gegn svörtum íbúum Bandaríkjanna og víðar í veröldinni. Þar var Suður-Afríka gjarnan nefnd sérstaklega.

Í dag, 6. júní 2024, er haldið upp á að rétt 80 ár eru liðin frá því að herir hinna vestrænu Bandamanna gegn Hitlers-Þýskalandi gerðu innrás á Normandý-skaga í Frakklandi 6. júní 1944. Þessi innrás ein og sér réði ekki úrslitum í síðari heimsstyrjöld en hún stytti þó áreiðanlega stríðið um að minnsta kosti eitt eða tvö ár.

En sama dag og bandarískir dátar ösluðu að landi á strönd Normandý fæddist svörtum hjónum í Clarksville í Texas sjöunda barnið af alls tólf. Þetta var piltur og fékk skírnarnafnið Tommie.

Hann varð geysiöflugur íþróttamaður og sérhæfði sig í 200 metra hlaupi. Snemma árs 1968 setti hann heimsmet í greininni og var því vitaskuld sigurstranglegur á ólympíuleikunum í Mexíkó-borg um haustið.

Enda vann Tommie Smith hlaupið á leikunum og setti frábært heimsmet.

Smith lyftir höndum á síðustu metrum 200 metra hlaupsins í Mexíkó.Ástralinn Peter Norman (sést mjög óljóst!) skýst fram úr John Carlos og nær öðru sæti. Heimsmet Smiths var 19,83. Núverandi heimsmet setti Usain Bolt 2009, það er 19,19.

Hann varð fyrsti maðurinn til að hlaupa 200 metrana undir 20 sekúndum og það tókst honum þótt hann lyfti höndum sem sigurtákni þegar hann átti 10 metra eftir í mark sem eflaust kostaði hann þó nokkur sekúndubrot.

Tommie Smith á velmektardögum sínum sem hlaupari.

En þegar Tommie Smith lyfti svo aftur hendi við verðlaunaafhendinguna, þá fóru myndir af því um alla heimsbyggðina.

Smith var þá nefnilega með svartan hanska á hægri hendi og engum gat dulist að þetta var ekki sigurtákn, heldur tákn um stuðning hans við baráttu gegn mannréttindabrotum er svartir íbúar Bandaríkjanna (og víðar) áttu við að stríða.

Félagi Smiths, vinur og keppinautur, John Carlos, sem varð í þriðja sæti í hlaupinu lyfti líka hanskaklæddri hendi í sama skyni og báðir hneigðu höfuð sín þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður Smith til heiðurs.

Þá höfðu þeir báðir farið úr skónum og stóðu á verðlaunapallinum í svörtum sokkum, sem var sérstakt tákn um fátæktargildruna sem svartir íbúar Bandaríkjanna sátu svo margir fastir í vegna kynþáttafordóma.

Þeir báru fleiri tákn — Smith var svartan klút um hálsinn og var það tákn um stolt svartra íbúa í Bandaríkjunum en Carlos var með perlufesti þar sem hver perla táknaði svartan mann sem hafði verið tekinn af lífi án dóms og laga í Bandaríkjunum. Báðir voru og með merki bandarísku samtakanna OPHR (Olympic Project for Human Rights) sem höfðu látið mikið í sér heyra í aðdraganda ólympíuleikanna.

Tommie Smith árið 2009.

Eini hvíti hlauparinn á verðlaunapallinum, Ástralinn Peter Norman, bar reyndar einnig merki OPHR, þeim Smith og Carlos til stuðnings.

Þessi mótmæli afmælisbarns dagsins og félaga hans vöktu sem fyrr segir gríðarlega athygli. Alþjóðaólympíunefndin heimtaði að Smith og Carlos yrðu reknir úr bandaríska ólympíuliðinu fyrir þessa „pólitísku yfirlýsingu“ sem ekki ætti heima á ólympíuleikunum. Bandaríska ólympíunefndin neitaði í fyrstu en þegar henni var hótað að allt lið Bandaríkjanna yrði þá rekið frá leikunum lét hún undan og Smith og Carlos voru sendir heim.

Smith þurfti að gjalda verknaðar síns í ýmsu en átti þó prýðilegan íþróttaferil og gerðist síðan félagsfræðikennari og íþróttaþjálfari.

Árið 2010 hélt hann uppboð á gullmedalíunni sem hann fékk fyrir sigur sinn á leikunum í Mexíkó.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár