Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Tommie Smith er áttræður: Fæddur sama dag og innrásin í Normandý, rekinn af ólympíuleikum fyrir mótmæli

Tommie Smith er áttræður: Fæddur sama dag og innrásin í Normandý, rekinn af ólympíuleikum fyrir mótmæli
Tommie Smith og John Carlos lyfta höndum í mótmælaskyni við mannréttindabrot gegn svörtum íbúum Bandaríkjanna og víðar í veröldinni. Þar var Suður-Afríka gjarnan nefnd sérstaklega.

Í dag, 6. júní 2024, er haldið upp á að rétt 80 ár eru liðin frá því að herir hinna vestrænu Bandamanna gegn Hitlers-Þýskalandi gerðu innrás á Normandý-skaga í Frakklandi 6. júní 1944. Þessi innrás ein og sér réði ekki úrslitum í síðari heimsstyrjöld en hún stytti þó áreiðanlega stríðið um að minnsta kosti eitt eða tvö ár.

En sama dag og bandarískir dátar ösluðu að landi á strönd Normandý fæddist svörtum hjónum í Clarksville í Texas sjöunda barnið af alls tólf. Þetta var piltur og fékk skírnarnafnið Tommie.

Hann varð geysiöflugur íþróttamaður og sérhæfði sig í 200 metra hlaupi. Snemma árs 1968 setti hann heimsmet í greininni og var því vitaskuld sigurstranglegur á ólympíuleikunum í Mexíkó-borg um haustið.

Enda vann Tommie Smith hlaupið á leikunum og setti frábært heimsmet.

Smith lyftir höndum á síðustu metrum 200 metra hlaupsins í Mexíkó.Ástralinn Peter Norman (sést mjög óljóst!) skýst fram úr John Carlos og nær öðru sæti. Heimsmet Smiths var 19,83. Núverandi heimsmet setti Usain Bolt 2009, það er 19,19.

Hann varð fyrsti maðurinn til að hlaupa 200 metrana undir 20 sekúndum og það tókst honum þótt hann lyfti höndum sem sigurtákni þegar hann átti 10 metra eftir í mark sem eflaust kostaði hann þó nokkur sekúndubrot.

Tommie Smith á velmektardögum sínum sem hlaupari.

En þegar Tommie Smith lyfti svo aftur hendi við verðlaunaafhendinguna, þá fóru myndir af því um alla heimsbyggðina.

Smith var þá nefnilega með svartan hanska á hægri hendi og engum gat dulist að þetta var ekki sigurtákn, heldur tákn um stuðning hans við baráttu gegn mannréttindabrotum er svartir íbúar Bandaríkjanna (og víðar) áttu við að stríða.

Félagi Smiths, vinur og keppinautur, John Carlos, sem varð í þriðja sæti í hlaupinu lyfti líka hanskaklæddri hendi í sama skyni og báðir hneigðu höfuð sín þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður Smith til heiðurs.

Þá höfðu þeir báðir farið úr skónum og stóðu á verðlaunapallinum í svörtum sokkum, sem var sérstakt tákn um fátæktargildruna sem svartir íbúar Bandaríkjanna sátu svo margir fastir í vegna kynþáttafordóma.

Þeir báru fleiri tákn — Smith var svartan klút um hálsinn og var það tákn um stolt svartra íbúa í Bandaríkjunum en Carlos var með perlufesti þar sem hver perla táknaði svartan mann sem hafði verið tekinn af lífi án dóms og laga í Bandaríkjunum. Báðir voru og með merki bandarísku samtakanna OPHR (Olympic Project for Human Rights) sem höfðu látið mikið í sér heyra í aðdraganda ólympíuleikanna.

Tommie Smith árið 2009.

Eini hvíti hlauparinn á verðlaunapallinum, Ástralinn Peter Norman, bar reyndar einnig merki OPHR, þeim Smith og Carlos til stuðnings.

Þessi mótmæli afmælisbarns dagsins og félaga hans vöktu sem fyrr segir gríðarlega athygli. Alþjóðaólympíunefndin heimtaði að Smith og Carlos yrðu reknir úr bandaríska ólympíuliðinu fyrir þessa „pólitísku yfirlýsingu“ sem ekki ætti heima á ólympíuleikunum. Bandaríska ólympíunefndin neitaði í fyrstu en þegar henni var hótað að allt lið Bandaríkjanna yrði þá rekið frá leikunum lét hún undan og Smith og Carlos voru sendir heim.

Smith þurfti að gjalda verknaðar síns í ýmsu en átti þó prýðilegan íþróttaferil og gerðist síðan félagsfræðikennari og íþróttaþjálfari.

Árið 2010 hélt hann uppboð á gullmedalíunni sem hann fékk fyrir sigur sinn á leikunum í Mexíkó.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár