Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Hvað greiddu frambjóðendur mikið fyrir hvert atkvæði?

Heim­ild­in reikn­aði út hvað kosn­inga­bar­átta for­setafram­bjóð­end­anna kostaði mið­að við at­kvæða­fjölda hvers og eins. Vikt­or Trausta­son eyddi minnstu í hvert at­kvæði og Helga Þór­is­dótt­ir senni­lega mestu.

Hvað greiddu frambjóðendur mikið fyrir hvert atkvæði?

Þegar kostnaður forsetaframboða er borinn saman við það hve mörg atkvæði frambjóðendur fengu kemur í ljós nokkuð áhugaverð tölfræði. En greinilegt er að það gengur ekki endilega betur því meira sem er eytt.

Frambjóðandinn sem borgaði minnst fyrir hvert fengið atkvæði í nýafstöðnum forsetakosningum var Viktor Traustason. En þrátt fyrir að hafa hlotið aðeins 392 atkvæði á landsvísu greiddi hann litlar 204 krónur fyrir hvert og eitt þeirra, ef svo má að orði komast.

Kostnaður framboðannaHvað kostaði atkvæðið hvern frambjóðanda mikinn pening? Athugið að upphæðin sem Ástþór greiddi er að öllum líkindum hærri.

Það er vegna þess að framboð Viktors var næstódýrast allra frambjóðenda, eða um 80 þúsund krónur. Þær fóru í gistingu úti á landi, bensínkostnað auk annarra smávægilegra útgjalda.

Fyrir Höllu Tómasdóttur, sigurvegara kosninganna og verðandi forseta lýðveldisins, voru 273 krónur greiddar í kosningabaráttuna …

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Athyglisvert að Katrín hafi eytt svona miklu, án árangurs.
    0
  • Páll Sólnes skrifaði
    Fáránleg nálgun. Kemur út sem tilgangslaus og illkvittin niðurlæging Helgu.
    0
  • BK
    Bjarni Kristjánsson skrifaði
    Þessi umfjöllun hefur engan tilgang. Veit ekki hverju hún á að þjóna. Tíma fréttamannsins væri betur varið í að fjalla um hve ólýðræðislegt kosningakerfið er. Ef kjósendur mættu númera frambjóðendur, nr. 1 þann sem þeir vilja helst, nr. 2 þann sem þeir vilja næsthelst o.s.frv., fengjum við réttan fjölda atkvæða á bak við hvern frambjóðanda því þá yrði kosningin ekki taktísk eins og raunin varð. Og þá fyrst væri hægt að spyrja hvað hvert atkvæði kostaði.
    Ef ekki hefði verið kosið taktískt hefði Halla Tómasdóttir hugsanlega fengið þriðjungi færri atkvæði og kostnaður við hvert atkvæði verið 50% hærri en raunin varð, eða 410 kr. í stað 273 kr. Helga hefði þá hugsanlega fengið tíu sinnum fleiri atkvæði og kostnaður við hvert atkvæði verið 90% lægri en raunin varð, eða 3.818 kr. í stað 38.182 kr. Munurinn á Höllu og Helgu hefði þá verið 410 kr. á móti 3.818 kr. eða 9 faldur en ekki 140 faldur eins og hér kemur fram.
    1
  • PJ
    Pétur Jósafatsson skrifaði
    Þetta er fáránleg framsetning.
    Afhverju er heildarkostnaður hvers frambjóðanda ekki birtur?
    4
  • PG
    Páll Gunnlaugsson skrifaði
    Eigum við ekki að bíða uppgjörs frambjóðenda áður en við deilum "áætlunum" með fjölda atkvæða? Er ekki skylda að leggja fram "endurskoðað" uppgjör til ríkisendurskoðunar eftir svona baráttu?
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
2
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
„Ímyndaðu þér hvað Skagfirðingar yrðu hamingjusamir“
6
Fréttir

„Ímynd­aðu þér hvað Skag­firð­ing­ar yrðu ham­ingju­sam­ir“

Meiri­hlut­inn í skipu­lags­nefnd Skaga­fjarð­ar klofn­aði í af­stöðu sinni til til­lögu VG og óháðra um að lokka lág­vöru­verð­sversl­un inn á nýtt at­vinnu- og þjón­ustu­svæði á Sauð­ár­króki. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á fundi sveit­ar­stjórn­ar um miðj­an októ­ber. Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir full­trúi VG og óháðra kveðst spennt að sjá hver nið­ur­stað­an verði þar.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár