Þegar kostnaður forsetaframboða er borinn saman við það hve mörg atkvæði frambjóðendur fengu kemur í ljós nokkuð áhugaverð tölfræði. En greinilegt er að það gengur ekki endilega betur því meira sem er eytt.
Frambjóðandinn sem borgaði minnst fyrir hvert fengið atkvæði í nýafstöðnum forsetakosningum var Viktor Traustason. En þrátt fyrir að hafa hlotið aðeins 392 atkvæði á landsvísu greiddi hann litlar 204 krónur fyrir hvert og eitt þeirra, ef svo má að orði komast.
Það er vegna þess að framboð Viktors var næstódýrast allra frambjóðenda, eða um 80 þúsund krónur. Þær fóru í gistingu úti á landi, bensínkostnað auk annarra smávægilegra útgjalda.
Fyrir Höllu Tómasdóttur, sigurvegara kosninganna og verðandi forseta lýðveldisins, voru 273 krónur greiddar í kosningabaráttuna …
Ef ekki hefði verið kosið taktískt hefði Halla Tómasdóttir hugsanlega fengið þriðjungi færri atkvæði og kostnaður við hvert atkvæði verið 50% hærri en raunin varð, eða 410 kr. í stað 273 kr. Helga hefði þá hugsanlega fengið tíu sinnum fleiri atkvæði og kostnaður við hvert atkvæði verið 90% lægri en raunin varð, eða 3.818 kr. í stað 38.182 kr. Munurinn á Höllu og Helgu hefði þá verið 410 kr. á móti 3.818 kr. eða 9 faldur en ekki 140 faldur eins og hér kemur fram.
Afhverju er heildarkostnaður hvers frambjóðanda ekki birtur?