Er það svona sem lýðræðisveisla virkar? Vöfflur, crossfit, fiskverkun og skemmtiskokk

Fram­bjóð­end­urn­ir 12 sem vilja verða næsti for­seti Ís­lands hafa ver­ið á ferð og flugi þessa síð­ustu daga fyr­ir kjör­dag. Heim­ild­in slóst í för þeg­ar færi gafst og fór í cross­fit í sum­ar­lægð og vöfflukaffi í sum­arsól, svo fátt eitt sé nefnt.

Miðvikudagur 22. maí – Tíu dagar í kosningar 

Sérmerktir hlaupaskór fyrir „Queen KJ“

Lokasprettur kosningabaráttunnar hófst með léttum spretti þegar Katrín Jakobsdóttir bauð í skemmtiskokk með ofurhlauparanum Mari Järsk. „Ég er ekki að kjósa, ég er helvítis útlendingur,“ sagði Mari, sem furðaði sig á af hverju í ósköpunum fólk er að dæma hana fyrir að hlaupa með Katrínu, en henni höfðu borist nokkur slík skilaboð fyrir hlaupið. „Hvort sem ég væri að fara að kjósa Katrínu eða ekki, hvað kemur það fólki við?“ sagði Mari og kláraði snúðinn og kókómjólkina sem hún splæsti í á meðan hún beið eftir Katrínu í Björnsbakaríi á Seltjarnarnesi en það var upphafsstaður skemmtiskokksins. Uppleggið var ef til vill að hittast úti en norðanáttin var ansi köld á nesinu og því söfnuðust skokkarar saman inni í bakaríinu. „Ég biðst bara afsökunar á að fylla bakaríið,“ sagði Katrín þegar hún mætti örskömmu síðar. „En samt ekki.“ …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu