Kjartan Ólafsson, hluthafi og stjórnarmaður í Arnarlaxi um margra ára skeið, á fyrirtæki sem vinnur og selur dýrafóður úr þeim dauðfiski, fiski sem þarf að farga sem og afskurði og slógi sem fellur til í íslensku sjókvíaeldi. Með dauðfiski er átt við eldislax sem drepst í sjókvíum hér við land vegna slysa eins og vetrarsára, fiskisjúkdóma og annað slíkt. Eftir því sem sjókvíaeldið verður umsvifameira hér á landi verður hlutfallslega meira af eldislaxi sem drepst eða þarf að farga og koma þarf í verð með öðrum hætti en til manneldis.
Þessi þróun sést bersýnilega í ársreikningi fyrirtækis Kjartans, Arctic Protein ehf., sem fjárfestingarfélag hans á með norska félaginu Pelagia sem á skip sem safna saman dauðfiski í sjókvíum og vinna úr honum meltu, dýrafóður. Fyrirtæki í eigu Kjartans, Berg fjárfesting, á 49 prósenta hlut í Arctic Protein á móti 51 prósenti norska …
Athugasemdir (1)