Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Talsverður laxadauði í Dýrafirði vegna vetrarkulda

Tals­verð­ur laxa­dauði hef­ur ver­ið í eldisk­ví­um Arctic Fish í Dýra­firði vegna vetr­arkulda síð­ustu vik­ur. Daní­el Jak­obs­son, starfs­mað­ur Arctic Fish, seg­ir að af­föll­in séu meiri en þau 3 pró­sent sem fyr­ir­tæk­ið gerði ráð fyr­ir. Skip frá norska fyr­ir­tæk­inu Hor­da­for hef­ur ver­ið not­að til að vinna dýra­fóð­ur úr dauðlax­in­um.

Talsverður laxadauði í Dýrafirði vegna vetrarkulda
Meiri en 3 prósent Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish segir að laxadauðinn á Þingeyri sé meiri en 3 prósent sem fyrirtækið bjóst við.

„Það hafa verið aukin afföll hjá Arctic Fish í Dýrafirði á liðnum vikum,“ segir Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun, aðspurður um laxadauða sem verið hefur hjá íslenska laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á síðustu vikum. Ástæðan fyrir laxadauðanum er veðrið sem geisað hefur á landinu. „Við sáum það þegar lægðirnar gengu yfir í janúar og nú í febrúar að það fór ekki vel með fiskinn og það ber nokkuð á roðsárum í stóra laxinum. Þannig að það er um að gera hjá fyrirtækinu að koma þessum fiski bara í vinnslu,“ segir Gísli en um er að ræða eldislax sem kominn er í sláturstærð, 5 til 7 kíló. 

Daníel Jakobsson, starfsmaður Arctic Fish og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðar, segir aðspurður að laxadauðinn sé meiri en fyrirtækið gerir ráð fyrir í áætlunum sínum. „Afföll sem þessi koma því miður upp en eru mun meiri en reiknað er með í áætlunum okkar. Sá fiskur sem um ræðir var í mjög góðu ástandi um áramót og stefndi þessi kynslóð í að verða ein sú besta sem um getur þegar kemur að afföllum og vexti.  Ástæðurnar fyrir afföllum liggja ekki fyrir en eru líklega samspil áreitis á fiskinn, s.s. veðurs, flutnings og meðhöndlunar á fiskinum í sambland við 1 gráðu kaldan sjó,“ segir hann í tölvupósti til Stundarinnar. 

Ekki sérstakt áhyggjuefniGísli Jónsson hjá MAST telur laxadauðann hjá Arctic Fish ekki vera sérstakt áhyggjuefni vegna þess að fyrir liggur að hann er vegna veðurs.

Lægðir og vetrarsár

Þegar mikið frost er og vindasamt aukast líkurnar á því að sár myndist á roði eldislaxa í sjókvíum þar sem fiskurinn getur særst þegar hann berst utan í netin í kvíunum. Slík vetrarsár á eldislöxum gera það að verkum að sýkingar geta komist í fiskinn og er slíkur eldislax ekki hæfur til manneldis. Eldislaxa með vetrarsár þarf því að nota með öðrum hætti, til dæmis í meltu, dýrafóður. „Prósentan fer talsvert upp í dauðafiski þegar fiskurinn er svona stór. Það hringja svo sem engar sérstakar viðvörunarbjöllur hjá okkur af því við vitum hvað er í gangi, eins og í þessu tilfelli. Þarna eru roðsárin að blómstra svolítið og umhverfisbakteríurnar sem eru valda þessum sárum fá gott atlæti núna. Sjórinn er mjög kaldur, hann er kominn niður í einhverjar tvær gráður, og þetta eru kuldakærar bakteríur. Ef það væru engin roðsár og að þessi dauði væri óútskýrður þá hringja bjöllurnar hjá okkur við mjög lítinn dauða. En við vitum hvað er í gangi þarna,“ segir Gísli sem býst við því að laxadauðinn í Dýrafirði fari upp í „nokkur prósent“.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar kom skip frá norska fyrirtækinu Hordafor til landsins til að vinna og flytja meltu úr dauðfiskinum frá landinu. Gísli staðfestir þetta. Að öllu jöfnu er, eðli málsins samkvæmt, reiknað með því að öll framleiðslan á eldislaxi fari til manneldis. og er það ákveðið tjón fyrir laxeldisfyrirtækin þegar nota þarf fiskinn í dýrafóður. 

Um komu Hordafor til landsins segir Daníel: „Skip frá Hordafor koma reglulega til Íslands a.m.k. einu sinni í mánuði til að sækja dauðan fisk og annað. Ég hef ekki upplýsingar um hvað mikið fór til Hordafor af laxi en allir dauður fiskur fer annað hvort til þeirra eða í annan farveg innanlands og er m.a. nýttur í dýrafóður.“

Sláturhúsið annar ekki eftirspurn

Gísli Jónsson hjá MAST segir að vegna þess hvernig veðurfarið hafi verið þá þurfi að hraða slátrun á eldislaxinum svo að hann fái ekki sár og ónýtist ekki vegna veðurs. Hann segir að sláturhúsið á Bíldudal anni hins vegar ekki eftirspurn eins og er þar sem laxeldisfyrirtækið Arnarlax sé einnig að slátra fiski. „Þetta er sláturklár fiskur og þeir hafa ekki komist að með þá slátrun sem þeir hefðu viljað í Dýrafirði. Þeir eru að tæma þarna tvær staðsetningar í Dýrafirði og sláturhúsið í Bíldudal einfaldlega annar þeim ekki á meðan þeir eru líka að slátra fyrir Arnarlax,“ segir Gísli. Hann segir að hann sé ekki með það á hraðbergi hversu mikill laxadauðinn er hjá Arctic Fish í Dýrafirði. 

„Við höfum tilkynnt að hann gæti numið um 3% af lífmassa sem væru 300 tonn, en ljóst er að það verður meira.“
Daníel Jakobsson, starfsmaður Arctic Fish

Daníel: Umfang laxadauðans óljóst

Daníel Jakobsson segir aðspurður að umfang laxadauðans liggi ekki fyrir eins og er en að ljóst sé að hann verði meiri en þau 3 prósent sem fyrirtækið reiknaði upphaflega með. „Það liggur ekki fyrir endanlega. Við höfum tilkynnt að hann gæti numið um 3% af lífmassa sem væru 300 tonn, en ljóst er að það verður meira, þetta hefur verið að gerast frá áramótum og þó dregið hafi úr þessu eru afföll enn veruleg. Fiskurinn var kominn í sláturstærð sem er um 5 kg. Það er hinsvegar ekki mikið um eiginleg vetrarsár á fiskinum og það sem við erum að slátra fer um allt í fyrsta og annan gæðaflokk,“ segir Daníel. 

Slátrar baraSamkvæmt Daníel Jakobssyni kemur norska sláturskipið Norwegian Gannet til landsins á mánudag til að slátra eldislaxi í Dýrafirði. Svo fer eldislaxinn í land á Bíldudal til áframvinnslu.

Norskt sláturskip kemur til landsins

Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish segir aðspurður að norska sláturskipið muni koma til landsins á mánudaginn til að hjálpa til við að slátra upp úr kvíum félagsins í Dýrafirði. Hann segir hins vegar að skipið muni ekki sigla með laxinn úr landi heldur verði honum pakkað á Bíldudal og þaðan verður hann fluttur úr landi. „Já Gannet kemur til landsins á mánudaginn samhliða því að sláturhúsið á Bíldudal verður keyrt allan sólahringinn. Gannet verður tengt við sláturhúsið þannig að fiskurinn er aflífaður og slægður um borð en pakkað í sláturhúsinu. Með því er hægt að auka slátrun í 200 tonn á sólahring í stað 120 í dag. Gannet mun ekki sigla með neinn fisk úr landi.“

Notkun íslenskra laxeldisfyrirtækja á Norwegian Gannet hefur verið gagnrýnd nokkuð vegna þess að skipið hefur siglt með eldislaxinn beint úr landi eftir að hafa slátrað honum. Þetta þýðir að fiskurinn er ekki unninn að neinu leyti í landi á Íslandi og leiðir til þess að sveitarfélög verða af tekjum vegna hafnargjalda, fiskvinnslufólk fær ekki störf og laun við vinnslu eldislaxsins og fyrirtæki sem annast flutning á fiski verða af tekjum.

Samkvæmt svörum Daníels mun Norwegian Gannet hins vegar ekki fara þessa leið í þessu tilfelli heldur einungis slátra eldislaxinum og svo taka íslenskir aðilar í landi við. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Ekki sérstakt áhyggjuefni Gísli Jónsson hjá MAST telur laxadauðann hjá Arctic Fish ekki vera sérstakt áhyggjuefni vegna þess að fyrir liggur að hann er vegna veðurs."

    ,,Maður með þekkingu" segir að þessi Gísli viti ekkert um það sem hann er að tjá sig um , en hvers vegna er hann að tjá sig um þetta ? Veist þú um það ?
    0
    • Ásgeir Överby skrifaði
      Ef búfé væri að krókna í hel á víðavangi vegna veðurs; hvað segði Gilli um það?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Forstjórarnir svara ekki hvort einhver sæti ábyrgð á lúsafaraldri Arctic Fish
FréttirLaxeldi

For­stjór­arn­ir svara ekki hvort ein­hver sæti ábyrgð á lúsafar­aldri Arctic Fish

Iv­an Vind­heim, sem er for­stjóri meiri­hluta­eig­anda Arctic Fish, seg­ir að ís­lenska stjórn­völd og Arctic Fish hafi sof­ið á verð­in­um varð­andi laxal­ús­ina á Ís­landi. Sam­kvæmt nýj­ustu töl­um voru aff­föll í sjókvía­eldi á Ís­landi 1278 þús­und fisk­ar í októ­ber, að mestu vegna laxal­ús­ar. Hvorki Vind­heim né for­stjóri Arctic Fish vilja svara hvort ein­hver sæti ábyrgð á lúsafar­aldri fyr­ir­tæk­is­ins.

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
3
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
7
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
10
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
7
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
10
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár