Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Segir fólk úr herbúðum Katrínar hafa þrýst á sig að draga framboðið til baka

Bald­ur Þór­halls­son fékk þau skila­boð úr her­búð­um Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur ná­lægt pásk­um að draga fram­boð sitt til baka vegna vænt­an­legs fram­boðs henn­ar. Þetta kom fram í kapp­ræð­um Heim­ild­ar­inn­ar í kvöld.

Baldur á kappræðunum í kvöld.

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segir að á þeim tíma sem hann var við það að bjóða sig fram til forseta hafi hann orðið fyrir þrýstingi að draga sig í hlé vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur, sem þá var enn forsætisráðherra.

Þetta sagði Baldur, sem ásamt fimm öðrum forsetaframbjóðendum, tók þátt í kappræðum Heimildarinnar fyrr í kvöld.

„Nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð [...] þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum fyrrverandi forsætisráðherra hvort ég ætlaði virkilega að fara fram. Hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að fara að bjóða sig fram.

Og ef ég ætlaði virklega að vera svo vitlaus að bjóða mig fram núna – þarna fyrir páskana – þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka því hún kæmi fram eftir páska,“ segir Baldur.

Hann segir að hann hafi þá átt að hafa vit á því að draga framboð sitt til baka. „Því hún kæmi fram eftir páska. Þannig var talað við okkur.“ Baldur segist þó ekkert hafa velt fyrir sér hverjir mótframbjóðendurnir væru. „Ég vil einfaldlega halda fram mínum málum, koma fram á mínum forsendum.“

Ekki með vitund eða vilja Katrínar

Katrín Jakobsdóttir var þá beðin um viðbrögð. Hún vildi gjarnan fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar hafi átt að hafa haldið þessum boðskap að Baldri. „Ég er að heyra þetta í fyrsta sinn hér,“ sagði hún. 

Baldur vildi hins vegar ekki svara hverjir hefðu rætt við hann úr herbúðum Katrínar.

Katrín tók þá fram að ekkert slíkt hefði verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég ítreka það sem ég hef sagt. Þetta eru bara kosningar, við búum í frjálsu landi, það má hver gefa kost á sér sem vill og ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ 

Arnar hvattur til að draga sig í hlé

Arnar Þór Jónsson viðurkenndi þá að hafa fengið svipuð skilaboð og Baldur. „Það kom mér á óvart að innanbúðarmenn, að minnsta kosti sem ég man svona í svipinn, í fremur rótgrónum stjórnmálaflokkum höfðu samband við mig og hvöttu mig af velvilja og vinsemd í minn garð að draga mig í hlé því Katrín væri að koma fram.“

Hann sagðist hafa svarað því að litlu liðin ynnu oft stóru liðin. „Og það er skemmtilegt að vera í litla liðinu að berjast við stóru liðin. Ég ætla ekki að gefa leikinn þó ég lendi kannski 2-0 eftir 20 mínútur.“ 

Jón Gnarr ítrekað hvattur til að hætta

Jón Gnarr sagði að strax eftir að Katrín tilkynnti um framboð sitt hefði hann verið spurður hvort hann vildi ekki draga sitt til baka. „Eins og ég sé eitthvað hræddur við Katrínu. Nei, bara ekki neitt.“ Hann segist hafa fengið mjög vinalegar sendingar þar sem hann er hvattur til að draga sig til baka. Hann dró þá upp símann og las eina slíka við mikinn fögnuð áhorfenda í salnum.

„Sæll Jón, 

mig langar að skora á þig að draga framboð þitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Höllu Tómasdóttur eða Baldri, á móti Katrínu. Þú ert með spil í hendinni og getur með þessu tryggt að Katrín Jakobsdóttir verði ekki kosin forseti Íslands. Þú myndir koma mjög vel út ef þú myndir taka þessa ákvörðun fyrir þjóðina.

Gangi þér vel. Bestu kveðjur.“

Jón sagðist þó aldrei hafa komið til greina að draga sig til baka. „Ég er að fara að vinna þessar kosningar. Mér myndi aldrei detta í hug að draga til baka eitthvað svona. Ég er bara ekki þannig maður.“

Hér má horfa á kappræðurnar þar sem forsetaframbjóðendurnir sex sem mælast með mest fyrir samkvæmt kosningaspá Heimildarinnar mætast. Fyrstu 30 mínútur streymisins eru öllum aðgengilegar en áskrifendur geta horft á kappræðurnar í heild sinni:

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Brynja Kjartansdóttir skrifaði
    Þetta var frábær þáttur og takk fyrir það.
    3
  • FSK
    Fríða S. Kristinsdóttir skrifaði
    Þetta voru góðar umræður og fróðlegar.
    Takk fyrir ánægjulega kvöldstund Heimildin. 🌷
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu