Þann 13. júní árið 1786 birtist í írska blaðinu Londonderry Journal frétt um nokkuð óvenjulegan atburð. Ungur svartur þræll í þjónustu æðsta dómarans í bænum Galway hafði að sögn verið leystur undan þrælsánauð sinni eftir að fréttist til Írlands að faðir þrælsins, konungur í vestur-afrísku smáríki, væri dáinn og þrællinn væri nú orðinn konungur í ríki sínu. Það fylgdi sögunni að dómarinn hefði nú aðstoðað konunginn unga við að komast heim til að taka við tign sinni.
Því miður er ekki, svo ég viti til, meira kunnugt um örlög hins unga konungs eða hversu fór um ríki hans. Og það er reyndar ekki alveg víst að hann hafi verið þræll í þeirri merkingu sem við leggjum oftast í það orð.
Trommuleikarar
Írar virðast hafa verið linir þrælahaldarar þegar þarna var komið sögu. Hins vegar var í landinu töluvert um einstaklinga af báðum kynjum af afrískum uppruna. Það stundaði einkum þjónustustörf …
Athugasemdir