Eitt af forgangsverkefnum sitjandi ríkisstjórnar er að ná að selja eftirstandandi hlut íslenska ríkisins í Íslandsbanka, alls 42,5 prósent, áður en kjörtímabilinu lýkur. Stefnt er að því að selja helming hlutarins í ár og hinn helminginn á næsta ári.
Í ljós þess hversu illa gekk síðast þegar hlutur í bankanum var seldur þá var ákveðið að leggja fram frumvarp um ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka sem á að mæta helstu gagnrýnisröddum og áfellisdómum yfir síðasta skrefi, en í mars 2022 var stór hlutur í bankanum seldur í lokuðu útboði til lítils hóps valinna fjárfesta á hátt sem síðar hefur opinberast að stóðst ekki lög. Afleiðingar þess voru meðal annars þær að bankastjóri, stjórnarmenn og lykilstjórnendur Íslandsbanka misstu vinnuna, Bjarni Benediktsson þurfti að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra og ákveðið var að leggja niður Bankasýslu ríkisins, sem hefur reyndar enn ekki verið gert rúmlega tveimur árum síðar.
Samkvæmt frumvarpinu á …
Athugasemdir (1)