Eftirnafnið mitt, Gamon, þýðir rugludallur á pólsku. Í Póllandi var hefð fyrir að eftirnafn lýsti persónukennum og einn forfaðir minn var mjög góður en með andlegar áskoranir. En um daginn flutti ég í nýja íbúð sem ég keypti með sambýlingi mínum. Við þurftum að finna nýjan ísskáp og fundum einn í gulu byggingunum niður í bæ; konan þar gaf okkur hann. Ég hafði ekki hugmynd um að þar byggi aldrað fólk og fólk með sérþarfir. Ég varð svo sjokkeruð að ég þurfti að setjast niður – við að sjá að hægt sé að búa til öruggan stað fyrir þetta fólk. Að það hafi hjálp en samt sjálfstæði og eigin íbúð. Því það er ekki í Póllandi. Þar er ekki pláss fyrir það, þau fara bara út á markaðstorgið. Allt er svo undirfjármagnað. Þú þarft að borga mikla peninga svo ættingi geti búið í svona byggingu.
Það var eitthvað smá skrýtið við staðinn. Einn glugginn var þakinn dagblöðum. Annar gluggi leit út eins og safn sólgleraugna, svona 200 sólgleraugu í honum. Þetta var smá kúltúrsjokk fyrir mig en gerði mig mjög hamingjusama. Og fyllti mig von, að til sé land sem sér um fólk og veitir því pláss. Ég var heilbrigðisstarfsmaður í Póllandi en hætti eftir Covid sem var hræðilegt þar. Um tuttugu dauðsföll daglega á deildinni. En að sjá þennan stað fyrir aldrað og fatlað fólk þar sem það getur verið sjálfstætt fékk mig til að tárast og hugsa um að fá starfsleyfi mitt flutt til Íslands og snúa aftur til starfsins. Enginn vill vinna á svona stöðum í Póllandi þar sem eru lágmarkslaun og fólk fær ekki haldið reisn sinni.
Athugasemdir (3)