Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra 2013-2023. Hann segist bera ábyrgð á efnahagsmálum undanfarinn áratug með miklu stolti og að árið í ár sé það sterkasta í íslenskri efnahagssögu. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, svelgdist á kaffibollanum um helgina þegar hún heyrði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra segjast vera svekktur yfir háum vöxtum í viðtali við RÚV. Í viðtalinu sagði Bjarni það áhyggjuefni að heimilin væru að segja sig úr lögum við vaxtaákvarðanir Seðlabankans sem birtist í því að heimilin hafi sagt skilið við óverðtryggð lán. 

Þorgerður Katrín spurði Bjarna nánar út í vaxtaákvarðanir Seðlabankans í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrir hádegi út í „Við verðum líka að hafa það í huga að heimilin sem hann hefur áhyggjur af sem eru að fara í verðtryggðu lánin að þau eru að leita skjóls, leita skjóls undan ofríki íslensku krónunnar, en líka undan þeirri efnahagsstjórn sem hefur verið og það er ósköp eðlilegt að þau leiti allra leiða,“ sagði Þorgerður Katrín. 

Formaður ViðreisnarÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði það ákveðna fegurð hversu önugur forsætisráðherra væri eftir svona skamman tíma í setu.

Hún spurði hvort það væri virkilega svo að stærsta áhyggjuefnið væri að heimilin séu að segja sig úr lögum varðandi vaxtaákvarðanir Seðlabankans. „Væri ekki miklu meira áhyggjuefni að Ísland er að segja sig úr lögum við siðuð samfélög þegar kemur að vöxtum, þegar kemur að verðbólgu og kemur að því að meta ábatann af menntun?“ spurði Þorgerður sem velti fyrir sér hvort Bjarni þekkti þann fjármálaráðherra sem hefur stýrt ráðuneytinu síðastliðin tíu ár, það er hann sjálfan. 

Stoltur af árunum sem fjármálaráðherra

Bjarni sagði Ísland ekki vera að segja sig úr lögum við umheiminn í neinu samhengi. Hátt vaxtastig eins og er í dag væri gríðarlega alvarlegt mál en ástandið væri aðeins til mjög skamms tíma. „Þingmaður spyr hvort ég kannist við að bera einhverja ábyrgð á efnahagsmálum undanfarinn áratug. Já, ég geri það með miklu stolti,“ sagði Bjarni, og benti í framhaldinu á „mjög fagra mynd, sem meðal annars er sú að á Íslandi hefur hagvöxtur verið meiri og fleiri ný störf verið sköpuð en annars staðar.“

Þorgerður Katrín dró þá upp aðra mynd og sagði það vera ákveðna fegurð hversu önugur fjármálaráðherra væri eftir svo skamman tíma í setu. „Ég hvet hann eindregið til þess að eiga samtal við hæstvirtan fjármálaráðherra síðustu tíu ára um það að við erum með eina hæstu vexti í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við erum í sama hópi og Rússland og Úkraína, stríðshrjáð lönd.“ 

Þorgerður Katrín sagðist hafa áhyggjur af millitekjuhópum sem hún telur ótækt að lendi enn og ftur í því að standa undir meginskattbyrðinni á Íslandi. „Ég vil því hvetja hæstvirtan forsætisráðherra til að skoða svolítið stóru myndina og taka utan um alla hópa, ekki bara sína eigin.“

Bjarni svaraði með því að fullyrða á þetta ár, 2024, sé það sterkasta í efnahagssögu Íslands. „Nú höldum við upp á 80 ára afmælið í sumar þar sem staða efnahagsmála var sterkari heldur en árið 2024. Þetta er sterkasta ár Íslands í efnahagssögunni, 2024, aldrei staðið betur.“ 

Þó ræðutími Þorgerðar Katrínar og Bjarna væri lokið héldu þau orðaskiptum áfram í þingsal þar til Oddný G. Harðardóttir, starfandi forseti Alþingis, benti þeim á að aðeins væri einn fundur í þingsalnum. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Segir nýji Forsætisráðherrann sem er haldinn alvarlegu tengslarofi við raunveruleikann en takk Katrín Jak...
    1
  • Á hverju er maðurinn?
    0
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    En Bjarni því er þá niðurskurður hvert einasta ár? Hvert fara allir þeir peningar sem koma inn? Hvers vegna er þá svona mikil verðbólga? Eitthvað er ekki það sem ekki passa inn í þína sviðsmynd.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár