Norska laxeldisfyrirtækið Salmar greinir ekki frá því í nýju uppgjöri sínu fyrir fyrsta ársfjórðung þess árs af hverju um 300 þúsund eldislaxar drápust hjá Arnarlaxi í mars. Salmar er stærsti hluthafi Arnarlax. Heimildin fjallaði um laxadauðann hjá fyrirtækinu í lok apríl og hafði þá eftir forstjóra Arnarlax, Björn Hembre, að fyrirtækið myndi ræða um laxadauðann þar. „Við munum kynna fyrsta ársfjórðungsuppgjör okkar fyrir 2024 þann 14. maí og við munum ræða þetta mál þar,“ sagði hann.
Í uppgjöri félagsins er hins vegar ekki greint frá ástæðu laxadauðans, sem felur í sér fjárhagslegt tjón upp á 3,6 milljónir evra eða tæplega 542 milljónir króna, heldur er einungis talað um líffræðilegar áskoranir. „Kostnaður Icelandic Salmon [Arnarlax] út af slátruðum fiski var mikill vegna líffræðilegra áskorana og hafði þetta áhrif á uppgjör félagsins.“
Skorum á Guðna forseta að beita málskotsréttinum um laxeldi i sjó og að láta ekki firðina okkar.
Forsetaframbjóðendur eru mikið sð tala um þetta, sjáum til hvað gerist þegar við komum með listann :)
Gerum eitthvað í þessu, byrjum á að skrifa undir :)
Stoppum þetta saman :)