Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ég hefði getað dáið alveg nokkrum sinnum

„Ég var al­veg ... – mig lang­ar ekki að segja heimsk­ur krakki – en ég var alltaf að meiða mig.“ Sylvía Ósk Sig­þórs­dótt­ir rifjar upp æskuminn­ing­ar.

Ég hefði getað dáið alveg nokkrum sinnum
Sylvía Ósk Sigþórsdóttir.

Ég var frekar klaufalegur krakki og meiddi mig rosalega oft. Einu sinni drukknaði ég næstum því. Þá var ég frekar lítil. Og ég var enn þá með kút á mér á þessum aldri. En ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa þegar ég tók þá bara af og stökk svo ofan í djúpu laugina. Þetta var í sundlaug á Akureyri. Það var enginn að fylgjast með nema foreldrar mínir sem voru þarna álengdar svo ef þeir hefðu ekki verið að fylgjast með, þá hefði ég örugglega drukknað. Því það var enginn annar þarna að fylgjast með mér. Það var frekar mikið að gera í sundlauginni, þetta var um sumar. Ég var, held ég, sirka þriggja eða fjögurra ára. Þetta minnir mig alltaf á söguna um strákinn sem drukknaði í sundi á Selfossi. Mér finnst bæði rosalega leiðinlegt að segja það en um leið smá fyndin saga þegar ég segi fólki: Já, ég drukknaði næstum því einu sinni!

„Ég klifraði einu sinni upp á fótboltamark í línuskautum en endaði á að detta og ná ekki andanum.“

Ég var alveg ... – mig langar ekki að segja heimskur krakki – en ég var alltaf að meiða mig. Alltaf að detta úr trjám og gerði stöðugt heimskulega hluti. Ég klifraði einu sinni upp á fótboltamark í línuskautum en endaði á að detta og ná ekki andanum. Ég hefði getað dáið alveg nokkrum sinnum. Ég er varkárari í dag og aðeins lofthrædd. Ég varð smá lofthrædd eftir að hafa dottið svona oft, pínu hræddari við að vera hátt uppi.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þóra Karls skrifaði
    Afar ósmekklegt og til skammar að draga skelfilegan sorgaratburð inn í grein sem væntanlega hefur átt að vera skemmtilestur.
    1
    • EK
      Elísabet Kjárr skrifaði
      Ká, ég er hissa á að því hafi ekki verið kippt út af Auði.
      0
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Er hún að lýsa mér? Ég var alltaf að meiða mig, mjög dettin alveg fram yfir tvítugt. Nærri druknuð einu sinni, vegna sinadráttar í báðum fótum og allir að kaffæra hvert annað í lauginni. Kennarinn var lengur en 15 mín. í burtu, en mér var bjargað. Hef verið hrakfallabálkur allt til dagsins í dag.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu