Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ég hefði getað dáið alveg nokkrum sinnum

„Ég var al­veg ... – mig lang­ar ekki að segja heimsk­ur krakki – en ég var alltaf að meiða mig.“ Sylvía Ósk Sig­þórs­dótt­ir rifjar upp æskuminn­ing­ar.

Ég hefði getað dáið alveg nokkrum sinnum
Sylvía Ósk Sigþórsdóttir.

Ég var frekar klaufalegur krakki og meiddi mig rosalega oft. Einu sinni drukknaði ég næstum því. Þá var ég frekar lítil. Og ég var enn þá með kút á mér á þessum aldri. En ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa þegar ég tók þá bara af og stökk svo ofan í djúpu laugina. Þetta var í sundlaug á Akureyri. Það var enginn að fylgjast með nema foreldrar mínir sem voru þarna álengdar svo ef þeir hefðu ekki verið að fylgjast með, þá hefði ég örugglega drukknað. Því það var enginn annar þarna að fylgjast með mér. Það var frekar mikið að gera í sundlauginni, þetta var um sumar. Ég var, held ég, sirka þriggja eða fjögurra ára. Þetta minnir mig alltaf á söguna um strákinn sem drukknaði í sundi á Selfossi. Mér finnst bæði rosalega leiðinlegt að segja það en um leið smá fyndin saga þegar ég segi fólki: Já, ég drukknaði næstum því einu sinni!

„Ég klifraði einu sinni upp á fótboltamark í línuskautum en endaði á að detta og ná ekki andanum.“

Ég var alveg ... – mig langar ekki að segja heimskur krakki – en ég var alltaf að meiða mig. Alltaf að detta úr trjám og gerði stöðugt heimskulega hluti. Ég klifraði einu sinni upp á fótboltamark í línuskautum en endaði á að detta og ná ekki andanum. Ég hefði getað dáið alveg nokkrum sinnum. Ég er varkárari í dag og aðeins lofthrædd. Ég varð smá lofthrædd eftir að hafa dottið svona oft, pínu hræddari við að vera hátt uppi.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þóra Karls skrifaði
    Afar ósmekklegt og til skammar að draga skelfilegan sorgaratburð inn í grein sem væntanlega hefur átt að vera skemmtilestur.
    1
    • EK
      Elísabet Kjárr skrifaði
      Ká, ég er hissa á að því hafi ekki verið kippt út af Auði.
      0
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Er hún að lýsa mér? Ég var alltaf að meiða mig, mjög dettin alveg fram yfir tvítugt. Nærri druknuð einu sinni, vegna sinadráttar í báðum fótum og allir að kaffæra hvert annað í lauginni. Kennarinn var lengur en 15 mín. í burtu, en mér var bjargað. Hef verið hrakfallabálkur allt til dagsins í dag.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár