Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ég hefði getað dáið alveg nokkrum sinnum

„Ég var al­veg ... – mig lang­ar ekki að segja heimsk­ur krakki – en ég var alltaf að meiða mig.“ Sylvía Ósk Sig­þórs­dótt­ir rifjar upp æskuminn­ing­ar.

Ég hefði getað dáið alveg nokkrum sinnum
Sylvía Ósk Sigþórsdóttir.

Ég var frekar klaufalegur krakki og meiddi mig rosalega oft. Einu sinni drukknaði ég næstum því. Þá var ég frekar lítil. Og ég var enn þá með kút á mér á þessum aldri. En ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa þegar ég tók þá bara af og stökk svo ofan í djúpu laugina. Þetta var í sundlaug á Akureyri. Það var enginn að fylgjast með nema foreldrar mínir sem voru þarna álengdar svo ef þeir hefðu ekki verið að fylgjast með, þá hefði ég örugglega drukknað. Því það var enginn annar þarna að fylgjast með mér. Það var frekar mikið að gera í sundlauginni, þetta var um sumar. Ég var, held ég, sirka þriggja eða fjögurra ára. Þetta minnir mig alltaf á söguna um strákinn sem drukknaði í sundi á Selfossi. Mér finnst bæði rosalega leiðinlegt að segja það en um leið smá fyndin saga þegar ég segi fólki: Já, ég drukknaði næstum því einu sinni!

„Ég klifraði einu sinni upp á fótboltamark í línuskautum en endaði á að detta og ná ekki andanum.“

Ég var alveg ... – mig langar ekki að segja heimskur krakki – en ég var alltaf að meiða mig. Alltaf að detta úr trjám og gerði stöðugt heimskulega hluti. Ég klifraði einu sinni upp á fótboltamark í línuskautum en endaði á að detta og ná ekki andanum. Ég hefði getað dáið alveg nokkrum sinnum. Ég er varkárari í dag og aðeins lofthrædd. Ég varð smá lofthrædd eftir að hafa dottið svona oft, pínu hræddari við að vera hátt uppi.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þóra Karls skrifaði
    Afar ósmekklegt og til skammar að draga skelfilegan sorgaratburð inn í grein sem væntanlega hefur átt að vera skemmtilestur.
    1
    • EK
      Elísabet Kjárr skrifaði
      Ká, ég er hissa á að því hafi ekki verið kippt út af Auði.
      0
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Er hún að lýsa mér? Ég var alltaf að meiða mig, mjög dettin alveg fram yfir tvítugt. Nærri druknuð einu sinni, vegna sinadráttar í báðum fótum og allir að kaffæra hvert annað í lauginni. Kennarinn var lengur en 15 mín. í burtu, en mér var bjargað. Hef verið hrakfallabálkur allt til dagsins í dag.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár