Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur Lindakirkju, segir þakklæti vera sér efst í huga að loknu biskupskjöri. Hann hafi lært heilmikið á þeirri vegferð og snúi tvíefldur til baka í safnaðarstarfið í Lindakirkju. Mynd: Golli

Kosið var um nýjan biskup Íslands síðastliðinn þriðjudag. Um var að ræða síðari umferð biskupakosninganna þar sem valið stóð á milli séra Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests Grafarvogskirkju og séra Guðmundar Karls Brynjarssonar, sóknarprests Lindakirkju. 

Guðrún vann kosningarnar með rúmlega 52 prósent greiddra atkvæða. Samkvæmt tilkynningu sem Þjóðkirkja sendi frá sér voru 2.286 skráðir á kjörskrá,  þarf af voru 166 prestar og djáknar og 2.119 svonefndir leikmenn.

Guðrún verður fimmtándi biskup Íslands frá því að Skálholts- og Hólabiskupsdæmin voru sameinuð árið 1801. Þá er hún önnur konan í sögu kirkjunnar til þess að gegna embættinu, á eftir forvera sínum, Agnesi M. Sigurðardóttur. 

Guðmundur Karl, sem laut í lægra haldi með tæp 47 prósent greiddra atkvæða, segist, í samtali við Heimildina, ganga sáttur frá borði.  

„Mér líður bara afskaplega vel. Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir þessa skemmtilegu ferð sem mér var boðið í. Ég er þakklátur fyrir að fá að fara út um landið og kynnast fjölda fólks sem ann kirkjunni og vill henni vel. Þetta er búið að vera mikill skóli og lærdómur sem ég kem til með að búa að og verð alltaf þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í.“ 

Nóg af verkefnum fram undan

Aðspurður hvað taki næst við hjá honum að loknu biskupskjöri segist Guðmundur Karl munu snúa aftur til fyrri starfa í Lindakirkju. Þar bíði hans fjölmörg verkefni sem hafi hrannast upp á meðan framboðið stóð yfir. 

Séra Guðmundur Karl Brynjólfsson og hundurinn hans Marvin.Ýmis verkefni bíða þeirra að loknu biskupskjöri.

„Ég er sóknarprestur í stórri sókn og það verður að segjast eins og er að í þessu brölti mínu þá hefur mætt meira á kollegum mínum sem hafa verið hérna að sjá um safnaðarstarfið. Þannig ég kem náttúrlega bara tvíefldur til baka í það. Þannig það er nóg af verkefnum fram undan. Ég hef að góðu að hverfa aftur.“ 

Spurður álits á nýkjörnum biskup segist Guðmundur Karl þykja vænt um Guðrún Karls. Hann biður nýjum biskup blessunar og óskar henni góðs gengis í þeim verkefnum sem fram undan eru. „Ég veit hún mun leggja sig fram,“ segir Guðmundur Karl.

Kannast við orðróm um að pólitík hafi litað biskupskjörið

Í aðdraganda seinni umferðar biskupskjörsins barst Heimildinni ábending um að kosningavél Sjálfstæðisflokksins hafi verið virkjuð til þess að aðstoða Guðrúnu Karls við að tryggja sér biskupsembættið.  Meðal annars með því að sinna úthringingum í þá rúmlega 2.000 einstaklinga sem voru á kjörskrá. Þá greindi Vísir frá því að þekktir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi haft aðkomu að framboði Guðrúnu Karls. Hafa þeir einnig verið bendlaðir við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar.

Guðmundur Karl staðfestir að hann hafi heyrt af svipuðum orðróm. Hins vegar segist hann ekki vera fær um að skera úr um það hvort slík afskipti geti talist eðlileg.    

„Ég hef sagt með það, að það sem ekki er bannað er leyfilegt. Það voru engar reglur lagðar upp með hvað mætti gera, en svo má alltaf spyrja sig að því hvort það passi í svona kosningabaráttu. Það ekki mitt að dæma um það. En jú, ég hef alveg heyrt þetta.“ 

Í samtali tekur Guðmundur Karl fram að hann hafi sjálfur fengið til liðs við sig stóran hóp af fólki til þess að sinna úthringingum og styðja við framboð hans. 

„En ég setti það sem skilyrði að ég vildi að það fólk sem væri að hringja þekkti mig persónulega og það tókst. Ég held þetta hafi verið 90 manns sem tóku þátt í úthringingum fyrir mig. Þannig þetta hefur verið mjög eflandi og gott fyrir mig að taka þátt í þessu.“  

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "að hann hafi sjálfur fengið til liðs við sig stóran hóp af fólki til þess að sinna úthringingum og styðja við framboð hans."
    Úthringingar eiga að tilheyra fortíðinni. Það á ekki að vera heimilt að hafa áhrif á kjósendur með að dextra þá á kjörstað. Kosningin á að vera algjörlega leynileg.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu