Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að njóta lífsins ein og kostaði hana eina evru

Ólaf­ur Þór­halls­son rifjar upp at­vik sem kenndi hon­um nú­vit­und í sinni skýr­ustu mynd.

Að njóta lífsins ein og kostaði hana eina evru

Ég var í París fyrir tæpum fjörutíu árum. Og var bara að strolla niður einhverja götu þar sem var röð af kaffihúsum. Þá sá ég svona eldri konu, pelsklædda og mjög fína. Hárið grásprengt, stutt og vel til haft. Naglalakk og vel til höfð! Bara svona skilgreining á Parísardömu. Sem hefur líklegast lifað lífinu lifandi. Og var með einn kaffibolla og sígarettu í hendinni. Og naut svo augsýnilega lífsins til hins ýtrasta þar sem hún sat ein.

Nauðaómerkilegt atvik.

En! Mér verður oft hugsað til þess. Þegar fólk er að skipuleggja alls konar ferðir eða viðburði sem kosta mikla peninga. Þarna var hún að njóta lífsins ein og kostaði hana eina evru.

Mér finnst fyndið að ég skuli alltaf muna eftir þessu því þetta var svo nauðaómerkilegt. En ég hugsa til þess aftur og aftur. Og mér finnst fyndið hvað ég man ofsalega vel eftir þessu. Þetta var mjög fín frú á áttræðisaldri.

Seinna meir held ég að þetta hafi kennt mér núvitund í sinni skýrustu mynd. Þetta kenndi mér að njóta augnabliksins. Ekki hvað ég ætla að gera á morgun eða eftir eitt ár. Ég tók fyrst eftir henni því hún var svo vel til höfð og glæsileg til fara. En svo leit hún upp í himininn og lyngdi aftur augunum eins og sjálfsöruggt fólk gerir. Af svo augljósri og áreynslulausri vellíðan.

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SRÓ
    Sigurður Rúnar Ólafsson skrifaði
    þetta er akkúrat það sem ég vil gera á ferðalögum , slaka á og njóta
    1
  • GEJ
    Guðrún Eva Jóhannsdóttir skrifaði
    Hérna...er þetta ekki einhver samsuða úr tveimur blaðagreinum?!?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár