Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Haltu þér fast!

All­ir þekkja sög­una um Tit­anic enda fórst þar hátt á ann­an þús­und fólks með drama­tísk­um hætti. Hins veg­ar þekkja færri sög­una um ferj­una Doñu Paz sem fórst við Fil­ipps­eyj­ar í des­em­ber 1987. Þó fór­ust þar meira en helm­ingi fleiri en með Tit­anic 1912.

Haltu þér fast!
Ferjan Dona Paz Ferjunni var illa viðhaldið, hún hafði misst haffærniskírteinið og hluti áhafnar hafði ekki full réttindi.

Hann sagðist muna eftir óttanum. Allir voru svo hræddir. Fjölskylda hans var hrædd en líka allt mögulegt annað fólk sem sífellt birtist, rak upp skelfingaróp og hvarf svo hlaupandi burt. Ókunnugt fólk, allt morandi í hræddu æpandi fólki. Og svo mundi hann eftir blossum, ljósblossum, nei, eldblossum, og hann mundi eftir miklum hita og reyk sem varð sífellt þéttari. Og hann mundi eftir að pabbi hljóp með hann um þrönga ganga þar sem var líka kraðak af æpandi fólk og hann mundi að gólfið hallaðist.

Svo gerðist eitthvað sem hann mundi ekki og þeir voru allt í einu svamlandi í sjónum, pabbi og hann. Hvar var mamma, hvar voru systkini hans? Það var nótt og hann sá þau hvergi. Samt var greinilega manngrúi æpandi allt í kringum þá. Pabbi hélt honum upp úr sjónum og litaðist um í ákafa. Þarna var logandi þúst á sjónum og hitt og þetta brak …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    "Það fylgir sögunni að græjan var beta, ekki VHS"
    Þetta virðist vera upplýsing sem stendur í engu samhengi við stóra harmleikann sem gerðist.
    Til fróðleiks má þo nefna að sumir telja að Betamax hafi tapað slaginn við VHS af því klámmyndir voru ófáanlegar á beta. Hvort það er nú rétt eða ekki skipti fyrir mannorð skipsstjórans líklega máli að taka af allan vafa að hafa kíkt á klámmynd á meðan hann lá í kójunni.
    ("Some sources say that VHS won over Betamax due to the greater availability of pornographic movies on the format." https://en.wikipedia.org/wiki/Videotape_format_war)
    0
  • GJI
    Gísli Jónas Ingólfsson skrifaði
    "All­ir þekkja sög­una um Tit­anic enda fórst þar hátt á ann­an þús­und fólks" Ekki fara þessa leið Illugi minn. Það eru ekki hagsmunir neins að breyta tungumálinu okkar og rótgrónum málvenjum á þennan hátt. Skrifaðu heldur All­ir þekkja sög­una um Tit­anic enda fórust þar hátt á ann­að þúsuns manns.
    2
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Hræðilegt og þarna var græðgin við stjórn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Leitin að upprunanum
3
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....
Af hvítum bjargvættum
6
GagnrýniMzungu

Af hvít­um bjarg­vætt­um

Mzungu eft­ir Þór­unni Rakel Gylfa­dótt­ur, höf­und bók­ar­inn­ar Akam, ég og Annika, og Simon Okoth Aora, kom eins og storm­sveip­ur inn í ís­lenska jóla­bóka­flóð­ið, klædd æp­andi, app­el­sínu­gulri kápu. Þar er fjall­að um Huldu, ís­lenska konu sem held­ur til Ken­ía til að starfa á mun­að­ar­leys­ingja­hæli hins ís­lenska Skúla, fyrr­um fíkils sem hef­ur snú­ið við blað­inu. Ásamt Huldu á ferða­lag­inu eru Dag­ur, 18...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár