Baldur segist persónulega vera á móti íslenskum her

Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóð­andi full­yrð­ir að hann sé á móti því að stofn­að­ur sé her á Ís­landi. „Við er­um herlaus þjóð og við eig­um að vera það,“ seg­ir hann í nýj­asta þætti Pressu. En Bald­ur hafði áð­ur viðr­að hug­mynd­ina um varn­ar­lið áð­ur en hann fór í fram­boð.

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segist aðspurður vera á móti því að stofnaður verði her á Íslandi. En Baldur hefur áður viðrað þá hugmynd að koma upp einhvers konar varnar- eða herliði á Íslandi sem gæti varist innrás á landið þangað til að liðsauki bærist frá NATO.

„Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ segir hann. Baldur vísar því þó á bug að um grín hafi verið að ræða þegar hann ræddi um varnarliðið. „Þarna var ég að tala sem fræðimaður og var einfaldlega að svara spurningu blaðamanna.“

Þetta sagði Baldur í nýjasta þætti Pressu. Í þættinum stóðu þrír aðrir frambjóðendur einnig fyrir svörum – Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir. En þau eru þeir forsetaframbjóðendur sem mælast með hvað mest fylgi fyrir komandi kosningar.  

Ísland eigi ekki að taka upp símsvara sem tilkynni um uppgjöf

Vísar Baldur til þess að nýrri og hættulegri heimur blasi nú við vegna stríðsástands í Evrópu. Hann hafi því verið spurður að því hvar honum þætti að huga ætti betur að öryggis- eða varnarmálum. Hann segist þó aldrei hafa lagt til að stofnaður verði her hérlendis. 

Þú talaðir um útfærslu sem er 100 manna her. Hvað á hann að gera?

„Í þessu samhengi hefur verið vísað til ríkislögreglustjóra og lögreglunnar, öryggi á Keflavíkurflugvelli. Ég er að lenda í mjög svipuðu og því sem Guðni Th. Jóhannesson lenti í í sinni kosningabaráttu fyrir átta árum þegar mönnum fannst hann alls ekki vera nógu þjóðlegur því hann talaði um hver afstaða Breta var í þorskastríðunum.“

Hvað meinarðu að þú sért að lenda í? Það er verið að spyrja þig út í ummæli sem eru bara mjög skýr. Það var líka þannig að þú tókst þetta upp á Facebook-síðunni þinni. Væri ekki miklu eðlilegra að gera það sem Mogens Glistrup stakk upp á? Að taka upp  hérna símsvara sem segði á rússnesku, og eftir atvikum kínversku, sem segði bara: „Við gefumst upp.“ 

Þessu sagðist Baldur vera algjörlega ósammála. Hann hefði talað mikið fyrir því að Ísland ynni með sínum nánustu bandalagsríkjum. Að huga ætti að öllum vörnum. Hvort sem um ræddi almannaöryggi, fæðuöryggi eða orkuöryggi til dæmis. „Við verðum að huga að þessu,“ segir hann.

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Það getur ekki hjómað vel í eyru annara þjóða í NATO þegar þau heyra íslendinga segja "engann her hér", allaveganna ekki eftir innrás rússa.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu