Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Baldur segist persónulega vera á móti íslenskum her

Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóð­andi full­yrð­ir að hann sé á móti því að stofn­að­ur sé her á Ís­landi. „Við er­um herlaus þjóð og við eig­um að vera það,“ seg­ir hann í nýj­asta þætti Pressu. En Bald­ur hafði áð­ur viðr­að hug­mynd­ina um varn­ar­lið áð­ur en hann fór í fram­boð.

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segist aðspurður vera á móti því að stofnaður verði her á Íslandi. En Baldur hefur áður viðrað þá hugmynd að koma upp einhvers konar varnar- eða herliði á Íslandi sem gæti varist innrás á landið þangað til að liðsauki bærist frá NATO.

„Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ segir hann. Baldur vísar því þó á bug að um grín hafi verið að ræða þegar hann ræddi um varnarliðið. „Þarna var ég að tala sem fræðimaður og var einfaldlega að svara spurningu blaðamanna.“

Þetta sagði Baldur í nýjasta þætti Pressu. Í þættinum stóðu þrír aðrir frambjóðendur einnig fyrir svörum – Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir. En þau eru þeir forsetaframbjóðendur sem mælast með hvað mest fylgi fyrir komandi kosningar.  

Ísland eigi ekki að taka upp símsvara sem tilkynni um uppgjöf

Vísar Baldur til þess að nýrri og hættulegri heimur blasi nú við vegna stríðsástands í Evrópu. Hann hafi því verið spurður að því hvar honum þætti að huga ætti betur að öryggis- eða varnarmálum. Hann segist þó aldrei hafa lagt til að stofnaður verði her hérlendis. 

Þú talaðir um útfærslu sem er 100 manna her. Hvað á hann að gera?

„Í þessu samhengi hefur verið vísað til ríkislögreglustjóra og lögreglunnar, öryggi á Keflavíkurflugvelli. Ég er að lenda í mjög svipuðu og því sem Guðni Th. Jóhannesson lenti í í sinni kosningabaráttu fyrir átta árum þegar mönnum fannst hann alls ekki vera nógu þjóðlegur því hann talaði um hver afstaða Breta var í þorskastríðunum.“

Hvað meinarðu að þú sért að lenda í? Það er verið að spyrja þig út í ummæli sem eru bara mjög skýr. Það var líka þannig að þú tókst þetta upp á Facebook-síðunni þinni. Væri ekki miklu eðlilegra að gera það sem Mogens Glistrup stakk upp á? Að taka upp  hérna símsvara sem segði á rússnesku, og eftir atvikum kínversku, sem segði bara: „Við gefumst upp.“ 

Þessu sagðist Baldur vera algjörlega ósammála. Hann hefði talað mikið fyrir því að Ísland ynni með sínum nánustu bandalagsríkjum. Að huga ætti að öllum vörnum. Hvort sem um ræddi almannaöryggi, fæðuöryggi eða orkuöryggi til dæmis. „Við verðum að huga að þessu,“ segir hann.

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Það getur ekki hjómað vel í eyru annara þjóða í NATO þegar þau heyra íslendinga segja "engann her hér", allaveganna ekki eftir innrás rússa.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár