Þakklæti er Sigríði Hrund Pétursdóttur efst í huga nú þegar hillir undir að hún og aðrir forsetaframbjóðendur þurfa að skila tilskildum fjölda meðmælenda, alls 1.500 talsins, til að mega bjóða sig fram til forseta Íslands. Hún hefur safnað meðmælendum frá því að hún tilkynnti um framboð í janúar síðastliðnum, í fimmtugsafmæli sínu. Framboð hennar hófst því með sannkallaðri veislu en hefur ekki verið leikur einn fyrir Sigríði. Á miðvikudag þegar Heimildin ræddi við Sigríði Hrund var hún ekki búin að ná tilskildu lágmarki meðmælenda „en ég mun safna alveg fram á síðustu sekúndu“, sagði Sigríður.
Sigríður Hrund sagði að hún væri ekki stressuð yfir stöðunni. Ferlið hefði reynst henni lærdómsríkt og þá sérstaklega að læra um leið og hún gerði. „Ég þurfti að koma snemma fram til þess að fólk myndi vita hver ég væri. Það er kannski munurinn á því að vera ekki í pólitík, ekki í opinberu starfi …
Athugasemdir