Margþætt áhrif skógræktar á loftslag
Hlýnandi loftslag, með tilheyrandi öfgum í veðurfari, stafar einkum af því að magn koltvísýrings (CO2) í lofti eykst sífellt. Gróður bindur koltvísýringinn og þess vegna getur skógrækt unnið á móti loftslagshlýnun og er klárlega góður kostur, ekki síst þar sem hægt er að endurheimta fyrri skóga líkt og á Íslandi. Hérlendis er því lögð áhersla á endurheimt birkiskóga en nytjaskógrækt með innfluttum tegundum getur, auk koltvísýringsbindingar, einnig verið grunnur að verðmætri atvinnugrein. Þá verður að hyggja að áhrifum innfluttu tegundanna á innlend vistkerfi, lífbreytileika þeirra, fuglastofna, einkum mófugla, og einnig hvort plönturnar séu líklegar til að dreifa sér út fyrir afmörkuð skógræktarsvæði.
Samspil sólarljóss og yfirborðs lands skiptir máli við skógrækt. Ljóst land eða snævi þakið endurkastar sólarljósinu að miklu leyti en dökkt land sogar í sig sólarljós og sú sólarorka breytist að miklu leyti í varma sem veldur hlýnun. Þegar meta skal loftslagsáhrif skógræktar er því ekki nóg að reikna út hve mikið skógurinn hafi bundið af CO2, heldur þarf einnig að skoða hvaða breytingar verða á endurskini sólarljóss þegar trjáplönturnar vaxa úr grasi. Endurkast af grónu landi, t.d. graslendi og sinu, er töluvert meira en af barrskógi og þéttum stæðum lauftrjáa. Þetta á ekki síst við þegar land er snævi þakið og skógartré standa dökk upp úr snjónum. Barrskógar geta þá sogað í sig miklu meira af sólarljósi en óplantað land og sú sólarorka breytist að mestu leyti í varma og vegur að einhverju eða jafnvel miklu leyti upp kælingaráhrifin sem verða af kolefnisbindingu trjánna.
Nýleg umfjöllun í vísindaritum
Undanfarin ár hafa þessi andstæðu loftslagsáhrif skógræktar töluvert verið til umfjöllunar meðal vísindamanna eins og sjá má í greinasafni Vina íslenskrar náttúru, natturuvinir.is. Hasler og samverkafólk birtu 26. mars 2024 grein í tímaritinu Nature Communications með titlinum „Accounting for albedo change to identify climate-positive tree cover restoration“ (Útreikningar á endurkasti sólarljóss notaðir við að velja hentug svæði til að endurheimta skóga til loftslagsbóta). Þar var metið hvar vænlegast væri að stunda skógrækt til loftslagsbóta og komist að þeirri niðurstöðu að mjög ólíkt væri frá einu svæði til annars hversu mikið endurskin sólarljóss upphefur áhrifin af CO2 bindingu.
Þannig eru áhrif endurskins lítil eða engin á flestum heitum og heittempruðum svæðum en veruleg á norðlægum slóðum og á þurrlendissvæðum þar sem endurskin getur algjörlega vegið upp áhrif kolefnisbindingar. Þegar núverandi skógræktarsvæði í heiminum voru skoðuð sérstaklega kom í ljós að endurskinsáhrifin upphófu yfir 50% CO2 bindingar í þriðjungi tilvika. Niðurstaðan er að til að ná sem bestum árangri í skógarkolefnisbindingu þurfi að taka endurskin með í reikninginn og miklu máli skiptir í hvers konar land er plantað og hvaða tegundum.
Dæmi frá Íslandi
Heimsúttektir tímaritanna Nature, Science o.fl. ná einnig til Íslands. Vel er hægt að meta áhrif endurskinsbreytinga hér sem annars staðar enda þótt nokkuð skorti á haldgóðar upplýsingar um endurskin ýmiss konar gróðurlenda sem algengt er að planta trjám í hérlendis. Í grein minni „Barrtré, snjóhula og hitafar“ sem birtist á vefnum natturuvinir.is í febrúar 2023 er gerð tilraun til að meta áhrif af breyttu endurskini sólgeislunar við skógrækt og útskýrt hvers konar reikniaðferðir eru notaðar bæði við það og við mat á loftslagsáhrifum kolefnisbindingar. Í útreikningunum er byggt á áralöngum gögnum Veðurstofu Íslands um snjóhulu á nærri 100 stöðum á Íslandi. Þvert á það sem mætti halda, þá hefur tíðni snjódaga ekki breyst marktækt á sumum athuganastöðunum undanfarna áratugi!
Í stuttu máli er niðurstaðan sú, að á mörgum svæðum norðan- og austanlands leiðir ræktun sígrænna barrtrjáa ekki til kælingar lofthjúpsins, heldur hlýnar hann. Slík áhrif eru miklu minni þegar lauftré og lerki eru ræktuð, og líka minni á snjóléttum svæðum og þar sem vetur eru tiltölulega hlýir t.d. á Suðurlandi. Við ábyrga skógrækt og kolefnisbindingu þarf að hyggja vel að áhrifum á loftslag og vistkerfi til að vel fari.
Í Finnlandi kvikna að meðaltali eitt þúsund skógareldar á hverju ári. Fæstir þeirra ná nokkurri teljandi útbreiðslu, því viðbúnaður gagnvart gróðureldum er góður, vegakerfi og slóðar um skógana nánast alls staðar til staðar, skógarnir eru almennt vel hirtir (lítið um dauðar greinar næst jörðu sem valdið geta krónueldum) og því er skjótt slökkt í gróðureldum ef og þegar þeir koma upp.
Ráðið gegn skógareldum í öðrum löndum er sjaldan talið að eyða öllum skógum eða rækta enga skóga. Ráðið felst í góðum viðbúnaði.
https://www.climatechangepost.com/finland/forest-fires/
https://is.wikipedia.org/wiki/M%C3%BDraeldar
Yfir vaxtartímabilið:
- Sandauðnin hefur lægstu endurskinshæfnina. Sandauðnir á Íslandi bæði "gleypa" í sig varma auk þess sem þar á sér ekki stað nein kolefnisbinding ==> Tvöföld neikvæð áhrif m.t.t. hlýnunar. Graslendi og birkiskógar hafa hæstu endurskinshæfnina. Greniskógar liggja þarna á milli.
- Landgræðsla og skógrækt á sandauðnum landsins dregur úr hlýnun með aukinni kolefnisbindingu, auk þess sem endurskin er hærra - tvíþættur ávinningur!
https://www.youtube.com/watch?v=b1kwsSW2xzI&t=16329s
Munurinn á losun CO2 út í andrúmsloftið og bindingu kolefnis í skógi annars vegar og albedo hins vegar er sá, að það fyrra er hnattrænt en hið síðara staðbundið í áhrifum sínum.
Ef eitt tonn af CO2 losnar við bruna á suðurhveli jarðar, verður það jafndreift um allt gufuhvolf jarðar á fáum vikum eða mánuðum (óháð uppruna). Ef eitt tonn af CO2 er bundið í skógi á Íslandi, dregur sú binding úr hlýnun í Bangladesh eða Ástralíu.
Ef skógleysi eða skógur á Íslandi veldur hlýnun eða kólnun vegna meiri eða minni endurgeislunar, eru þau áhrif staðbundin - ekki hnattræn.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-11-margt-hangir-a-spytunni-thegar-skograekt-er-metin-410031
Hér er t.d. fróðlegur fyrirlestur Brynhildar Bjarnadóttur um vandaðar rannsóknir sem fram fóru fyrir tæpum áratug, á endurskini mismunandi gróðurlenda í innsveitum við hálendisbrúnina sunnanlands. Senn hyllir undir birtingu niðurstaðanna í ritrýndu vísindatímariti, en hér eru niðurstöðurnar kynntar.
Þær niðurstöður taka af öll tvímæli um að nýskógrækt á Íslandi "kælir loftið" - líka á Íslandi.
https://www.youtube.com/watch?v=b1kwsSW2xzI&t=16329s
Þið VÍNarar takið ekki tillit til niðurstaða rannsókna sem unnar hafa verið á endurskini mismunandi gróðurlenda á Ísland (rannsóknir Brynhildar Bjarnadóttur og Bjarna Diðriks Sigurðssonar sem nefndar eru að ofan).
Þið takið ekkert tillit til álits eins helsta málsmetandi vísindamanns á sviði loftslagsmála um þetta skóga-endurskinsmál (Halldór Björnssonar, fagstjóra veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands; sjá að ofan).
Þið trúið í blindni á líkan Thomasar Crowther o.fl., án þess að kanna gæði þeirra upplýsinga sem sett hefur verið í líkanið.
Þið gerið úlfalda úr mýflugu og eruð staðföst í ykkar staðfestingarskekkju (e. Confirmation bias).