Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lenya ætlar að koma sterkari til baka í næstu kosningum

Lenya Rún Taha Karim, þing­mað­ur Pírata og mastersnemi í lög­fræði, seg­ir að hún hafi snemma ákveð­ið að láta nið­ur­stöð­ur al­þing­is­kosn­ing­anna ár­ið 2021 ekki á sig fá, held­ur nýta tím­ann vel og mennta sig.

Lenya ætlar að koma sterkari til baka í næstu kosningum
Varaþingmaður Pírata Lenya Rún Taha Karim segir að það hafi vitaskuld verið högg að detta út af þingi vegna endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hún hafi hins vegar snemma ákveðið að gera það best úr stöðunni. Mynd: Bára Huld Beck

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var ein þeirra sem endurtalning atkvæða í Alþingiskosningunum 2012 hafði áhrif á. Hún hafði náð inn á þing eftir fyrstu talningu en féll út eftir endutalninguna. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd kosninganna hafi ekki samræmst mannréttindasáttmálanum.

Eftir fyrstu talninguna rötuðu niðurstöður kosninganna í heimsfréttir, því í fyrsta sinn voru fleiri konur en karlar á Alþingi. Víða voru fluttar fréttir af því að hér væri á ferð fyrsta þjóðþingið í Evrópu með kvenkynsmeirihluta. Eftir endurtalninguna snerist staðan við, þegar þrír karlar komu inn í staðinn fyrir þrjár konur. Hlutfall kvenna á þingi féll þá úr 52,3 prósentum niður í 47,6 prósent. 

Kvennameirihlutanum afstýrt

Lenya Rún segir í samtali við Heimildina að það sé að vissu leyti grátbroslegt að hugsa til þess að þessari sögulegu niðurstöðu hafi verið afstýrt vegna endurtalningarnar, sérstaklega í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Lenya Rún, gott að heya að þú ert að koma aftur inn í þetta skrítna lýðræði og snýta því aðeins, ekki veitir af.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár