Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var ein þeirra sem endurtalning atkvæða í Alþingiskosningunum 2012 hafði áhrif á. Hún hafði náð inn á þing eftir fyrstu talningu en féll út eftir endutalninguna. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd kosninganna hafi ekki samræmst mannréttindasáttmálanum.
Eftir fyrstu talninguna rötuðu niðurstöður kosninganna í heimsfréttir, því í fyrsta sinn voru fleiri konur en karlar á Alþingi. Víða voru fluttar fréttir af því að hér væri á ferð fyrsta þjóðþingið í Evrópu með kvenkynsmeirihluta. Eftir endurtalninguna snerist staðan við, þegar þrír karlar komu inn í staðinn fyrir þrjár konur. Hlutfall kvenna á þingi féll þá úr 52,3 prósentum niður í 47,6 prósent.
Kvennameirihlutanum afstýrt
Lenya Rún segir í samtali við Heimildina að það sé að vissu leyti grátbroslegt að hugsa til þess að þessari sögulegu niðurstöðu hafi verið afstýrt vegna endurtalningarnar, sérstaklega í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.
Athugasemdir (1)