Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
Formaður Kjartan Páll segist elska hafið út af lífinu og vill ekki að það sé tekið af honum eða öðrum Íslendingum.

Kjartan Páll Sveinsson er með doktorsgráðu í félagsfræði frá London School of Economics en keypti sér bát „og varð ástfanginn af hafinu“ og er nú formaður Strandveiðifélagsins. Hann segist ekki hafa sagt skilið við félagsfræðina því hann noti hana mikið í réttindabaráttu fyrir félagið. „Vegna þess að hún snýst að rosalega miklu leyti um að skoða hvernig valdaklíkur og elítur viðhalda sínum völdum. Þetta kemur sér vel í þessari baráttu því ég þekki trixin sem þau nota.“

Valdaklíkan, elítan, er í hans tilfelli „kvótakóngarnir“ sem hann segir „hata okkur eins og pestina“. „Þeir reyna að gera allt til þess að þessu kerfi verði bara lokað og það fært inn í kvótakerfið“ og á þá við félagslega kvótakerfið sem fær 5,3% af öllum kvóta og strandveiðimenn aðeins brot af því, sem þýðir að strandveiðimenn klára hann löngu áður en vertíð þeirra lýkur. Hann segir að undanfarin tvö ár hafi „potturinn“ sem …

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ólafur skrifaði
    https://youtu.be/XjypHTlfE5s?si=tpaFt58k0rHqBr3P
    0
  • ÁS
    Áslaug Sigurjónsdóttir skrifaði
    Þegar ég var að alast upp áttum við Íslendingar allan kvótann. Svo breyttist allt saman og þjóðin á ekki lengur fiskinn í sjónum heldur einhverjir vinir eins stjórnmálaflokks. Fyrir mér er þetta rán.
    4
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Strandveiðin á að vera óáreitt eins og áður fyrr á Íslandi,
    hún skaðar ekki lífríkið í hafinu eins og togarararnir.
    3
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Skila strandveiðimenn ekki meiru í ríkiskassann þar sem þeir eru, að ég held, ekki með skrifstofur á möltu eða öðrum skattaskjólum? Virðist alltaf vera eitthvað svoleiðis hneiksli í gangi hjá þessum kvótakóngum.
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Frjálsar-handfæraveiðar óháð annarri fiskveiðistjórn og allur fiskur seldur á fiskmarkaði.
    3
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Kjartan er greinilega réttur maður á réttum stað.
    6
  • Guðlaugur Jónasson skrifaði
    Nákævæmlega.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár