Kjartan Páll Sveinsson er með doktorsgráðu í félagsfræði frá London School of Economics en keypti sér bát „og varð ástfanginn af hafinu“ og er nú formaður Strandveiðifélagsins. Hann segist ekki hafa sagt skilið við félagsfræðina því hann noti hana mikið í réttindabaráttu fyrir félagið. „Vegna þess að hún snýst að rosalega miklu leyti um að skoða hvernig valdaklíkur og elítur viðhalda sínum völdum. Þetta kemur sér vel í þessari baráttu því ég þekki trixin sem þau nota.“
Valdaklíkan, elítan, er í hans tilfelli „kvótakóngarnir“ sem hann segir „hata okkur eins og pestina“. „Þeir reyna að gera allt til þess að þessu kerfi verði bara lokað og það fært inn í kvótakerfið“ og á þá við félagslega kvótakerfið sem fær 5,3% af öllum kvóta og strandveiðimenn aðeins brot af því, sem þýðir að strandveiðimenn klára hann löngu áður en vertíð þeirra lýkur. Hann segir að undanfarin tvö ár hafi „potturinn“ sem …
hún skaðar ekki lífríkið í hafinu eins og togarararnir.