Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
Formaður Kjartan Páll segist elska hafið út af lífinu og vill ekki að það sé tekið af honum eða öðrum Íslendingum.

Kjartan Páll Sveinsson er með doktorsgráðu í félagsfræði frá London School of Economics en keypti sér bát „og varð ástfanginn af hafinu“ og er nú formaður Strandveiðifélagsins. Hann segist ekki hafa sagt skilið við félagsfræðina því hann noti hana mikið í réttindabaráttu fyrir félagið. „Vegna þess að hún snýst að rosalega miklu leyti um að skoða hvernig valdaklíkur og elítur viðhalda sínum völdum. Þetta kemur sér vel í þessari baráttu því ég þekki trixin sem þau nota.“

Valdaklíkan, elítan, er í hans tilfelli „kvótakóngarnir“ sem hann segir „hata okkur eins og pestina“. „Þeir reyna að gera allt til þess að þessu kerfi verði bara lokað og það fært inn í kvótakerfið“ og á þá við félagslega kvótakerfið sem fær 5,3% af öllum kvóta og strandveiðimenn aðeins brot af því, sem þýðir að strandveiðimenn klára hann löngu áður en vertíð þeirra lýkur. Hann segir að undanfarin tvö ár hafi „potturinn“ sem …

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ólafur skrifaði
    https://youtu.be/XjypHTlfE5s?si=tpaFt58k0rHqBr3P
    0
  • ÁS
    Áslaug Sigurjónsdóttir skrifaði
    Þegar ég var að alast upp áttum við Íslendingar allan kvótann. Svo breyttist allt saman og þjóðin á ekki lengur fiskinn í sjónum heldur einhverjir vinir eins stjórnmálaflokks. Fyrir mér er þetta rán.
    4
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Strandveiðin á að vera óáreitt eins og áður fyrr á Íslandi,
    hún skaðar ekki lífríkið í hafinu eins og togarararnir.
    3
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Skila strandveiðimenn ekki meiru í ríkiskassann þar sem þeir eru, að ég held, ekki með skrifstofur á möltu eða öðrum skattaskjólum? Virðist alltaf vera eitthvað svoleiðis hneiksli í gangi hjá þessum kvótakóngum.
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Frjálsar-handfæraveiðar óháð annarri fiskveiðistjórn og allur fiskur seldur á fiskmarkaði.
    3
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Kjartan er greinilega réttur maður á réttum stað.
    6
  • Guðlaugur Jónasson skrifaði
    Nákævæmlega.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Segja svör Íslands hvorki viðunandi né í samræmi við raunveruleikann
6
Fréttir

Segja svör Ís­lands hvorki við­un­andi né í sam­ræmi við raun­veru­leik­ann

Hvít­þvott­ur, inni­halds­leysi og óvið­un­andi svör sem eru ekki í tengsl­um við raun­veru­leik­ann eru með­al þeirra orða sem Geð­hjálp not­uðu til að lýsa svör­um Ís­lands um geð­heil­brigð­is­mál í sam­ráðs­gátt. Inn­an stjórn­kerf­is­ins er unn­ið að drög­um að mið­ann­ar­skýrslu Ís­lands vegna alls­herj­ar­út­tekt­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna á stöðu mann­rétt­inda­mála.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
2
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár