Árið 2005 mun athafnamaðurinn og forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon hafa lent í tölvuvandræðum. Maður að nafni Steinþór Bjarni Grímsson kom og gerði við tölvuna hans. Hann vildi fá 31.125 krónur á þávirði greiddar fyrir þriggja tíma vinnu.
Ástþór hefur hins vegar þráast við að greiða Steinþóri og þvertekið fyrir að hann hafi unnið nokkuð fyrir sig. Reikningurinn er því enn ógreiddur tæpum tveimur áratugum síðar.
„Ég sendi honum reikninginn og hann bara hverfur,“ segir Steinþór í samtali við Heimildina. „Því hann kemur bara á fjögurra ára fresti til landsins. Þá næ ég ekkert í hann til að rukka þetta. Þetta er ekki það há upphæð – mér finnst bara leiðinlegt að gefa alveg eftir.“
Steinþór segir að fjárhæðin sem Ástþór skuldi sér sé um 85 þúsund krónur á gengi dagsins í dag. En það mun vera andvirði um þriggja tíma vinnu að núvirði. „Ég er ekkert að reikna dráttarvexti á þessu,“ …
Þú átt stuðning margra vísan, og kannski að þetta verði hvatning til annara sem eiga inni pening hjá Ástþóri til að stíga fram.
Þetta endar kannski í hópmálssókn.
Þess má geta eftir að þessi grein var skrifuð, að Gunnar hjá islandus.com hafði samband við mig á fimmtudaginn þann 11. og bar skilaboð á milli Ástþórs og mín í nokkrum símtölum. Þar bauðst Ástþór til að borga upphaflega reikninginn og ekkert annað. Gunnar bætti um betur og bauð 50.000 með VSK til þess að ljúka málinu en ég bauð honum á móti að það væri 50.000 plús VSK. Gunnar fór með það til Ástþórs en hann neitaði. Þannig standa málin í dag. Það kemur ekki nægilega skýrt fram í greininni en ég er með staðfestingu frá Ástþóri að hann ætlaði að borga reikninginn á sínum tíma og einnig hafði bókari hans sem er hætt núna, staðfest að ég ætti að senda reikninginn á Álftarborgir ehf. en ekki Frið 2000 eins og Ástþór gaf mér upphaflega upp en leiðrétti síðar. Gunnar sagði líka að Ástþór bað um að reikningurinn yrði stílaður á Íslandus núna síðast. Ég er búinn að senda alla söguna sem ég á í tölvupóstum á Ástþór, tvisvar sinnum fyrir nokkrum árum en hann er farinn að kalka. En sagan lengist.
Upphaflega hafði sameinginlegur kunningi okkar samband við mig vegna þess að strákur sem hafði verið að vinna fyrir Ástþór og kannski ekki fengið greitt, lokað og læst server sem Friður 2000 átti og rak upp í Vogarseli. Ég fór með þessum kunningja okkar upp í Vogasel og komst inn á serverinn og opnaði hann. Með ferðum og vinnu var þetta um 3 tímar. Á meðan drukku Ástþór og kunningi okkar kannski kaffi en ég gerði það ekki, ég drekk bara te.