Í september árið 96 ET var Rómarkeisarinn Domitíanus myrtur í höll sinni. Hann var stunginn til bana af óánægðum hirðmönnum, beinlínis hakkaður í spað. Hann var hvorki fyrsti né síðasti Rómarkeisarinn sem hlaut þau örlög að falla fyrir morðingjahendi en hið einkennilega var að með þessu subbulega morði hófst sjaldgæft skeið í sögu Rómaveldis.
Tímabil „hinna góðu keisara“. Samtals 84 ár af alveg einstökum innanlandsfriði og nær samfelldu góðæri. Og línuna lagði skelfingu lostinn gamall embættismaður sem var öllum að óvörum dubbaður upp til keisara að Domitíanusi látnum.
Marcus Cocceius Nerva.
Tímabilinu lauk svo þegar hinn grimmi og vitskerti Commodus náði völdum í Róm árið 180, keisarinn sem nú er helst kunnur sem ofsamennið á valdastóli í kvikmynd Ridley Scotts, Gladiator.
Í tilefni þess að í haust verður frumsýnd ný mynd Scotts um skylmingaþrælinn og Commodus ætla ég að fjalla á næstunni og með óreglulegu millibili um „góðu keisarana“ …
Athugasemdir