Öll er sagan flóknari en við héldum. Þau átök Palestínumanna og Ísraelsmanna sem nú hafa endað með skelfilegum árásum þeirra síðarnefndu á Gasa eru sannarlega ekki þau fyrstu sem eiga sér stað á svæðinu. Og jafnvel þótt athygli okkar nú eigi og hljóti að beinast fyrst og fremst að hryllingnum á Gasa þessa dagana, þá eru líka að berast fréttir af fornleifauppgreftri sem endurspeglar hve blóði drifin jörðin í Palestínu er frá fornu fari.
Íbúum útrýmt
Og á dögunum birti ísraelska blaðið Haaretz frétt sem endurspeglar ekki aðeins það, heldur líka önnur tíðindi úr iðrum jarðar og sem skipta okkur Íslendinga sérstöku máli.
Það gæti nefnilega verið svo að eldfjall á Íslandi hafi átt sinn ríka hátt í niðurbroti heillar musterisborgar í Palestínu fyrir um það bil 3.150 árum – og dauða, já, útrýmingu, allra íbúa þar.
Þar var þá að verki sjálf Hekla.
Enginn veit hvað þessi borg …
Athugasemdir