Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristrún hefur miklar áhyggjur af stöðu Samkeppniseftirlitsins

Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir van­fjár­mögn­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins gríð­ar­legt áhyggju­efni. Hún seg­ir að stjórn­völd beri mikla ábyrgð á þeirri nei­kvæðu um­ræðu sem hef­ur ver­ið áber­andi um starf­semi Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Sömu­leið­is hafi stjórn­völd fjár­svelt eft­ir­lit­ið sem kem­ur í veg fyr­ir að stofn­un­in geti sinn eft­ir­lits­hlut­verki sínu.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það liggja fyrir að umsvifamiklir aðilar hafi haft áhrif á umræðuna um Samkeppniseftirlitið

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur miklar áhyggjur af stöðu Samkeppniseftirlitsins (SKE) og þeirri neikvæðu umræðu sem hefur beinst að stofnuninni. 

Í nýjasta þætti Pressu ræddi Kristrún afstöðu og stefnu Samfylkingarinnar gagnvart ýmsum málum. Í viðtalinu var meðal annars rætt um ummæli stjórnenda opinberra eftirlitsstofnanna sem hafa lýst því hvernig sérhagsmunahópar og stórfyrirtæki hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir því að hafa áhrif á starfsemi umræddra stofnanna.

Í síðasta þætti Pressu sagði Páll Gunnarsson, forstjóri SKE, að á undanförnum árum hafi ýmsir hagsmunahópar, í gegnum eignarhald á fjölmiðlum og ítökum í stjórnmálum, unnið að því skerða getu SKE til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu.  

Í viðtalinu sagðist Kristrún hafa miklar áhyggjur af umræðunni um Samkeppniseftirlitið og telur hún stjórnvöld bera mikla ábyrgð á þeirri stöðu meðal annars vegna áralangrar vanfjármögnunar á stofnuninni. 

„Það hefur orðið samdráttur í fjárframlögum til Samkeppniseftirlitsins á undanförnum árum þrátt fyrir að umsvifin í hagkerfinu hafi aukist,“ segir Kristrún, sem gagnrýnir sömuleiðis þögn ríkisstjórnarflokkanna í þessari umræðu. 

Þetta megi glöggt sjá á þeirri takmörkuðu umræðu sem hafi átt sér stað á þingi og meðal ráðherra um rannsókn SKE á samráði skipafélaganna Eimskip og Samskip.

„Það hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum eftir að þessi niðurstaða kom varðandi Eimskip/Samskip, varðandi til dæmis kostnaðinn sem þetta hefur haft í för með sér.“

En samkvæmt nýlegri greiningu er ólöglegt samráð Eimskips og Samskips talið hafa kostað íslenskt samfélag 62 milljaða króna.

Hagsmunahópar vega að eftirlitsstofnunum 

Í viðtalinu tekur Kristrún undir með forstjóra SKE og segir ljóst að ákveðnir aðilar í samfélaginu hafi haft mikil áhrif á starfsemi eftirlitsins.

Í máli sínu nefnir Kristrún rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Eimskip, en á þeim tíma sem stofnunin rannsakaði félagið, hafði Eimskip kært eftirlitsaðgerðir SKE fjórtán sinnum. 

„Þarna sjáum við bara svart á hvítu hvað öflugt Samkeppniseftirlit skiptir ofboðslega miklu máli.“

Kristrún segist vilja innleiða löggjöf sem geri smærri fyrirtækjum og einstaklingum kleift að sækja sér skaðabætur í hópmálsóknum þegar slík sambærileg mál koma upp. 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér:

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár