Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Búrfellslundur innan áhrifasvæðis jökulhlaupa

Í verstu sviðs­mynd­um Veð­ur­stof­unn­ar varð­andi jök­ul­hlaup í kjöl­far elds­um­brota gæti Sult­ar­tanga­stífla brost­ið og áform­að vindorku­ver Lands­virkj­un­ar orð­ið fyr­ir áhrif­um af djúpu og straum­þungu vatni með mikl­um tjón­mætti.

Búrfellslundur innan áhrifasvæðis jökulhlaupa
Vindorka Tölvugerð mynd frá Landsvirkjun sem sýnir vindmyllur hins áformaða vindorkuvers að vetri. Mynd: Landsvirkjun

Vindorkuverið Búrfellslundur, sem Landsvirkjun áformar austan Sultartangavirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, er innan mögulegra áhrifasvæða jökulhlaupa vegna eldsumbrota undir Bárðarbungu, Köldukvíslarjökli og Sylgjujökli.

Á þetta bendir Veðurstofa Íslands í umsögn um tillögu að deiliskipulagi hins fyrirhugaða virkjunarsvæðis. Stofnunin segist hafa unnið  straumfræðilega líkanareikninga fyrir nokkrar mögulegar jökulhlaupasviðsmyndir. „Samkvæmt niðurstöðum reikninganna er möguleiki á að flóðvar í Sultartangastíflu, eða jafnvel stíflan sjálf bresti í verstu sviðsmyndum,“ segir í umsögninni. Áætlað uppbyggingarsvæði geti því farið á kaf „í djúpt og straumþungt vatn með miklum tjónmætti“. 

Möguleg jökulhlaup eru áætluð mun stærri en svo að afmarkaðir flóðfarvegir yfirfalls úr Sultartangalóni beri þau. 

Veðurstofan gerir sér grein fyrir því að virkjun vatnsorku í jökulám er í eðli sínu viðkvæm fyrir jökulhlaupum en bendir engu að síður á að áætluð staðsetning vindorkuvers á mögulegu áhrifasvæði jökulhlaupa fjölgi „orkufjöreggjum þjóðarinnar sem útsett eru fyrir sömu hættu“. Svo segir í umsögn stofnunarinnar: „Velta má fyrir sér hvort að minnka megi samfélagslega áhættu í orkumálum með því að sem fæstum orkuinnviðum stafi ógn af hverjum einum tilteknum náttúruváratburði.“

Sveitarfélagið Rangárþing ytra, sem auglýsti deiliskipulagið, fékk verkfræðistofuna Eflu til að svara framkomnum umsögnum. Efla leitaði aftur svara hjá Landsvirkjun sem segir marga flóðaútreikninga hafa verið gerða á framkvæmdasvæði Búrfellslundar. Hönnun verkefnisins taki mið af því að vindmyllurnar geti lent í straumvatni og eru hönnunarforsendur sagðar sérhannaðar með það í huga þar sem bæði er litið til veðurfarslegra flóða sem og jökulhlaupa.

Þó sé ekki litið til þeirra stærstu sem talin eru möguleg enda að mati Landsvirkjunar óraunhæft að hanna mannvirki sem standast flóð þar sem jörðin sjálf geti tekið umtalsverðum breytingum.

Þá taki  hönnunarforsendur vindmyllanna og tilheyrandi mannvirkja tillit til möguleika á stíflurofi og flóðvarsrofi. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vindorka á Íslandi

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.
Risar á ferð: Flöskuhálsar kalla á breytingar á vegum
SkýringVindorka á Íslandi

Ris­ar á ferð: Flösku­háls­ar kalla á breyt­ing­ar á veg­um

80 metra lang­ir vind­myllu­spað­ar eru lengstu íhlut­irn­ir sem munu fara um ís­lenska vega­kerf­ið ef af bygg­ingu vindorku­vera verð­ur hér á landi. Þess­ir for­dæma­lausu þunga­flutn­ing­ar kalla á styrk­ing­ar á brúm og veg­um, breyt­ing­ar á vega­mót­um og alls kon­ar til­fær­ing­ar aðr­ar. Flytja yrði inn sér­staka flutn­inga­bíla til verks­ins og loka veg­um fyr­ir ann­arri um­ferð enda ekki dag­legt brauð að aka með fyr­ir­bæri á pari við hæð Hall­gríms­kirkjut­urns um þjóð­vegi lands­ins.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra ræðst í frumkvæðisathugun á fyrirhuguðu vindorkuveri
FréttirVindorka á Íslandi

Sveit­ar­stjórn Rangár­þings ytra ræðst í frum­kvæðis­at­hug­un á fyr­ir­hug­uðu vindorku­veri

Byggð­ar­ráð Rangár­þings ytra ákvað í gær að fela sveit­ar­stjóra að leggja mats­spurn­ing­ar fyr­ir Lands­virkj­un, ým­is ráðu­neyti og stofn­an­ir sem koma að upp­bygg­ingu vindorku­vers sem til stend­ur að byggja í sveit­ar­fé­lag­inu. Eggert Val­ur Guð­munds­son, odd­viti sveit­ar­stjórn­ar, seg­ir nauð­syn­legt að fá svör við spurn­ing­un­um áð­ur en fram­kvæmda­leyfi fyr­ir vindorku­garð­in­um er gef­ið út.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár