Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gagnrýni á Samkeppniseftirlitið hafi breyst með eignarhaldi fjölmiðla

For­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins seg­ir að breytt eign­ar­hald fjöl­miðla hafi haft áhrif á gagn­rýni í garð eft­ir­lits­ins. Hann seg­ir að stærstu og öfl­ug­ustu fyr­ir­tæk­in séu gagn­rýn­ust á SKE. Það séu þau sem hafi sterk­ustu rödd­ina, eigi stund­um fjöl­miðla og hafi best­an að­gang að stjórn­mála­mönn­um.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins (SKE), segir að gagnrýni í garð SKE hafi óneitanlega breyst með breytingum á fjölmiðlum og eignarhaldi þeirra. „Það er ekki hægt að varpa neinni fjöður yfir það,“ segir hann. Páll Gunnar var viðmælandi Helga Seljan í nýjasta þætti Pressu á föstudag. 

„Maður verður að ætla að fyrirtæki sem eignast fjölmiðla – hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar hafi einhverja ástæðu til þess,“ segir Páll Gunnar. Hann nefnir að almennt sé rekstur fjölmiðla ekki talinn vera mjög arðbær starfsemi. „Þá geta menn held ég gefið sér það að það séu einhverjir aðrir hagsmunir uppi, eins og til dæmis að halda hagsmunum viðkomandi fyrirtækja á lofti. En það er auðvitað ekkert hægt að alhæfa í því.“

Sjónarmið stórfyrirtækja séu einnig áberandi þegar það kemur að stjórnmálunum. „Rödd þeirra stóru sterku hefur mjög mikið vægi í starfi Alþingis. Einfaldlega vegna þess að hinar raddirnar eru …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞÓ
    Þórarinn Ólafsson skrifaði
    Er áskrifandi að Heimildinni og áður Kjarnanum en fæ ítrekað ekki aðgang að greinum ritsins … hef reyndar kvartað áður vegna þessa. Ansi hvimleitt og er ehv. skýring á þessu ?
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    ,,Kapítalismi án samkeppni er arðrán - fjárplógsstarfsemi". Kapítalismi þrífst ekki nema í offramleiðslu og ofneyslu. Það er stæðsta ástæða stríðsrekstrar í heiminum með þjóðrembu og trúarbragða ívafi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár