Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gagnrýni á Samkeppniseftirlitið hafi breyst með eignarhaldi fjölmiðla

For­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins seg­ir að breytt eign­ar­hald fjöl­miðla hafi haft áhrif á gagn­rýni í garð eft­ir­lits­ins. Hann seg­ir að stærstu og öfl­ug­ustu fyr­ir­tæk­in séu gagn­rýn­ust á SKE. Það séu þau sem hafi sterk­ustu rödd­ina, eigi stund­um fjöl­miðla og hafi best­an að­gang að stjórn­mála­mönn­um.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins (SKE), segir að gagnrýni í garð SKE hafi óneitanlega breyst með breytingum á fjölmiðlum og eignarhaldi þeirra. „Það er ekki hægt að varpa neinni fjöður yfir það,“ segir hann. Páll Gunnar var viðmælandi Helga Seljan í nýjasta þætti Pressu á föstudag. 

„Maður verður að ætla að fyrirtæki sem eignast fjölmiðla – hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar hafi einhverja ástæðu til þess,“ segir Páll Gunnar. Hann nefnir að almennt sé rekstur fjölmiðla ekki talinn vera mjög arðbær starfsemi. „Þá geta menn held ég gefið sér það að það séu einhverjir aðrir hagsmunir uppi, eins og til dæmis að halda hagsmunum viðkomandi fyrirtækja á lofti. En það er auðvitað ekkert hægt að alhæfa í því.“

Sjónarmið stórfyrirtækja séu einnig áberandi þegar það kemur að stjórnmálunum. „Rödd þeirra stóru sterku hefur mjög mikið vægi í starfi Alþingis. Einfaldlega vegna þess að hinar raddirnar eru …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞÓ
    Þórarinn Ólafsson skrifaði
    Er áskrifandi að Heimildinni og áður Kjarnanum en fæ ítrekað ekki aðgang að greinum ritsins … hef reyndar kvartað áður vegna þessa. Ansi hvimleitt og er ehv. skýring á þessu ?
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    ,,Kapítalismi án samkeppni er arðrán - fjárplógsstarfsemi". Kapítalismi þrífst ekki nema í offramleiðslu og ofneyslu. Það er stæðsta ástæða stríðsrekstrar í heiminum með þjóðrembu og trúarbragða ívafi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár