Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir skilið við boltann og sameinar hin áhugamálin: Löggæslu og sjóinn

Klara Bjart­marz hef­ur sagt skil­ið við KSÍ og hóf störf hjá stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar í dag. Hún úti­lok­ar ekki að snúa aft­ur í knatt­spyrnu­hreyf­ing­una. „Hver veit hvað fram­tíð­in ber í skauti sér?“

Segir skilið við boltann og sameinar hin áhugamálin: Löggæslu og sjóinn
Frá KSÍ til gæslunnar Klara Bjartmarz vann sinn síðasta vinnudag hjá KSÍ eftir 30 ár í starfi á hlaupársdag. Við tekur nýtt starf hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þar sem hún sameinar hin áhugamálin tvö: Löggæslu og sjóinn. Mynd: Golli

Síðasti vinnudagur Klöru Bjartmarz hjá Knattspyrnusambandi Íslands var í gær, fimmtudag. Þar með lýkur 30 ára starfsferli hennar hjá KSÍ. En hún útilokar ekki að snúa aftur. Fótboltinn, og það sem knattspyrnuhreyfingin stendur fyrir, er henni mjög kær. „Frá unga aldri hef ég verið hluti af knattspyrnuhreyfingunni og ég held að ég muni vera það á einhvern hátt áfram,“ segir Klara. 

KSÍ greindi frá því í janúar að Klara ætlaði að láta af störfum í lok febrúar að eigin frumkvæði. Ástæðan var spennandi atvinnuauglýsing sem Klara rakst á hjá Landhelgisgæslu Íslands, sem henni finnst spennandi vinnustaður. Klara ákvað að uppfæra ferilskrána, sem hafði staðið óhreyfð í 30 ár. „Svo bara trítlaði það sína leið og mér var boðið starf. Ég ákvað að prufa hvort það væri líf utan fótboltans.“ Sú vegferð hófst í dag þegar Klara mætti til starfa í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. „Ég mæti galvösk og tek því sem að höndum ber. Ég hef alltaf haft áhuga á því sem snýr að sjónum. Ég er kajakræðari.“ Með nýja starfinu nær Klara að sameina hin tvö áhugamálin, það er þau sem ekki snúa að fótbolta, nefnilega sjóinn og löggæslu. „Ég þekki vel til stranda landsins og það er tilhlökkunarefni að fara að snúa sér að því.“

Margt hefur breyst innan knattspyrnuhreyfingarinnar á þeim 30 árum sem Klara hefur starfað innan hennar. „Það er bylting í öllu starfi, starfsmannafjölda, tækjum og tólum. Þegar ég byrjaði héldum við að internetið væri tískubóla þegar við vorum að skipuleggja fyrstu mótin sem fóru á netið. Eina sem hefur ekki breyst er hvernig fótboltinn er spilaður, 11 á móti 11.“

„Þegar ég byrjaði héldum við að internetið væri tískubóla“

Óhætt er að fullyrða að gustað hafi um KSÍ síðustu ár, í formannstíð Guðna Bergssonar, og hvernig tekið var á frásögnum af kynferðisofbeldi og áreitni landsliðsmanna í knattspyrnu eftir að þær komu upp á yfirborðið. Klara segir margt óuppgert í þeim efnum. „Það á eftir að fara betur yfir heildina. Síðustu vikur hafa farið í það að einbeita mér að því að klára hluti eins og ársþingið. Það var stórt og það var erfitt,“ segir Klara, sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um þennan tíma hjá KSÍ. 

Staða framkvæmdastjóra var auglýst í byrjun febrúar. Þáverandi stjórn ákvað að hefja ráðningarferlið en það verður í höndum nýs formanns KSÍ að ráða nýjan framkvæmdastjóra. Þorvaldur Örlygsson var kjörinn á nýafstöðnu ársþingi KSÍ þar sem hann hafði betur gegn Guðna Bergssyni, fyrrverandi formanni, og Vigni Má Þormóðssyni. Það verður því í höndum Þorvaldar og nýrrar stjórnar að ráða nýjan framkvæmdastjóra. Umsóknarfrestur rann út í vikunni og umsóknirnar eru „þó nokkrar“ að sögn Klöru. 

Þótt Klara sé hætt sem framkvæmdastjóri útilokar hún ekki að starfa aftur innan knattspyrnuhreyfingarinnar. „Ég geri nú ráð fyrir því að mæta á völlinn næsta sumar og vonandi fæ ég tækifæri til að taka þátt í starfinu í íþróttahreyfingunni í heild. Ég hef mikinn áhuga á fótbolta, íþróttum og jafnréttismálum í íþróttum. Ég ætla nú ekki að anda ofan í hálsmálið á eftirmanni mínum eða -konu en ég mun vera til stuðnings og ráðgjafar eins og við verður komið. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér?“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár