Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það er svo sjúkt að þetta snúist um peninga“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Al­ex­and­er Jarl stefn­ir á að fara út til Egypta­lands til þess að koma ömmu sinni, barn­ung­um frænd­systkin­um og for­eldr­um þeirra út af Gaza­svæð­inu. En það er kostn­að­ar­samt og því þarf hann fyrst að safna nokkr­um millj­ón­um króna. Til þess hef­ur Al­ex­and­er hóað sam­an nokkr­um af vin­sæl­ustu hipp hopp tón­list­ar­mönn­um lands­ins og munu þeir halda tón­leika í Iðnó á laug­ar­dag­inn.

„Það er svo sjúkt að þetta snúist um peninga“
Tónlistarmaður Alexander Jarl gerir nú hvað hann getur til þess að koma fjölskyldu sinni út af Gazasvæðinu. Mynd: Þórdís Reynis

Alexander Jarl Abu-Samrah var að skruna niður Instagram. Þar birtust stutt myndbönd: Eitt af barni að detta á hjóli, annað úr uppskriftaþætti, og svo myndband af karlmanni sem var skotinn í höfuðið. Alexander brá í brún. Þeir báru sama eftirnafn. 

„Er þetta einn af okkur?“ spurði Alexander föðurbróður sinn sem er frá Gaza en býr í Bandaríkjunum. 

„Já,“ svaraði hann. 

Þetta var myndband af ungum frænda þeirra sem hafði verið drepinn í stigvaxandi árásum Ísraelshers á Gazasvæðið. 

„Með hverjum svona atburði drepst einhver smá partur innan í manni,“ segir Alexander Jarl. 

Alinn upp í Vesturbæ en á sterk tengsl við Gaza

Hann er fæddur á Landspítala og alinn upp í Vesturbænum og hefur því aldrei lifað við stríðsástand. En faðir hans er frá norður Gaza og Alexander á því nána fjölskyldu sem er stödd á Gazasvæðinu. Fjölskyldan er þó ekki nægilega skyld honum til þess að hann geti sótt um dvalarleyfi fyrir þau á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hann hélt því að það væri lítið sem hann gæti gert, alveg þangað til hann sá íslenska sjálfboðaliða ná að koma fólki út af Gaza. Þá kviknaði hjá honum von. Kannski gæti hann gert slíkt hið sama. 

Til þess að koma fólki út af Gaza þurfa aðstandendur eða aðrir að greiða sérstökum þjónustuaðila fyrir að koma þeim þaðan, þúsundir Bandaríkjadala á mann.

„Það er svo sjúkt að þetta snúist um peninga,“ segir Alexander. 

Hann stefnir á að koma þremur fullorðnum – ömmu sinni, föðurbróður og eiginkonu hans – og fimm börnum út af svæðinu. Til þess að fjármagna það hóaði Alexander í kollega sína í rapp og hipp-hopp senunni sem ætla að gefa vinnu sína á tónleikum í Iðnó næsta laugardagskvöld, 24. febrúar. Eigendur Iðnó veittu tónlistarmönnunum sömuleiðis húsnæðið að kostnaðarlausu og eru fleiri sem koma að tónleikunum, meðal annars ljósamaður og hljóðmaður, sem sýna fjölskyldu Alexanders samstöðu með því gefa sína vinnu. 

Eftirnafnið skiptir ekki öllu

„Ég ætla að fara [til Egyptalands] eða koma fjármununum á réttan stað jafnvel þó að ég safni minna en ég þarf og koma þá bara einhverjum af börnunum út,“ segir Alexander. Hann myndi vilja koma fleiri ættingjum sínum frá Gaza, til að mynda föðursystur sinni og börnum hennar, en þau eiga ekki vegabréf.

„Það er hálfdauðadæmt bókstaflega,“ segir Alexander Jarl. 

Hann lendir enn reglulega í því að sjá fréttir af því á samfélagsmiðlum að fólk sem er með sama ættarnafn og hann hafi verið drepið á Gazasvæðinu. 

„Ég nenni ekki einu sinni að spyrja að því lengur hvort þetta sé fjölskylda eða ekki. Það breytir ekki öllu því þetta er allt fólk,“ segir Alexander Jarl.

Miða á tónleikana má nálgast hér

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Já og eiga svo fátækir Íslendingar að halda þessu liði uppi????
    -12
    • Thorgerdur Sigurdardottir skrifaði
      Nei alls ekki.. en aftur à mòti þà fara flòttamenn yfirleitt fljòtt ì vinnu . Sjùkrastofnanir og elliheimili à ìslandi er haldiđ uppi af erlendu vinnuafli . Vissirđu þađ ekki?
      18
    • Ásta Jensen skrifaði
      Og svo er verið að krefja okkur um að borga þau út með því að ríkið sjái um það. Er ekki nóg að þau séu komin með dvalarleyfi? Þarf að sækja þau líka? Afhverju sækja þau ekki sjálf?
      -10
    • Katrin Hardardottir skrifaði
      Ásta, ef diplómatísk leið er farin þarf ekki að borga þessar upphæðir, það hefur komið fram í fréttum. Og Kalla, það má sjá tölur hjá Hagstofunni sem sýna svart á hvítu að atvinnuþátttaka útlendinga er mun meiri en innfæddra og því borga þeir margfalt til baka til samfélagsins. „Þetta lið“ heldur sér uppi sjálft.
      8
    • Steinunn Harðardóttir skrifaði
      Heldurðu að fólk frá öðrum löndum kunni ekki að vinna? og þó svo íslendingar þurfi að hjálpa öðrum manneksjum, jafnvel með peningum, þá er það þess virði. Reynum að hugsa aðeins lengra en bara útfrá þjóðerni. Allir ættu að hjálpast að - eða það finnst mér
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár