Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
Skilur niðurlægingu stjórnvalda Sema Erla Serdoglu segist vel skilja þá miklu niðurlægingu sem stjórnvöld upplifi þegar íslenskir sjálfboðaliðar hafa komið 20 palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza og til Íslands og skráð hátt í 50 í viðbót til þess að fara yfir landamærin frá Gaza til Egyptalands á næstu dögum þegar íslensk stjórnvöld hafi gert slíkt hið sama fyrir núll einstaklinga á sama tíma. Mynd: Davíð Þór

„Við höfum ítrekað greint frá því þegar við erum spurð að við erum ekki að greiða mútur og að við höfum kvittanir fyrir allri þeirri þjónustu sem við höfum greitt fyrir. Það vita þessir ráðherrar og þingmenn vel en halda þó áfram herferð sinni gagnvart almennum borgurum sem ekkert hafa af sér gert, nema kannski særa egóið þeirra!?“ Þetta segir Sema Erla Serdaroglu, stofnandi og forseti Solaris samtakanna og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, í stöðuuppfærslu á Facebook í gærkvöldi.

Tilefni færslunnar eru yfirlýsingar þingmanna um að þeir einstaklingar sem hafa dvalið í Miðausturlöndum og hjálpað palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza til Íslands séu að greiða mútur.

Á meðal þeirra sem hafa haldið þessu fram er Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann sagði í samtali við Heimildina í gær að hann hefði heyrt það að Egyptar krefjist greiðslna upp á 750 þúsund krónur fyrir fullorðna og 350 þúsund fyrir börn gegn því að hleypa fólki yfir landamærin frá Gaza. „Ég fékk þessar upplýsingar frá fólki sem starfar þarna niður frá. Ég get ekki gefið upp hverjir það eru. Ég hef heyrt hærri tölur líka.“ Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld mættu ekki greiða landamæravörðum í Egyptalandi með slíkum hætti, því það væri einhvers konar lögbrot eða mútugreiðslur svaraði Birgir því játandi. Það væri meginástæðan fyrir því að diplómatar utanríkisþjónustunnar sem eru á svæðinu eru geti ekki gert það sama og íslenskir sjálfboðaliðar sem komið hafa fólki yfir landamærin í Rafah.

„Það sem utanríkisráðherra og skósveinar hans vilja að við séum að gera“

Sema segir í færslunni að það sé „alveg gjörsamlega sturlað að fylgjast með ráðherrum í ríkisstjórn Íslands og stofnunum þeirra sem og Alþingisfólki leggja sig markvisst fram við að sverta mannorð almennra borgara með því að ýja ítrekað að því að við sem erum í sjálfboðaliðavinnu við að reyna að koma fólki undan þjóðarmorði í Palestínu séum að brjóta af okkur og jafnvel fremja lögbrot í viðleitni okkar til að koma fólki undan þjóðernishreinsunum.

Fjöldi þingfólks, sérstaklega þingfólk Sjálfstæðisflokksins, og annað áhrifafólk tengt flokknum, hafi nú vikum saman haldið því fram, beint eða óbeint, að þeir einstaklingar sem séu í sjálfboðavinnu fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við að koma palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza og til Íslands séu að greiða mútur. „Þó slíkar ásakanir séu að sjálfsögðu ekki svaraverðar, sérstaklega þegar þær koma frá þingmönnum sem hafa gerst sekir um að dreifa ísraelskum stríðsáróðri og falsfréttum á Alþingi, þá fer mikil orka í að svara ítrekað fyrir slíkar ásakanir, sem er einmitt það sem utanríkisráðherra og skósveinar hans vilja að við séum að gera.“

Hún snýr sér svo að fréttatilkynningu sem utanríkisráðuneytið, sem stýrt er af Bjarna Benediktssyni, sendi frá sér í gær. Þar sagði meðal annars: „Fyrir liggur að íslensk stjórnvöld munu eingöngu vinna eftir löglegum diplómatískum leiðum og fylgja þeim ferlum sem ísraelsk og egypsk stjórnvöld gera kröfu um. Ekki er því unnt á þessum tímapunkti að fullyrða frekar um tímalínu málsins, en áfram verða veittar upplýsingar um framvinduna hér á vef ráðuneytisins.“

Árás valdhafa gegn almennum borgurum

Sema segir að í þessum hluta tilkynningarinnar sé ýjað sterklega að því að sá hópur sem hafi verið að koma palestínsku fólki sem er þegar komið með dvalarleyfi á Íslandi yfir landamærin til Egyptalands séu að gera það með ólöglegum hætti. „Hvers konar slíkar árásir (já ég sagði árás) valdhafa gegn almennum borgurum eru einungis þeim til minnkunar. Við höfum ítrekað greint frá því þegar við erum spurð að við erum ekki að greiða mútur og að við höfum kvittanir fyrir allri þeirri þjónustu sem við höfum greitt fyrir. Það vita þessir ráðherrar og þingmenn vel en halda þó áfram herferð sinni gagnvart almennum borgurum sem ekkert hafa af sér gert, nema kannski særa egóið þeirra!?“

Hún segist vel skilja þá miklu niðurlægingu sem stjórnvöld upplifi þegar íslenskir sjálfboðaliðar hafa komið 20 palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza og til Íslands og skráð hátt í 50 í viðbót til þess að fara yfir landamærin frá Gaza til Egyptalands á næstu dögum þegar íslensk stjórnvöld hafi gert slíkt hið sama fyrir núll einstaklinga á sama tíma. „Við ásakanir um lögbrot verður þó ekki unað!“

Kjósa
81
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Hanna Þorgrímsdóttir skrifaði
  Frábært framtak hjá henni og hennar fólki....
  4
 • Árni Guðnýar skrifaði
  Mér hefur sínst Sema & félagar einfær um að sverta mannorð sitt og okkar sem ekkert viljum með þetta hafa ,enn bráðum kemur betri tíð með
  -11
 • Grétar Reynisson skrifaði
  Var Bjarni ekki 3-4 vikur að finna símtólið þegar liðka átti til við björgun fólks frá Gaza ?
  Blessaður ráðherrann var sneggri að rífa upp símann þegar hann lokaði á fjárframlögin til UNWRA. Og nú berast fregnir af því að börn hafi dáið úr þorsta og vannæringu á sjúkrahúsum norðanvert á Gaza.
  En það þarf víst að forgangsraða við flókin og erfið mál. Þetta veit Bjarni 😶
  11
 • Ólafur Garðarsson skrifaði
  Flott hjá Semu Erlu og félögum að koma fólki frá Gaza og sýna svo um munar að Íslensk stjórnvöld hafa engan áhuga á öðru en sýnast vera að gera eitthvað en að tjaldabaki vilja þau að umræddir einstaklingar verði vígvél Ísrael að bráð. Það er deginum ljósara að þessi stjórnvöld hér styðja þau þjóðarmorð sem nú eiga sér stað. Sjaldan hafa stjórnvöld hér lagst eins lágt og nú þegar þau styðja í reynd við þá satanísku stefnu sem Ísrael fylgir gagnvart palestínumönnum.
  10
 • JÖLA
  Jón Örn Loðmfjörð Arnarson skrifaði
  Eru ekki fulltrúar Bjarna-bandalagsins uppteknir í Dauða hafinu, sér til heilsubótar?
  Það kostar jú sitt.
  0
 • Magnús Mörður Gígja skrifaði
  Bíðið bara þetta er rétt að byrja, það sem gerist næst er að ELÍTAN fer að kalla þegna lansins "SKÆRULIÐA" og það þurfi að koma böndum á okkur, með lagasetningum, þar sem þeir fá tæki til að þagga niður frjálsan og óháðan fréttaflutning og persónulegar skoðanir.
  7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.
Þórunn sakar utanríkisráðuneytið um sýndarviðbragð
FréttirFöst á Gaza

Þór­unn sak­ar ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið um sýnd­ar­við­bragð

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að ein­hvers kon­ar sýnd­ar­við­bragð væri um að ræða í mál­efn­um dval­ar­leyf­is­haf­anna á Gaza í störf­um þings­ins í dag. Jakob Frí­mann Magnús­son, þing­mað­ur Flokks fólks­ins, seg­ir að beð­ið sé svara frá Ísra­el­um um hvað megi og megi ekki gera.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu