Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
Skilur niðurlægingu stjórnvalda Sema Erla Serdoglu segist vel skilja þá miklu niðurlægingu sem stjórnvöld upplifi þegar íslenskir sjálfboðaliðar hafa komið 20 palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza og til Íslands og skráð hátt í 50 í viðbót til þess að fara yfir landamærin frá Gaza til Egyptalands á næstu dögum þegar íslensk stjórnvöld hafi gert slíkt hið sama fyrir núll einstaklinga á sama tíma. Mynd: Davíð Þór

„Við höfum ítrekað greint frá því þegar við erum spurð að við erum ekki að greiða mútur og að við höfum kvittanir fyrir allri þeirri þjónustu sem við höfum greitt fyrir. Það vita þessir ráðherrar og þingmenn vel en halda þó áfram herferð sinni gagnvart almennum borgurum sem ekkert hafa af sér gert, nema kannski særa egóið þeirra!?“ Þetta segir Sema Erla Serdaroglu, stofnandi og forseti Solaris samtakanna og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, í stöðuuppfærslu á Facebook í gærkvöldi.

Tilefni færslunnar eru yfirlýsingar þingmanna um að þeir einstaklingar sem hafa dvalið í Miðausturlöndum og hjálpað palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza til Íslands séu að greiða mútur.

Á meðal þeirra sem hafa haldið þessu fram er Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann sagði í samtali við Heimildina í gær að hann hefði heyrt það að Egyptar krefjist greiðslna upp á 750 þúsund krónur fyrir fullorðna og 350 þúsund fyrir börn gegn því að hleypa fólki yfir landamærin frá Gaza. „Ég fékk þessar upplýsingar frá fólki sem starfar þarna niður frá. Ég get ekki gefið upp hverjir það eru. Ég hef heyrt hærri tölur líka.“ Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld mættu ekki greiða landamæravörðum í Egyptalandi með slíkum hætti, því það væri einhvers konar lögbrot eða mútugreiðslur svaraði Birgir því játandi. Það væri meginástæðan fyrir því að diplómatar utanríkisþjónustunnar sem eru á svæðinu eru geti ekki gert það sama og íslenskir sjálfboðaliðar sem komið hafa fólki yfir landamærin í Rafah.

„Það sem utanríkisráðherra og skósveinar hans vilja að við séum að gera“

Sema segir í færslunni að það sé „alveg gjörsamlega sturlað að fylgjast með ráðherrum í ríkisstjórn Íslands og stofnunum þeirra sem og Alþingisfólki leggja sig markvisst fram við að sverta mannorð almennra borgara með því að ýja ítrekað að því að við sem erum í sjálfboðaliðavinnu við að reyna að koma fólki undan þjóðarmorði í Palestínu séum að brjóta af okkur og jafnvel fremja lögbrot í viðleitni okkar til að koma fólki undan þjóðernishreinsunum.

Fjöldi þingfólks, sérstaklega þingfólk Sjálfstæðisflokksins, og annað áhrifafólk tengt flokknum, hafi nú vikum saman haldið því fram, beint eða óbeint, að þeir einstaklingar sem séu í sjálfboðavinnu fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við að koma palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza og til Íslands séu að greiða mútur. „Þó slíkar ásakanir séu að sjálfsögðu ekki svaraverðar, sérstaklega þegar þær koma frá þingmönnum sem hafa gerst sekir um að dreifa ísraelskum stríðsáróðri og falsfréttum á Alþingi, þá fer mikil orka í að svara ítrekað fyrir slíkar ásakanir, sem er einmitt það sem utanríkisráðherra og skósveinar hans vilja að við séum að gera.“

Hún snýr sér svo að fréttatilkynningu sem utanríkisráðuneytið, sem stýrt er af Bjarna Benediktssyni, sendi frá sér í gær. Þar sagði meðal annars: „Fyrir liggur að íslensk stjórnvöld munu eingöngu vinna eftir löglegum diplómatískum leiðum og fylgja þeim ferlum sem ísraelsk og egypsk stjórnvöld gera kröfu um. Ekki er því unnt á þessum tímapunkti að fullyrða frekar um tímalínu málsins, en áfram verða veittar upplýsingar um framvinduna hér á vef ráðuneytisins.“

Árás valdhafa gegn almennum borgurum

Sema segir að í þessum hluta tilkynningarinnar sé ýjað sterklega að því að sá hópur sem hafi verið að koma palestínsku fólki sem er þegar komið með dvalarleyfi á Íslandi yfir landamærin til Egyptalands séu að gera það með ólöglegum hætti. „Hvers konar slíkar árásir (já ég sagði árás) valdhafa gegn almennum borgurum eru einungis þeim til minnkunar. Við höfum ítrekað greint frá því þegar við erum spurð að við erum ekki að greiða mútur og að við höfum kvittanir fyrir allri þeirri þjónustu sem við höfum greitt fyrir. Það vita þessir ráðherrar og þingmenn vel en halda þó áfram herferð sinni gagnvart almennum borgurum sem ekkert hafa af sér gert, nema kannski særa egóið þeirra!?“

Hún segist vel skilja þá miklu niðurlægingu sem stjórnvöld upplifi þegar íslenskir sjálfboðaliðar hafa komið 20 palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza og til Íslands og skráð hátt í 50 í viðbót til þess að fara yfir landamærin frá Gaza til Egyptalands á næstu dögum þegar íslensk stjórnvöld hafi gert slíkt hið sama fyrir núll einstaklinga á sama tíma. „Við ásakanir um lögbrot verður þó ekki unað!“

Kjósa
81
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hanna Þorgrímsdóttir skrifaði
    Frábært framtak hjá henni og hennar fólki....
    4
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Mér hefur sínst Sema & félagar einfær um að sverta mannorð sitt og okkar sem ekkert viljum með þetta hafa ,enn bráðum kemur betri tíð með
    -11
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Var Bjarni ekki 3-4 vikur að finna símtólið þegar liðka átti til við björgun fólks frá Gaza ?
    Blessaður ráðherrann var sneggri að rífa upp símann þegar hann lokaði á fjárframlögin til UNWRA. Og nú berast fregnir af því að börn hafi dáið úr þorsta og vannæringu á sjúkrahúsum norðanvert á Gaza.
    En það þarf víst að forgangsraða við flókin og erfið mál. Þetta veit Bjarni 😶
    11
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Flott hjá Semu Erlu og félögum að koma fólki frá Gaza og sýna svo um munar að Íslensk stjórnvöld hafa engan áhuga á öðru en sýnast vera að gera eitthvað en að tjaldabaki vilja þau að umræddir einstaklingar verði vígvél Ísrael að bráð. Það er deginum ljósara að þessi stjórnvöld hér styðja þau þjóðarmorð sem nú eiga sér stað. Sjaldan hafa stjórnvöld hér lagst eins lágt og nú þegar þau styðja í reynd við þá satanísku stefnu sem Ísrael fylgir gagnvart palestínumönnum.
    10
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Eru ekki fulltrúar Bjarna-bandalagsins uppteknir í Dauða hafinu, sér til heilsubótar?
    Það kostar jú sitt.
    0
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Bíðið bara þetta er rétt að byrja, það sem gerist næst er að ELÍTAN fer að kalla þegna lansins "SKÆRULIÐA" og það þurfi að koma böndum á okkur, með lagasetningum, þar sem þeir fá tæki til að þagga niður frjálsan og óháðan fréttaflutning og persónulegar skoðanir.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.
Þórunn sakar utanríkisráðuneytið um sýndarviðbragð
FréttirFöst á Gaza

Þór­unn sak­ar ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið um sýnd­ar­við­bragð

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að ein­hvers kon­ar sýnd­ar­við­bragð væri um að ræða í mál­efn­um dval­ar­leyf­is­haf­anna á Gaza í störf­um þings­ins í dag. Jakob Frí­mann Magnús­son, þing­mað­ur Flokks fólks­ins, seg­ir að beð­ið sé svara frá Ísra­el­um um hvað megi og megi ekki gera.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
10
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár