Mynd 2:
Hvað kallast svona köttur?
- Anna Fanney Kristinsdóttir vann fyrir viku keppni eina. Hvaða keppni var það?
- Eftir stúdentspróf 1970 var Davíð Oddsson í tvö ár skrifstofustjóri við kunna menningarstofnun. Hver var sú?
- Hvað hét á ensku lagið sem Jóhanna Guðrún söng er hún náði öðru sæti í Eurovision?
- Í hvaða borg fór keppnin þá fram?
- Hvaða heimspekingur skrifaði um 1820 fræga bók sem nefnist á íslensku Heimurinn sem vilji og hugmynd (eða ímynd)?
- Í hvaða landi nýtur hægriflokkurinn AfD vaxandi fylgis?
- Hvar var „gamla gasstöðin“ í Reykjavík?
- Hver söng fyrst lag um stöð þessa?
- Torfhildur Hólm var brautryðjandi meðal íslenskra kvenna um 1900. Hvað fékkst hún við?
- Hvaða samtök leiðir Sigríður Margrét Oddsdóttir?
- Með hvaða fótboltaliði leikur hann Jude Bellingham?
- Í hvaða heimsálfu eru flest sjálfstæð ríki?
- Travis Kelce er íþróttamaður sem er þó kunnastur fyrir annað en íþróttaiðkun. Hvað er það?
- Í hvaða heimsálfu búa vambar eða wombats?
- Grindavík, Hafnir, Keflavík, Njarðvíkur, Sandgerði, Vogar. Þetta eru sex af sjö þéttbýlisstöðum á Suðurnesjum. Hver er sá sjöundi?
Svör við myndaspurningum:
Bryndís Haraldsdóttir heitir konan. Kötturinn er persneskur.
Svör við almennum spurningum:
1. Idol. — 2. Leikfélag Reykjavíkur. — 3. Is it true? — 4. Moskvu. — 5. Schopenhauer. — 6. Þýskalandi. — 7. Við Hlemm. — 8. Megas. — 9. Ritstörf. — 10. Samtök atvinnulífsins. — 11. Real Madrid. — 12. Afríku. — 13. Hann er kærasti Taylor Swift. — 14. Eyjaálfu. Ástralía dugar líka. — 15. Garður.
Athugasemdir (1)