Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hver er konan á myndinni? — og 16 aðrar spurningar!

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 16. fe­brú­ar.

Hver er konan á myndinni? — og 16 aðrar spurningar!
Mynd 1: Hvað heitir þessi þingmaður?

Mynd 2:

Hvað kallast svona köttur?

  1. Anna Fanney Kristinsdóttir vann fyrir viku keppni eina. Hvaða keppni var það?
  2. Eftir stúdentspróf 1970 var Davíð Oddsson í tvö ár skrifstofustjóri við kunna menningarstofnun. Hver var sú? 
  3. Hvað hét á ensku lagið sem Jóhanna Guðrún söng er hún náði öðru sæti í Eurovision?
  4. Í hvaða borg fór keppnin þá fram?
  5. Hvaða heimspekingur skrifaði um 1820 fræga bók sem nefnist á íslensku Heimurinn sem vilji og hugmynd (eða ímynd)?
  6. Í hvaða landi nýtur hægriflokkurinn AfD vaxandi fylgis?
  7. Hvar var „gamla gasstöðin“ í Reykjavík?
  8. Hver söng fyrst lag um stöð þessa?
  9. Torfhildur Hólm var brautryðjandi meðal íslenskra kvenna um 1900. Hvað fékkst hún við?
  10. Hvaða samtök leiðir Sigríður Margrét Oddsdóttir?
  11. Með hvaða fótboltaliði leikur hann Jude Bellingham?
  12. Í hvaða heimsálfu eru flest sjálfstæð ríki?
  13. Travis Kelce er íþróttamaður sem er þó kunnastur fyrir annað en íþróttaiðkun. Hvað er það?
  14. Í hvaða heimsálfu búa vambar eða wombats?
  15. Grindavík, Hafnir, Keflavík, Njarðvíkur, Sandgerði, Vogar. Þetta eru sex af sjö þéttbýlisstöðum á Suðurnesjum. Hver er sá sjöundi?


Svör við myndaspurningum:
Bryndís Haraldsdóttir heitir konan. Kötturinn er persneskur.
Svör við almennum spurningum:
1.  Idol.  —  2.  Leikfélag Reykjavíkur.  —  3.  Is it true?  —  4.  Moskvu.  —  5.  Schopenhauer.  —  6.  Þýskalandi.  —  7.  Við Hlemm.  —  8.  Megas.  —  9.  Ritstörf.  —  10.  Samtök atvinnulífsins.  —  11.  Real Madrid.  —  12.  Afríku.  —  13.  Hann er kærasti Taylor Swift.  —  14.  Eyjaálfu. Ástralía dugar líka.  —  15.  Garður. 
Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu