Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Viðgerðir tefjast — Búist við hita á hús í fyrsta lagi á sunnudag

Gangi allt að ósk­um verð­ur hiti kom­inn á hús á Suð­ur­nesj­um á sunnu­dag en jafn­vel ekki fyrr en þá um kvöld­ið. Fara verð­ur spar­lega með raf­magn­ið því kerf­in þola ekki meira en einn öfl­ug­an hár­blás­ara á hverju heim­ili, sagði Víð­ir Reyn­is­son.

Viðgerðir tefjast — Búist við hita á hús í fyrsta lagi á sunnudag
Í skrall Stofnæðar sem flytja heitt vatn frá orkuverinu í Svartsengi skemmdust er hraun rann yfir þær í gær. Mynd: Golli

Ef hleypt tekst að hleypa vatni á heitavatnslögn frá Svartsengi til byggðarlaga á Reykjanesskaga í kvöld, líkt og stefnt er að, yrði hiti ekki farinn að komast á hús fyrr en á sunnudag og jafnvel ekki fyrr en seint á sunnudagskvöld.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er farið í nokkrum orðum yfir stöðuna eins og hún er núna og hvað hefur áunnist í viðgerðarmálunum í nótt. 13 þúsund heimili eru án vatns, hús sem í búa tæplega 30 þúsund manns.

 „Verið er að vinna í að tengja lögnina sem skemmdist í gær og gengur sú vinna vel,“ er fullyrt í tilkynningunni.  „Það má búast við að þeirri vinnu ljúki síðar í dag og komi ekkert óvænt upp þá verður byrjað að hleypa vatni á lögnina í kvöld.“ 

Vatni yrði hins vegar hleypt  „mjög hægt á til að byrja með” til að koma í veg fyrir að lögnin rifni. Búast megi svo við því að hún sé löskuð á einhverjum stöðum. 

 „Miðað við þetta þá má búast við því að hiti fari að komast á hús á sunnudag og jafnvel seint á sunnudagskvöldið.“ 

Í tilkynningunni er íbúum Suðurnesja hrósað fyrir að stilla álagi á kerfin í hóf. Eru þeir ennfremur hvattir til að halda því áfram.

Almannavarnir sendu reyndar frá sér tilkynningu skömmu eftir að lögreglan gerði það og sagði að samkvæmt upplýsingum frá HS Orku yrði seinkun á því að hleypa heitu vatni á nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sem hraun flæddi yfir í gær. Vinnan hafi reyndar gengið vel, segja almannavarnir, en engu að síður hafi orðið tafir. Nú sé steftnt að því að hægt verði að hleypa vatni á lögnina á miðnætti í kvöld, föstudag.

 „Til upplýsinga getur tekið allt að tvo sólarhringa til að ná fullum þrýstingi á lögnina og því þarf fólk að fara sparlega með vatnið áfram eftir að búið er að hleypa heitu vatni aftur á í kvöld,“ segir i tilkynningu almannavarna.

Orkustofnun, HS Veitur og HS Orka hafa frá því í nóvember hvatt stjórnvöld til að hefja undirbúning þess að svona gæti farið. Að eldsumbrotin á Reykjanesi skaði innviði á borð við einmitt þessa heitavatnslögn. Var m.a. mælst til þess að keyptir væru sérstakir hitablásarar fyrir heimili á svæðinu.

Ekki hafði verið brugðist við þessum ábendingum nema að litlu leyti er þessi sviðsmynd, ein sú versta sem hugsast gat, raungerðist í gær. Enda varð raunin sú að íbúar á svæðinu streymdu í verslanir til að kaupa sér sjálfir ofna, jafnvel gasofna, til að halda hita á húsum sínum. 

Ekki mikið meira en einn öflugur hárblásari

Raforkukerfið þolir hins vegar ekki meiriháttar álag vegna rafmagnskyndingar. Víðir Reynisson, sviðsstjóri hjá almannavörnum, sagði t.d. í fréttum í gær:  „En við verðum að muna það að sú orka sem við getum notað á hverju heimili, er ekkert mikið meiri en í einum öflugum hárblásara. Það er ekki hægt að setja upp fjölda blásara á hverju heimili til að halda uppi miklum hita.“

Allir að gera sitt besta

 „Við tæklum þetta í sameiningu,” segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum til íbúa. „Og vonum að hiti komist á hjá okkur sem fyrst, en það er ljóst að allir eru að gera sitt besta, hvort sem það eru iðnaðarmenn að störfum á hamfarasvæðinu eða íbúar Suðurnesja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár