Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Eldgos hafið á Reykjanesskaga

Sjötta eld­gos­ið á þrem­ur ár­um hófst á Reykja­nesskaga upp úr klukk­an sex í morg­un. „Ég sá allt í einu birta yf­ir,” seg­ir veg­far­andi. Inn­an við mán­uð­ur er frá síð­asta gosi.

Eldgos hafið á Reykjanesskaga
Eldgos Eldgosið sem nú er hafið er það sjötta í röðinni á aðeins þremur árum. Myndin er tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Mynd: Almannavarnir

Laust eftir kl. 6 í morgun hófst enn eitt eldgosið á á Reykjanesskaga, það sjötta í röðinni á þremur árum. Vel hafði bætt í skjálftavirkni á svæðinu um hálftíma áður og sendi Veðurstofan þá viðvörun um auknar líkur á eldgosi. Ekki leið á löngu þar til kvika fór að sjást á yfirborði. 

Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir við RÚV að gosið sé á svipuðum slóðum og gosið sem varð 18. desember. Þá gaus í um 60 klukkutíma. Það sé heppileg staðsetning og að innviðum standi ekki ógn af gosinu. „Þetta er norðarlega og sprungan er að teygja úr sér, bæði til norðurs og suðurs. Staðsetningin er við Sundhnúk og austan við Sýlingarfell en fjær Grindavík,“ segir Kristín.

Þorvaldur Þorvaldsson segir á sama stað að miðað við að það gjósi á þessum slóðum geti staðsetningin vart verið heppilegri. „Hraunið heldur sér uppi á heiðinni og getur kannski sett smá þrýsting á varnargarðana í Svartsengi.“

Eldgosið sést víða á Reykjanesinu, til að mynda frá Keflavíkurflugvelli. Frá flugvellinum sést rauður bjarmi hraunsins sem flæðir upp úr gossprungunni. Strókar úr gosinu ná 50 til 80 metra upp í loftið, samkvæmt Veðurstofunni. 

Sést víðaGosið sést vel frá Keflavíkurflugvelli, þaðan sem Björn Thorsteinsson tók þessa mynd.
Séð undan landiÁhöfnin á Vésteini GK sá eldgosið blasa svona við sér í morgunsárið.Aðsent
VinnuaðstaðanÞað er heldur sérstakt útsýnið sem Thorberg Einarsson hefur um borð í Vésteini GK, sem fiskar nú úti fyrir Reykjanesi.
StrókurStrókurinn úr eldgosinu sést vel úr Hafnarfirði.

„Ég sá allt í einu birta yfir er ég var á leið í gegnum Hafnarfjörð áleiðis til Keflavíkurflugvallar,” segir vegfarandi sem hafði samband við Heimildina. „Það er logn og því sést strókurinn vel. Lýsir upp skýin.”

EldarTil eldgossins sést vel frá Keflavíkurflugvelli líkt og sjá má á þessari mynd sem vegfarandi sendi Heimildinni.

 Í örstuttri tilkynningu frá Veðurstofunni segir að gosið sé líkt og þau tvö síðustu í Sundhnjúkagígaröðinni og í þetta sinn norðan Sýlingarfells. Vart hafi orðið við aukna skjálftavirkni sem merkti að kvikuhlaup var hafið kl. 5.40 í morgun. Það er því ljóst að aðeins um hálftími leið frá því að þeirrar virkni var vart og þar til eldgos á yfirborði hófst.

EldgosVeðurskilyrði gera það að verkum að eldgosið sést vel víða og er mikið sjónarspil.

Sprungan sem gýs úr er um þriggja kílómetra löng. Hún liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells. Samkvæmt fyrstu upplýsingum rennur hraun að mestu til vesturs sem stendur.

Innan við mánuður er frá síðasta gosi. Það hófst þann 14. janúar og náði hraun þá að renna inn í byggðina í Grindavík. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór fljótlega í loftið eftir að byjaði að gjósa með vísindamenn sem munu þá geta varpað ljósi á umfang gossins.

Aukin skjálftavirkniVeðurstofan sá vel á jarðskjálftamlum hvað var í vændum á sjötta tímanum í morgun. Fyrirvarinn var þó mjög skammur, aðeins hálftími.

Þau tvö gos sem orðið hafa á Sundhnjúkasprungunni norðan Grindavíkur stóðu ekki lengi, aðeins í örfáa daga. Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni sagði við RÚV í morgun að aðdragandinn að þessu nýjasta gosi hafi verið svipaður svo gera megi ráð fyrir að það hegði sér svipað og þau sem á undan komu.

Um það sé hins vegar aldrei hægt að fullyrða. „Það er alltaf þessi möguleiki, að það sé bara opin leið að neðan og það haldi bara áfram án þess að það dragi úr því [fljótt].”

Viðvörunarflautur voru þandar við Bláa lónið í morgun en þar voru að því er fram kom í Morgunútvarpinu staddir einhverjir ferðamenn.

Rétt yfir klukkan sjö í morgun birtu Almannavarnir nýjar myndir af gosinu. 

Fréttin verður uppfærð.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    I was listening to RÚV Radio’s evening programme a short while ago. One of the guest interviewees was a man from Grindavík who had served on the town council from 2018 to 2022. He said the risk of damage from eruptions, and what could happen in a worst-case scenario, was known at that time. Now it has happened. No reserve pipeline exists and no thought has been given to such an idea. He expressed himself clearly. The root of the problem lies in privatization. Dividend has been paid out to shareholders in HS Orka and Veitur again and again; no thought has been given to the security of energy consumers or to precautionary measures. Privatisation is DESTRUCTIVE. The local authorities that sold their shares got a quick short-term benefit. The state should have stepped in and prevented privatisation and maintained its majority share. Now the worst has happened and the people of Suðurnes sit out in the cold. The interview with this clear-sighted former councillor in Grindavík can be heard on the RUV Player. What he says shows clearly that PRIVATIZATION of ESSENTIAL STRUCTURES of national importance is a CRIME. The same applies to the BANKS.
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    There are now about 30,000 of us who live on the Suðurnes Peninsula. The country’s No. 1 international airport is located at Keflavík. We think with horror of the consequences if an eruption were to disrupt or destroy the Svartsengi Power Plant or the pipeline carrying hot water to the storage tanks at Njarðvíkurfitjar. In the worst case, Keflavík Airport could be closed and 30,000 people could be without hot water in sub-zero temperatures. All of this could happen in the next eruption. The root of the problem is that there needs to be a reserve pipeline from Reykjavík crossing Reykjanesbraut at the Njarðvíkurfitjar shoulder.

    Suðurnes Regional Heating (Hitaveita Suðurnesja) was founded in Þórshamar, the Althingi’s building on Austurvellir in Reykjavík, after 1970. The Treasury owned just over 40% and the local authorities on Suðurnes owned the remainder. Negotiations with landowners in Grindavík did not go smoothly and in the end it was agreed that Reykjavík District Heating (Hitaveita Reykjavíkur) would supply hot water via a pipe reaching Fitjar via the shoulder on Reykjanesbraut. Then the landowners gave in. Agreement was reached with the US Navy on the purchase of hot water for the naval base; Þóroddur Th. Sigurðsson, director of Reykjavík District Heating, played the main role in this. Half of the hot water was sold to the US Navy. (Those who are interested in more detail about this can read it in the history of Suðurnes District Heating). At the present moment, the Icelandic government is concentrating on the plight of Grindavík, which is understandable, but in addition it is vital to lay a 20-inch pipe from Hafnarfjörður to the shoulder of Reyjanesbraut at Njarðvíkurfitjar. This would be about 35 km long.

    Of course Orkuveitan will have to increase its hot-water resources by drilling more wells. With heavy-duty machinery the laying of a pipe to Fitjar would take several months, and involve a lot of transport of materials. The drilling would be a larger challenge. A RESERVE HOT-WATER PIPELINE TO FITJAR IS A MATTER OF LIFE AND DEATH for Suðurnes.

    The level of insecurity that we have today is COMPLETELY UNACCEPTABLE. The government must start work immediately and draw up a plan for a reserve pipeline to Suðurnes. Until this pipeline is in place we live on the edge of an abyss. Reykjavík Airport could only replace a tiny part of the functions of Keflavík Airport.
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Eg var að hlusta a siðdegis Utvarp Ruv rett aðan, þar kom i heimsokn maður ur Grindavik hann sat i Bæjarstjorn Grindavikur fra 2018 til 2022, Hann sagði að þetta hefði legið fyrir þa og menn vissu að það Versta gat gertst. Nu hefur það gerst. Engin Varalögn hefur verið Plönuð og ekki neitt spað i slikt. Þessi maður talaði Skyrt og let sina meiningu i ljos. Einkavæðingin er Skaðvaldurinn Hluthöfum HS Orku og Veitum hefur verið Greiddur ut Arður trekk i trekk, Ekki pælt i Neytendum eða Forvörnum
    Einkavæðingin er MEINSEMDIN, Bæjarfelög sem seldu sinn hlut Pissuðu i Skoinn sinn
    Rikið atti að koma inn og stoppa Einkavæðingu og Halda meirihluta RIKISINS.
    Nu hefur það versta skeð. Suðurnesja Buar sitja með kaldan Rass. Hlusta ma a Viðtal við þennan Skyra fyrrum Bæjarstjornarmann i Grindavik 2018 til 2022. ÞAÐ Ma heyra a Spilara RUV. Þar kom skyrt fram að EINKAVÆÐING a INNVIÐUM Þjoðarinar er GLAPRÆPUR sama er með BANKA.
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Við sem erum busettir Suður með Sjo a Suðurnesjum erum rum 30.000 ibuar og okkar 1 Alþjoðaflugvöllur er Keflavikurflugvöllur ja við hugsum með hrillingi til þess ef Gos lamaði starfsemi Virkjuninar við Svarseingi eða lögn sem flytur heitt vatn i Miðlunar Tanka a Njarðvikurfitjum rofnar. Svartasta mindin i Brunagaddi um havetur er Flugvöllurinn lokaður og 30.000 mans i kulda með engan Hita. Þetta gæti gerst i næsta Gosi. Malið er að það vantar vara Lögn ur Reykjavik lagða i Öxl Reykjanesbrautar a Njarðvikur fitjar.
    Hitaveita Suðurnesja var stofnuð i Þorshamri Husi Alþingis við Austurvöll eftir 1970
    Rikisjoður atti rum 40% og Sveitarfelög a Suður nesjum attu hinn partin. Illa gekk þa að semja við Landeigengur i Grindavik svo for að Hafið var samningaferli við Hitaveytu Reykjavikur um utvegun a heitu vatni og Lögn kæmi suður a Fitjar i öxl Reykjanesbrautar. þa Gafu landeigendur sig. Samið var við Bandariska Flotan i USA um kaup a Heitu vatni fyrir Herstöðina þar spilaði Þóroddur Th. Sigurðsson. vatnsveitustjori i Reykjavik stærsta Hlutverkið. 50% af heitu vatni voru seld USN. þeir sem vilja fræðast um þetta geta Lesið Bok um sögu Hitaveitu Suðurnesja. I Dag leggur Rikistjornin Alla sina Aheirslu a Grindavik það er gott mal. En samhliða þvi þarf að koma fyrir 20 tommu Lögn i Öxl Reykjanesbrautar a Njarðvikur Fitjar ur hafnafirði er su vegaleingd 35 kilometrar
    Að sjalfsögðu þarf Orkuveitan að auka sina Heitavatns byrgðir með Borun. Lögn a Heitavats Lögn a Fitjar er nokkura manuða vinna með Storvirkum Vinnuvelum og Efnisflutningur. Borun er meira mal. VARA LÖGN A HEITU VATNI A FITJAR ER LIFSNAUÐSIN Fyrir Suðurnes. Það Oöryggi sem i dag er Buið við er OÞOLANDI MEÐ ÖLLU. Rikistjornin þarf strax að hefjast handa með Aform um Varalögn a Suðurnes
    Teflt er a tæpasta Vað meðan hun er ekki til staðar. Reykjavikurflugvöllur getur ekki leyst Keflavikurflugvöll af nema með miklum TAKMÖRKUNUM
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár