Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
Nýtt áhættumat greiningardeildar ríkislögreglustjóra var birt í dag Mynd: Heiða Helgadóttir

Greiningardeild ríkislögreglustjóra (GRD) hefur gefið út nýja greiningarskýrslu þar sem lagt er mat á hryðjuverkaógn á Íslandi. Í skýrslunni er kynnt til sögunnar uppfært áhættumat sem byggir á viðmiðum og skilgreiningum á hættustigi vegna hryðjuverkaógnar.

Greiningardeildin hefur undanfarið unnið að því að samræma skilgreiningar á hættustigi við það sem þekkist meðal helstu samstarfsríkja Íslands. 

Samkvæmt nýju hættumati er Ísland á þriðja hættustigi af fimm, en það merkir að aukin ógn á hryðjuverkum og að „til staðar er ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka.“

Fjórða stig merkir að þekkt ógn sé til staðar, það sé vitað um ásetning getu og skipulagningu á hugsanlegum hryðjuverkum. Í fimmta og efsta hættustigi er ógnin metin mjög alvarleg og að hugsanleg hryðjuverkáras sé yfirvofandi. 

GRD telur hryðjuverkaógnina stafa mestmegnis frá einstaklingum sem aðhyllist ofbeldisfulla öfgahyggju og séu reiðubúnir að fremja hryðjuverk. Í skýrslunni segir að „[k]omi til þess að framið verði hryðjuverk á Íslandi er líklegast að heimatilbúnum og einföldum vopnum verði beitt.“

Einn helsti veikleiki Íslands, samkvæmt skýrsluhöfundum, er talin vera skortur á heimildum til þess að „afla og miðla upplýsingum og gögnum þ.e. beiting fyrirbyggjandi aðgerða í þágu löggæslu.“

Forsendur að baki uppfærðu áhættumati

Taldar eru fram nokkrar forsendur sem liggja að baki matinu. Þar ber helst að nefna tvö nýlega áþreifanleg mál sem voru rannsökuð hér á landi.

Annars vegar er nefnd umfangsmikil rannsókn lögreglu á tveimur ungum mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir að skipuleggja hryðjuverk hér landi. Við rannsókn lögreglu var lagt hald á fjölmörg vopn og fræðsluefni sem notað er til að skipuleggja hryðjuverk. 

Hins vegar er nefnt til sögunnar nýlegt mál sem kom upp í janúar á þessu ári þar sem karlmaður var handtekinn og sendur til Grikklands ásamt fjölskyldu eftir að lögreglu bárust upplýsingar um að karlmaðurinn væri meðlimur í hryðjuverkasamtökunum ISIS.

Hinar forsendurnar sem taldar eru fram í skýrslu GRD eru talsvert óljósari í eðli sínu. Þar er til að mynda nefnt að aukin spenna í alþjóðasamskiptum, vöxtur og dreifing á öfgafullri orðræðu á samskiptamiðlum og stríðsátök í upprunaríkjum flóttamanna hafi áhrif á áhættumat lögreglu. 

Í því samhengi er sjónum sérstaklega beint að átökunum fyrir botni Miðjarðahafs og nefnt að Hamas-samtökin, ásamt öðrum, hafi undanfarið verið iðin við að miðla „miklu magni af hryðjuverkatengdu efni á netmiðlum.“

Þá er einnig talið að stríðsátök og starfsemi hryðjuverkasamtaka á stríðshrjáðum svæðum geti leitt til þess „að meðlimir hryðjuverkasamtaka eða aðilar sem tengjast hryðjuverkastarfsemi með einhverjum hætti, reyni að komast til Vesturlanda sem flóttamenn.“

Ungir menn á spjallrásum 

Í skýrslu GRD er þess einnig getið að lögregla hafi í auknum mæli orðið vör við ískyggilega þróun þar sem einstaklingar, sérstaklega ungir karlmenn, komast í kynni við öfgafulla hugmyndafræði á lokuðum spjallsvæðum sem finna má á ýmsum samfélagsmiðlum.

Í sumum tilfellum geti átt sér stað innræting á ofbeldisfullum viðhorfum meðal virkra notenda á slíkum spjallrásum. Þar sem einstaklingar eru hvattir til og gefin ráð um hvernig eigi skipuleggja hryðjuverk. 

Notast er við hugtakið „samþætt öfgahyggja“ til að lýsa þessu ferli þar sem einstaklingar taka upp öfgakenndar skoðanir og fá ráðleggingar og hvatningu til að fremja hryðjuverk frá öðrum virkum notendum á slíkum spjallrásum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    "Í skýrslu GRD er þess einnig getið að lögregla hafi í auknum mæli orðið vör við ískyggilega þróun ... á lokuðum spjallsvæðum sem finna má á ýmsum samfélagsmiðlum."

    Lokuðum??? Merkileg viðurkenning á brotum gegn 88. gr. fjarskiptalaga og 71. gr. stjórnarskrár.
    2
  • Axel Axelsson skrifaði
    sæopp . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár