Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Lagt til að ósáttir flugfarþegar greiði Samgöngustofu 5.000 króna málskotsgjald

Drög að nýrri reglu­gerð um rétt­indi flug­far­þega fóru ný­ver­ið í sam­ráðs­gátt. Sam­kvæmt drög­un­um er lagt til að kvart­end­ur greiði Sam­göngu­stöfu 5.000 króna gjald fyr­ir máls­með­ferð í ágrein­ings­mál­um sem skot­ið er til stofn­un­ar­inn­ar. Þá kveð­ur ný reglu­gerð á um að Sam­göngu­stofa muni fram­veg­is ekki taka við er­ind­um vegna skemmds eða glat­aðs far­ang­urs.

Lagt til að ósáttir flugfarþegar greiði Samgöngustofu 5.000 króna málskotsgjald
Drög að nýrri reglugerð um réttindi flugfarþega er komin í samráðsgátt. Í nýrri reglugerð er lagt til að kvartendur greiði 5.000 króna málskotsgjald til Samgöngustofu Mynd: Golli

Innviðaráðuneytið kynnti fyrir skömmu til umsagnar drög að nýrri reglugerð um réttindi flugfarþega. Í uppfærðri reglugerð er meðal annars lagt til að neytendur greiði Samgöngustofu 5.000 króna gjald fyrir að skjóta ágreiningsmálum fyrir úrskurðarnefnd Samgöngustofu. Þá er gert ráð fyrir því að neytendur fái þetta gjald endurgreitt ef úrskurður Samgöngustofu fellur þeim í vil.

Í reglugerðardrögunum kemur einnig fram að ekki verði lengur gert ráð fyrir því að Samgöngustofa taki við erindum vegna tapaðs eða skemmds farangurs í nýrri reglugerð.  

Þá segir í tilkynningunni að rík þörf sé á því að fella úr gildi núgildandi reglugerð um neytendavernd flugfarþega sem var samþykkt árið 2012. Koma þurfi nýrri reglugerð í gagnið sem samræmist betur loftferðalögum sem samþykkt voru árið 2022. 

700 til 800 mál á borði Samgöngustofu á ári

Í samtali við Heimildina segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að forsendurnar að baki þessum breytingum séu að tryggja það að neytendur geti leitað sér aðstoðar og fengið aðgang að málsmeðferð með ódýrum hætti fyrir utan dómstóla. 

„Þannig í rauninni er miðað við að þetta sé ódýrt og skilvirkt en engu að síður að það sé sá sem þjónustuna nýtur sem greiðir fyrir hana,“ segir Þórhildur sem tekur þó fram að ef úrskurðurinn fellur kvartanda í vil þá fær hann gjaldið endurgreitt.

Í nýjum lögum um loftferðir er kveðið á um að einstaklingar sem óska eftir úrskurði Samgöngustofu skuli greiða hæfilegt málskotsgjald. Innviðaráðherra ákveði hver upphæð málskotsgjaldsins skuli vera og í hvaða tilvikum kvartandi geti fengið gjaldið endurgreitt.

Þá bendir Þórhildur á að þó nokkur kostnaður felist í að taka mál sem þessi til meðferðar. Umtalsverður tími og mannauður fari í að taka slík mál fyrir. Árlega taki Samgöngustofa við um 700 til 800 kvörtunarmálum af þessu tagi.

Spurð hvert neytendur munu geta snúið sér vegna tapaðs eða skemmds farangurs ef ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi segir Þórhildur að gert sé ráð fyrir því að neytendur muni framvegis þurfa að leita til kjaranefndar vöru- og þjónustukaupa, ef ekki tekst að semja beint við flugrekendur.  

Formaður Neytendasamtakanna telur gjaldtökuna vera hóflega

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna telur upphæð gjaldsins, 5.000 krónur, vera hóflega. „Ég held að það sé svona innan þeirra marka sem við höfðum hugsað,“ segir Breki og benti á að til samanburðar við aðrar kjaranefndir sé gjaldið í lægri kantinum. „Til dæmis í úrskurðarnefndum í viðskiptum við fjármálafyrirtæki og úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum þá er það 10.000 krónur.“ Þá sé málskotsgjaldið hjá kjaranefnd vöru- og þjónustukaupa líka 5.000 krónur.

Drögin fóru í samráðsgátt í lok janúar og fresturinn til þess að skila inn umsögn rennur út 27. febrúar. Enn sem komið er hafa ekki borist neinar umsagnir um málið inn í gáttina.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Neytendamál

Greiðslubyrðin tvöfaldaðist um mánaðarmót: „Það má ekkert koma upp á“
FréttirNeytendamál

Greiðslu­byrð­in tvö­fald­að­ist um mán­að­ar­mót: „Það má ekk­ert koma upp á“

Greiðslu­byrði af hús­næð­is­láni Gígju Skúla­dótt­ur tvö­fald­að­ist síð­ustu mán­að­ar­mót. Þeg­ar bú­ið er að greiða önn­ur mán­að­ar­leg gjöld stend­ur hún eft­ir með lít­ið á milli hand­anna til þess að verja í grunn nauð­synj­ar á borð mat. Hún seg­ir að lít­ið megi út af bregða án þess að hún lendi í fjár­hags­vand­ræð­um. Hún spyr hvernig venju­legu fólki tak­ist að lifa lífi sínu í nú­ver­andi efna­hags­ástandi.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Fjársterkir einstaklingar og félög keyptu upp stóran hluta nýrra íbúða
FréttirNeytendamál

Fjár­sterk­ir ein­stak­ling­ar og fé­lög keyptu upp stór­an hluta nýrra íbúða

Sam­kvæmt töl­um frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un fjölg­aði íbúð­um í eigu lög­að­ila og ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð um 2.300 á síð­asta ári. Á sama tíma hef­ur fjölg­un íbúða í eigu ein­stak­linga sem að­eins eiga eina íbúð dreg­ist mik­ið sam­an und­an­far­in þrjú ár. Líta þarf aft­ur til árs­ins 2010 til þess að sjá sam­bæri­lega þró­un.
Sigurður Ingi sker upp herör gegn lóðabraski
FréttirNeytendamál

Sig­urð­ur Ingi sker upp her­ör gegn lóða­braski

Sig­urð­ur Ingi Jó­hann­es­son inn­viða­ráð­herra til­kynnti nú fyr­ir skömmu á Face­book-síðu sinni að hann hafi mælt fyr­ir frum­varpi sem fel­ur í sér hvata fyr­ir lóð­ar­hafa til að hefja upp­bygg­ingu á íbúð­ar­hús­næði án tafa eins og deili­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. Til­gang­ur frum­varps­ins er með­al ann­ars sá að draga úr lóða­braski sem Sig­urð­ur Ingi lýsti sem „ófor­svar­an­legu at­hæfi“

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár