Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Lögreglan á Tenerife stöðvaði töskuflutning til Íslands

Far­þeg­ar Play og Icelanda­ir gripu í tómt eft­ir lend­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli í gær­kvöldi eft­ir að lög­regl­an á Teneri­fe stöðv­aði tösku­flutn­ing til Ís­lands. Far­þegi Play er ósátt­ur með upp­lýs­inga­leysi og veit ekki hvenær er von á tösk­un­um hans.

Lögreglan á Tenerife stöðvaði töskuflutning til Íslands
Farþegi í vélinni segir „Töskurnar fóru um borð í vélina en voru teknar út aftur.“ Mynd: Golli

Lögreglan á Tenerife stöðvaði í gærkvöldi töskuflutning með flugvélum á leið til Íslands. Ekki liggur nákvæm ástæða fyrir hvers vegna töskurnar fengu ekki að koma með. Samkvæmt farþega Play hafði töskunum verið ferjað um borð en síðan teknar út aftur.

Upplýsingafulltrúi Play, Birgir Olgeirsson, staðfestir í samtali við Heimildina að lögreglan á Tenerife hafi stöðvað töskuflutning hjá Play og Icelandair í gærkvöldi. „Við höfum ekki fengið alveg fullkomlega ástæðuna frá lögreglunni hvað þeir voru nákvæmlega ósáttir við,“ segir Birgir. Hann segir að lögreglan hafi stöðvað töskurnar hjá fjórum flugvélum en málið liggi hjá flugvellinum sjálfum þar sem lögreglan var ósátt við öryggisleitina á töskunum.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir við Heimildina að töskunum hafi verið haldið eftir á Tenerife vegna bilunar í öryggisleitarvélum flugvallarins. Það hafi orðið til þess að þær hafi ekki allar verið skimaðar áður en þær fóru í vélina.

Sá töskurnar fara um borð

Þorsteinn Frímann Guðmundsson, farþegi með flugvél Play, segir farþegana hafa beðið í flugvélinni í einn og hálfan tíma áður en hún lagði af stað til Íslands. Segist Þorsteinn hafa spurt áhöfnina hvers vegna vélin tafðist og fengið þær upplýsingar að þetta tengdist tollinum eða einhverju veseni með pappírana. 

„Flugstjórinn kom inn í flugvélina eftir þennan einn og hálfa tíma og segir að það eigi að fara að loka lúgunum og við séum vonandi bara að fara bráðum. Svo líða kannski tíu mínútur, korter áður en við förum af stað,“ segir Þorsteinn. Hann segir að annar farþegi hafi séð töskurnar ferjaðar inn í vélina. „Töskurnar fóru um borð í vélina en voru teknar út aftur,“ segir Þorsteinn. 

Vissi ekki að töskurnar hefðu orðið eftir

Þorsteinn segir að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá áhöfninni um að töskurnar yrðu skildar eftir á Tenerife. „Þegar við erum lent og erum komin út úr vélinni fær mágkona mín tölvupóst um það að töskurnar hafi orðið eftir á Tenerife og ekkert nánar.“ Hann segist enn fremur ekki vera búinn að fá neinar upplýsingar um hvenær hann fái töskurnar sínar aftur.

Upplýsingafulltrúi Play segir hins vegar við Heimildina að flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum í fluginu að töskurnar yrðu skildar eftir. Hann segir töskurnar vera á leiðinni til Íslands í dag og verða keyrðar út á morgun. 

Þjófnaður úr töskum 

Í mars á þessu ári handtók lögreglan á Tenerife tvo starfsmenn sem unnu í töskuburði flugvallarins fyrir að stela úr töskum. Canarian Weekly birti frétt um það fyrr á árinu. Virðist þjófnaður úr ferðatöskum á þessum tiltekna flugvelli vera nokkuð umtalaður hér á landi en flugvöllurinn er fjölsóttur af Íslendingum.  

Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum frá almannatengli Play.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • VSE
  Virgil Scheving Einarsson skrifaði
  Það geta verið margar skyringar a, td Eiturlyf þaug flæða her inn i Massavis aldrei hefur verið meira magn Eiturlyfja a Islandi en nu og þeir sem þar standa að Græða a ta og fingri. Lögreglu ber ekki skilda til að tja sig um Astæðu. En farangurinn kemur Ekki er við Flugfelög að sakast. Flugvelum er skilt að lenda a næsta Flugvelli sem nota ma, ef Yfirvöld krefjast þess og sækja folk um borð ef þess er krafist af viðkomandi lögreglu. Islendingar streima til Tenerife og sumir hafa Vetursetu. Lika Grasserar Vændi a Islandi þar eru erlendar Konur sem skipt er ut Vikulega.
  1
 • Grétar Reynisson skrifaði
  „hafði töskunum verið ferjað“ 😣
  Eruð þið farin að keppa við DV og Mbl. ?
  0
  • SSS
   Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
   @Grétar Reynisson
   Er það ekki að ferja þegar lítill dráttarvagn með nokkra ferjunarvagna í togi flytur „ferjar“ töskur frá fluvallarbygginguni að flugvélinni ?
   6
  • SÍF
   Sveinn í Felli skrifaði
   @Sigurjón Smári Sverrisson
   Þarna mætti standa "höfðu töskurnar verið ferjaðar um borð".
   4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Illugi Jökulsson
5
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...
„Auðvitað fullkomlega galið“
6
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Auð­vit­að full­kom­lega gal­ið“

Þing­mað­ur Vinstri grænna gagn­rýn­ir að hægt sé að reka áfanga­heim­ili án þess að þurfa til þess leyfi og að ekk­ert eft­ir­lit sé með rekstr­in­um. Hún hef­ur tví­veg­is lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu sem mið­ar að því að lög um slíkt séu sett. „Það verð­ur auð­vit­að að vera ljóst að all­ir spili eft­ir sömu reglu og það sé hvergi rek­ið nokk­urt úr­ræði þar sem að lífi og heilsu fólks er ógn­að af bara van­rækslu og eft­ir­lits­leysi,“ seg­ir Jó­dís Skúla­dótt­ir.
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
8
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
2
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
6
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
8
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
10
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu