Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Lögreglan á Tenerife stöðvaði töskuflutning til Íslands

Far­þeg­ar Play og Icelanda­ir gripu í tómt eft­ir lend­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli í gær­kvöldi eft­ir að lög­regl­an á Teneri­fe stöðv­aði tösku­flutn­ing til Ís­lands. Far­þegi Play er ósátt­ur með upp­lýs­inga­leysi og veit ekki hvenær er von á tösk­un­um hans.

Lögreglan á Tenerife stöðvaði töskuflutning til Íslands
Farþegi í vélinni segir „Töskurnar fóru um borð í vélina en voru teknar út aftur.“ Mynd: Golli

Lögreglan á Tenerife stöðvaði í gærkvöldi töskuflutning með flugvélum á leið til Íslands. Ekki liggur nákvæm ástæða fyrir hvers vegna töskurnar fengu ekki að koma með. Samkvæmt farþega Play hafði töskunum verið ferjað um borð en síðan teknar út aftur.

Upplýsingafulltrúi Play, Birgir Olgeirsson, staðfestir í samtali við Heimildina að lögreglan á Tenerife hafi stöðvað töskuflutning hjá Play og Icelandair í gærkvöldi. „Við höfum ekki fengið alveg fullkomlega ástæðuna frá lögreglunni hvað þeir voru nákvæmlega ósáttir við,“ segir Birgir. Hann segir að lögreglan hafi stöðvað töskurnar hjá fjórum flugvélum en málið liggi hjá flugvellinum sjálfum þar sem lögreglan var ósátt við öryggisleitina á töskunum.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir við Heimildina að töskunum hafi verið haldið eftir á Tenerife vegna bilunar í öryggisleitarvélum flugvallarins. Það hafi orðið til þess að þær hafi ekki allar verið skimaðar áður en þær fóru í vélina.

Sá töskurnar fara um borð

Þorsteinn Frímann Guðmundsson, farþegi með flugvél Play, segir farþegana hafa beðið í flugvélinni í einn og hálfan tíma áður en hún lagði af stað til Íslands. Segist Þorsteinn hafa spurt áhöfnina hvers vegna vélin tafðist og fengið þær upplýsingar að þetta tengdist tollinum eða einhverju veseni með pappírana. 

„Flugstjórinn kom inn í flugvélina eftir þennan einn og hálfa tíma og segir að það eigi að fara að loka lúgunum og við séum vonandi bara að fara bráðum. Svo líða kannski tíu mínútur, korter áður en við förum af stað,“ segir Þorsteinn. Hann segir að annar farþegi hafi séð töskurnar ferjaðar inn í vélina. „Töskurnar fóru um borð í vélina en voru teknar út aftur,“ segir Þorsteinn. 

Vissi ekki að töskurnar hefðu orðið eftir

Þorsteinn segir að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá áhöfninni um að töskurnar yrðu skildar eftir á Tenerife. „Þegar við erum lent og erum komin út úr vélinni fær mágkona mín tölvupóst um það að töskurnar hafi orðið eftir á Tenerife og ekkert nánar.“ Hann segist enn fremur ekki vera búinn að fá neinar upplýsingar um hvenær hann fái töskurnar sínar aftur.

Upplýsingafulltrúi Play segir hins vegar við Heimildina að flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum í fluginu að töskurnar yrðu skildar eftir. Hann segir töskurnar vera á leiðinni til Íslands í dag og verða keyrðar út á morgun. 

Þjófnaður úr töskum 

Í mars á þessu ári handtók lögreglan á Tenerife tvo starfsmenn sem unnu í töskuburði flugvallarins fyrir að stela úr töskum. Canarian Weekly birti frétt um það fyrr á árinu. Virðist þjófnaður úr ferðatöskum á þessum tiltekna flugvelli vera nokkuð umtalaður hér á landi en flugvöllurinn er fjölsóttur af Íslendingum.  

Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum frá almannatengli Play.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það geta verið margar skyringar a, td Eiturlyf þaug flæða her inn i Massavis aldrei hefur verið meira magn Eiturlyfja a Islandi en nu og þeir sem þar standa að Græða a ta og fingri. Lögreglu ber ekki skilda til að tja sig um Astæðu. En farangurinn kemur Ekki er við Flugfelög að sakast. Flugvelum er skilt að lenda a næsta Flugvelli sem nota ma, ef Yfirvöld krefjast þess og sækja folk um borð ef þess er krafist af viðkomandi lögreglu. Islendingar streima til Tenerife og sumir hafa Vetursetu. Lika Grasserar Vændi a Islandi þar eru erlendar Konur sem skipt er ut Vikulega.
    1
  • Grétar Reynisson skrifaði
    „hafði töskunum verið ferjað“ 😣
    Eruð þið farin að keppa við DV og Mbl. ?
    0
    • SSS
      Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
      @Grétar Reynisson
      Er það ekki að ferja þegar lítill dráttarvagn með nokkra ferjunarvagna í togi flytur „ferjar“ töskur frá fluvallarbygginguni að flugvélinni ?
      6
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      @Sigurjón Smári Sverrisson
      Þarna mætti standa "höfðu töskurnar verið ferjaðar um borð".
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
2
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
5
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.
Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
6
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár