Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Katrín: „Það er búið að senda nafnalista til egypskra stjórnvalda“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að nafna­listi hafi ver­ið send­ur til egypskra stjórn­valda með nöfn­um dval­ar­leyf­is­haf­anna á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar sem fast­ir eru á Gasa. Þetta sé þó ekki svo ein­falt að nóg sé að senda nafna­lista. Þetta sé stór að­gerð fyr­ir ís­lensku ut­an­rík­is­þjón­ust­una.

Katrín: „Það er búið að senda nafnalista til egypskra stjórnvalda“
Forsætisráðherra segir það heilmikla aðgerð fyrir litla utanríkisþjónustu að bjarga dvalarleyfishöfum frá Gasa. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að búið sé að senda lista með nöfnum þeirra sem fengið hafa samþykkt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar til egypskra stjórnvalda. „Það liggur algjörlega fyrir. Það er meira að segja búið að senda uppfærðan lista.“ Katrín segir þó aðgerðina ekki vera svo einfalda að það þurfi aðeins að senda lista. 

„Það hafa verið mjög virk samskipti utanríkisráðuneytisins við egypska sendiráðið í Osló,“ segir hún.

Katrín segir að til þess að aðilar geti komist yfir landamærin þurfi samskipti við utanríkisþjónustuna bæði í Ísrael og Egyptalandi. Eftir hennar skilningi hafi öll gögn borist frá íslenska utanríkisráðuneytinu.

Katrín segir að mikið hafi verið unnið í máli fjölskyldusameininganna. „Þetta þykir auðvitað töluverður fjöldi fyrir svona litla utanríkisþjónustu og stjórnsýslu að takast á við. Það er bara staða málsins að þetta er ennþá í vinnslu.“

Stór aðgerð fyrir litla utanríkisþjónustu

Heimildin spurði Katrínu á hverju sameiningarnar strönduðu þá. „Mér skilst að þetta snúist svolítið um bæði að það sé flókin stjórnsýsla og stór hópur. Þetta sé heilmikil aðgerð,“ sagði forsætisráðherrann. „Það hefur verið mat fólks að þetta sé töluvert flókin aðgerð.“

Hún segir að mjög misunandi sé staðið að málum á hinum Norðurlöndunum. „Við erum auðvitað ekki með svona sambærilega utanríkisþjónusutu og þau.“ 

Eftir því sem stjórnvöld skilji þurfi að senda fólk til að taka á móti flóttamönnunum þegar þeir koma yfir landamærin frá Gasa. Samkvæmt upplýsingum Katrínar sé ekki nóg að Alþjóðaflutningsstofnunin (IOM) taki á móti fólkinu. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Hún hefur sent óskalista til Jólasveinsins?
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Úr því íslensk stjórnvöld ráða illa við málið, af hverju fá þau Bjarni og Katrín þá ekki þessar þrjár konur, sem virðast kunna til verka, til að annast um þetta fyrir sig?
    1
  • Sigríður Jónsdóttir skrifaði
    Í ljósi nýjustu frétta um að þrjár konur hafi gert hið ómögulega og sótt fjölskyldu frá Gaza, þá er ljóst að ríkisstjórn Íslands á sér engar málsbætur! Hún hefur ekki unnið vinnuna sína! Að amast við örvæntingarfullu fólki í tjöldum og gera ekki það sem þarf að gera er glæpsamlegt gagnvart þessu fólki og óboðlegt íslensku þjóðinni! Það er svo mikil skömm að þessu!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár