Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það er ágætis taktík bara að láta þá klóra augun úr hvoru öðru“

Í tí­unda þætti Pressu mættu al­manna­tengl­arn­ir Björg­vin Guð­munds­son og Andrés Jóns­son til þess að ræða þá sér­kenni­legu stöðu sem nú er uppi í stjórn­mál­um. Rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið virð­ist vera stirt og óljóst hvort að stjórn­inni tak­ist að koma sér sam­an um mörg að­kallandi póli­tísk stefnu­mál það sem eft­ir er kjör­tíma­bils. Á sama tíma hef­ur stjórn­ar­and­stað­an bætt við sig miklu fylgi í könn­un­um án þess þó að þurfa blanda sér mik­ið í erf­iða um­ræðu.

Björgvin Guðmundsson og Andrés Jónsson mættu til að ræða stöðu stjórnmála

Í tíunda þætti Pressu komu almannatenglarnir Björgvin Guðmundsson, hjá KOM, og Andrés Jónsson, hjá Góðum samskiptum, til þess að ræða stjórnmálaástandið. Gestirnir voru sammála um að ástandið í stjórnmálum væri sérstakt. Stjórnarandstaðan sitji álengdar á hliðarlínunni á meðan ríkisstjórnin virðist vera sjálfbær um stjórnarandstöðu. Björgvin sagðist ekki muna eftir svipuðu ástandi áður úr stjórnmálasögunni.

„Manni finnst eins og allir séu fastir í sírópi getum við sagt, það er erfitt að hreyfa sig og enginn þorir að taka af skarið,“ segir Björgvin sem telur að ríkisstjórnin muni einbeita sér að því að halda sjó og bregðast við aðkallandi málum sem komi á borð ríkisstjórnarinnar eins og til dæmis á málefni Grindavíkur.

Stirt stjórnarsamstarf

Andrés tók undir með Björgvini með það að svo virðist sem að forysta stjórnarflokkanna ætti nú á dögum erfiðara með að lægja öldurnar og …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár