Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki upplýst um það að utanríkisráðherra hygðist frysta fjárveitingar Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) fyrr en eftir að ákvörðunin var tekin.
Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.
Á laugardag frysti Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fjárframlög Íslands tímabundið til UNRWA. Var það í kjölfar þess að 12 starfsmenn stofnunarinnar voru grunaðir um tengsl við árásir Hamas á Ísrael.
Katrín sagði að þrátt fyrir að margir, þar á meðal Ísland, hefðu fryst þessar fjárveitingar væri ekki þar með sagt að stjórnvöld hringinn í kringum heiminn væru að aflýsa mannúðaraðstoð á Gasa. „Það er ekki svo og það á svo sannarlega ekki við um íslensk stjórnvöld,“ sagði hún. Áfram verði þrýst á það í gegnum alþjóðasamstarf að varalegu vopnahléi verði komið …
Athugasemdir (2)