Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ráðherra „enn og aftur að beina fingrinum frá sjálfum sér“

Ekk­ert nýtt kom fram í máli fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í vik­unni. Formað­ur nefnd­ar­inn­ar seg­ir al­veg ljóst að ákvörð­un­in um söl­una á Ís­lands­banka og fyr­ir­komu­lag henn­ar var og er á ábyrgð ráð­herr­ans.

Ráðherra „enn og aftur að beina fingrinum frá sjálfum sér“
Ábyrgð og hæfi Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. „Við reyndum að fá skýrari útskýringar á hvað hann meinti með því,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Mynd: Bára Huld Beck

„Nei, í sjálfu sér ekki,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og andvarpar, aðspurð hvort eitthvað nýtt hafi komið fram á opnum fundi nefndarinnar í vikunni þar sem óskað var eftir nánari skýringum frá fyrrverandi fjármálaráðherra á ráðgjöf sem hann fékk við sölu á Íslandsbanka.

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á fundinum að hann hafi gert ráð fyrir blessun þingsins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagnvart hverjum og einum kaupanda á Íslandsbanka í mars 2022. Þinginu hefði átt að vera augljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfisreglum í sölumeðferðinni sem valin var. Þetta hafi verið vegna þess að sölumeðferðin byði ekki upp á það sökum þess hraða sem þurfti að vera á henni. Bankasýsla ríkisins hafi enn fremur verið sú sem lagði til þessa sölumeðferð, ekki Bjarni, þótt hann hafi samþykkt hana.

RáðherraBjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármála- og efnahagsráðhhera 10. október 2023 og tók við sem utanríkisráðherra fjórum dögum síðar.

Ákvörðun um sölu og fyrirkomulag á ábyrgð ráðherra

Þórunn segir að nefndarmenn hafi reynt að fá frekari skýringar frá Bjarna um hvernig hann geti varpað ábyrgðinni um að gæta hæfis á Alþingi. „En það liggur svo sem fyrir hvað hann sagði á fundinum. Mín upplifun var sú að ráðherra var enn og aftur að beina fingrinum frá sjálfum sér og á þingið á meðan það er alveg ljóst að ákvörðunin um söluna og fyrirkomulag hennar var og er á ábyrgð ráðherrans,“ segir Þórunn. Óskað var eftir að Bjarni kæmi fyrir nefndina eftir að hann sagði af sér ráðherraembætti í október í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni hafi verið vanhæfur til að taka ákvörðun um sölu á ríkisbanka til félags í eigu föður síns. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, átti frumkvæði að fundinum og sakaði hún Bjarna um útúrsnúninga og stæla á fundinum. „Mér heyrist að hér sé í uppsiglingu eins konar pólitískur fundur sem á að nýtast til þess að velta sér upp úr löngu liðnum hlutum sem ég hef nú þegar axlað ábyrgð á,“ sagði Bjarni. Þórhildur Sunna benti honum þá á að þetta væri pólitískur fundur í pólitískri nefnd. „Er þetta pólitísk nefnd?“ spurði Bjarni. „Já, þetta er þingnefnd,“ svaraði hún.

„Hann situr í ríkisstjórn Íslands“

Bjarni sagðist einnig hafa það sterklega á tilfinningunni að fundarmenn hafi ekki kynnt sér gögnin. „Það er ekki svaravert,“ segir Þórunn þegar blaðamaður leitar viðbragða við ummælum fyrrverandi fjármálaráðherra. Hún segir að það hafi ekki verið að heyra á framkomu hans á því sem sagt var á fundi nefndarinnar að Bjarni hafi axlað ábyrgð á sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 

Uppgjöri á sölu Íslandsbanka er ekki lokið að mati Þórunnar. Ráðherrastólaskipti Bjarna hafi ekki dugað. „Hann situr í ríkisstjórn Íslands.“ Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur hins vegar ekki tekið ákvörðun um næstu skref af hálfu nefndarinnar. „En það er að sjálfsögðu í höndum þingmanna hvað gerist næst,“ segir Þórunn.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár