Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Mikið talar lögmaður stefnanda fallega íslensku“

Dóm­ari hrós­aði Vig­dísi Häsler fyr­ir að tala „fal­lega ís­lensku“ eft­ir að hún flutti mál fyr­ir dómi. Hún var einn við­mæl­enda Pressu í gær þar sem um­ræðu­efn­ið var inn­flytj­enda­mál og færsla ut­an­rík­is­ráð­herra um tjald­búð­irn­ar á Aust­ur­velli.

Ummæli Sigurðar Inga „Ég lofaði sjálfri mér því að ræða aldrei þetta mál aftur“

„Ég var búin að flytja heilt mál í heilan dag, einhverja fjóra klukkutíma. Ég var búin að tala þarna, flytja lokaræðu og leggja málið fyrir dóm. Svo er þinghaldi slitið og dómarinn segir „mikið talar lögmaður stefnanda fallega íslensku,“ sagði Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, áður lögfræðingur. „Hún var að hrósa mér en ég var búin að vera þarna allan liðlangan daginn að flytja mál fyrir hagsmunum einstaklings sem skiptir verulegu máli. Þetta var það eina sem sat í henni.“

Vigdís var einn viðmælenda Pressu í gær þar sem umræðuefnið var innflytjendamál og færsla utanríkisráðherra um tjaldbúðirnar á Austurvelli. Vigdís var ættleidd frá Indónesíu og hefur setið í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og í stjórn evrópsku og norrænu ættleiðingarsamtakanna. Hún var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2017 en fyrir það var hún lögmaður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 

Ummælin hafa enn áhrif á hana í dag 

Kjósa
79
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Hvernig finnst mér þessi grein?
    Ruglingsleg og samhengislaus. Um hvað snýst hún eiginlega?
    Dómari vill hrósa lögmanni fyrir vandaða málnotkun. Væntanlega meinar hún það. Hún hefur sennilega heyrt mismunandi góðar/vondar útfærslur á Íslensku í sínu starfi.
    Og svo gamalt mál sem gömlum karli varð á í messunni því hann er ekki fær um að fylgjast með nútímanum. Mest honum sjálfum til skammar.
    Og hvað svo?
    -10
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    ALLIR HAFA GETU TIL AÐLÆRA EF RETT SKILYRÐI ERU FYRIR HENDI Í UPELDINU
    -10
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Það hefur farið framhjá henni þá að Framsókn er flokkurinn sem styður við hrein kynbóta stefnur bæði til sveita sem og í íslensku samfélagi. Það er þeim einfalt og eðlilegt að það eigi við manneskjur líka. Það hvísla aðilar bænda stéttarinnar á barnum og í fjósinu. Hitler hafði náttúrulega rétt fyrir sér um þessi kynflokka mál hvisluðu hrossabændurnir í Skagafirði. Það má ekki blanda saman reiðhesti og dráttarklárum eðlilega sögðu þeir í eldhúsinu. Sjálfstæðismenn sömuleiðis. Kleppur er víða.
    -9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár