Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurði hvort Bjarni og Þórdís hefðu reynt að hleypa illu blóði í kjaraviðræður

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um stóð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fyr­ir svör­um um kjara­við­ræð­ur. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, spurði hvort að hún og Bjarni Bene­dikts­son væru að reyna að hleypa illu blóði í kjara­við­ræð­ur. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir vildi vita hvort ætti að af­henda helm­ingi vinnu­mark­að­ar­ins það að taka ákvarð­an­ir um rík­is­fjár­mál.

Spurði hvort Bjarni og Þórdís hefðu reynt að hleypa illu blóði í kjaraviðræður
Kjaraviðræður Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir létu Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur standa fyrir svörum á Alþingi í dag.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, stóð fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Bæði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, spurðu ráðherra út í afstöðu hennar gagnvart kjaraviðræðum. Vildi Þórhildur Sunna fá að vita hvort Þórdís og Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, væru að reyna að hleypa illu blóði í kjaraviðræður með ummælum sínum síðustu daga. Þorgerður Katrín ásakaði ríkisstjórnina um skort á pólitískri forystu í málaflokknum.

Er verið að reyna að stilla verkalýðshreyfingunni upp á móti Grindvíkingum?

Þórhildur Sunna vísaði í ræðu sinni í ummæli Bjarna frá mánudagskvöldinu þegar hann sagði að verkalýðshreyfingin þyrfti að slá af kröfum sínum til hins opinbera vegna aðgerða ríkisins í málefnum Grindavíkur. Þetta tók fjármálaráðherra síðar undir og sagði í gær að ekki væri hægt að nota sömu töluna tvisvar. 

„Hvert var …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu