Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, stóð fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Bæði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, spurðu ráðherra út í afstöðu hennar gagnvart kjaraviðræðum. Vildi Þórhildur Sunna fá að vita hvort Þórdís og Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, væru að reyna að hleypa illu blóði í kjaraviðræður með ummælum sínum síðustu daga. Þorgerður Katrín ásakaði ríkisstjórnina um skort á pólitískri forystu í málaflokknum.
Er verið að reyna að stilla verkalýðshreyfingunni upp á móti Grindvíkingum?
Þórhildur Sunna vísaði í ræðu sinni í ummæli Bjarna frá mánudagskvöldinu þegar hann sagði að verkalýðshreyfingin þyrfti að slá af kröfum sínum til hins opinbera vegna aðgerða ríkisins í málefnum Grindavíkur. Þetta tók fjármálaráðherra síðar undir og sagði í gær að ekki væri hægt að nota sömu töluna tvisvar.
„Hvert var …
Athugasemdir