„Ég vona satt best að segja að það séu ekki mörg svona dæmi í stjórnsýslunni. Þetta er eiginlega efni í bók,“ segir Herdís Sigurjónsdóttir, sem gegndi í átta ár formennsku í rannsóknarnefnd almannavarna sem sett var á laggirnar með lögum árið 2008 og skipuð af Alþingi á fimm ára fresti, þrátt fyrir að vera aldrei gert kleift að sinna lögbundnum verkefnum sínum.
„Árum saman reyndi ég að sjá til þess að nefndin starfaði í samræmi við lög og sinnti sjálfstæðu eftirliti, en án árangurs,“ rifjar Herdís upp. Lög gerðu ráð fyrir því að nefndin rannsakaði aðgerðir Almannavarna og viðbragðsaðila í hvert sinn sem lýst var yfir hættuástandi almannavarna, sem voru allt að 15 tilvik á hverju ári að sögn Herdísar. Á 14 árum lauk nefndin ekki einni rannsókn.
Fyrir tveimur árum var nefndin lögð niður og eftirlit með almannavörnum flutt til Almannavarna og ráðuneytis almannavarna.
Nýja fyrirkomulagið er það sama …
Þetta er alvarlegt mál.