Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur segir að sér finnist sorgleg útkoma og þröng valkvæð túlkun á lögum Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) að taka ekki opinbera afstöðu með palestínsku þjóðinni.
„Það er val hjá þeim að gera þetta – að nýta orðið pólitík í þessari þriðju grein og túlka það sem svo að þau geti ekki sýnt samkennd með þjóð sem er að verða fyrir þjóðarmorði því það sé pólitísk afstaða,“ segir hann í samtali við Heimildina.
Fyrr í vikunni sendu fagfélögin MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag byggingamanna (Byggiðn) frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Í henni fordæmdu þau árásir Ísrael á Gasa og skoruðu á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að endir væri bundinn á hörmungarnar. Enn fremur flögguðu þau palestínska fánanum við skrifstofur sínar á Stórhöfða. Slíkt hið sama gerðu meðal annars Alþýðusamband Íslands og BSRB.
Ísrael ráðist á þá sem hafi rödd í Palestínu
Bragi …
Athugasemdir (2)