Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Þetta verður högg“

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að nýj­ustu at­burð­ir í Grinda­vík muni verða högg, bæði fyr­ir rík­is­sjóð og íbúa Grinda­vík­ur. Kostn­að­ur ligg­ur þó ekki fyr­ir. „Það er hægt að segja að það séu mis­mun­andi sviðs­mynd­ir en það fer bara al­gjör­lega eft­ir því hvaða ákvarð­an­ir eru tekn­ar.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra segir að aðgerðirnar sem ráða þarf í í Grindavík eftir nýjustu atburði muni vera högg – fyrir ríkisfjármálin, hagkerfið en fyrst og síðast fólkið sem þar býr. „Vonandi verður þetta ekki svo mikið högg á hagkerfið, en þetta mun kosta.“

Heimildin náði tali af fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Þórdís Kolbrún segir að það þurfi að skoða hvaða áhrif aðgerðir muni hafa á ríkisfjármálin. „Og hvort það kallar á einhverja breytta forgangsröðun eða hliðrun í öðrum fjárfestingum, aðgerðum og öðru slíku. Við gerum þetta með sem ábyrgustum hætti. Það er það sem verður að gera.“

Þórdís Kolbrún vildi ekki tjá sig um hvort að til stæði að kaupa upp allt húsnæði í Grindavík. Næstu aðgerðir væru enn í vinnslu. Hún gerði þó ráð fyrir því að geta tekið einhver skref fljótlega.

Í ljósi aðgerða eru ríkari kröfur um að taka ákvarðanir til lengri tíma. „Núna þarf fólk svör til að minnsta kosti allmargra mánaða,“ segir Þórdís Kolbrún. 

Hún segir ekki hægt að áætla hver mögulegur kostnaður aðgerða gæti orðið. „Það er hægt að segja að það séu mismunandi sviðsmyndir en það fer bara algjörlega eftir því hvaða ákvarðanir eru teknar.“

Er búið að skoða það hvaðan fjármagn verður  sótt til að milda höggið á ríkissjóð?

„Þetta er allt bara í skoðun og vinnslu og það eru mismunandi ákvarðanir sem hægt er að taka í því. Ríkissjóður er rekinn af fjármagni skattgreiðenda og svo höfum við svigrúm til þess að taka lán og slíkt. En við þurfum auðvitað þar að huga að svona heildar markmiðum og gera það með ábyrgum hætti. En við gerum það sem gera þarf.“ 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    Nú verður vart undan því skorist lengur hjá stjórnvöldum að koma á hvalrekasköttum, frekari gjaldheimtu af nýtingu sameiginlegra náttúruauðlinda, sækja aflandssjóði, breyta fjármagnstekjuskattprósentu og útsvarsgreiðslum á fjármagnstekjur, nálgast okurleigufélögin, airbnb, svo fátt eitt sé nefnt.
    Með því móti verður hægt að bregðast hratt og örugglega við vanda Grindvíkinga, auk margvíslegra annarra mála tengdum sameiginlegum innviðum og stjórnvöld landsins hafa látið drabbast.
    Landslagið er að breytast - bókstaflega. Kannski er þetta rétt að byrja. Jarðvísindafólk býst við því að nýtt skeið eldsumbrota sé hafið í sögu lands og þjóðar sem getur varað í áratugi, jafnvel aldir og það krefst nýrra og djarfri lausnarmiðaðra hugmynda við öflunar fjármuna í aðsteðjandi vanda.
    Það gengur ekki lengur að koma upp með þá andlausu og ónægu lausn að skatta sífellt tekjur venjulegs launafólks og lífeyrisþega til að leysa vandann. Nú verða idol fjármálaráðherra - efstu 10% - að leggjast á árar og sýna fram að það sé ekki hrært úr græðginni einni saman.
    Það ætti að vera hæg heimatökin hjá ráðherranum að sansa þá kjósendur sína sem kunna bregðast illa við aukinni greiðslubyrði sinni, Grindvíkingum og samfélagi þeirra til hagsbóta. Áfram Grindavík!
    2
  • Axel Axelsson skrifaði
    nú kæmu 10+ milljarðarnir sér vel innanlands . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
4
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár