Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Hundruð Grindvíkinga skora á ríkið til að kaupa sig út

Söfn­un und­ir­skrifta er haf­in þar sem skor­að er á rík­ið að beita sér fyr­ir því að borga út eign­ir Grind­vík­inga sem ætla sér ekki að flytja aft­ur í bæ­inn. Alls hafa 333 skrif­að und­ir list­ann þeg­ar þessi frétt er skrif­uð. Fast­eigna­mat eigna í Grinda­vík var 92,4 millj­arð­ar króna á síð­asta ári.

Hundruð Grindvíkinga skora á ríkið til að kaupa sig út
Hús í hættu Hraunflæðið hefur þegar náð til húsa í Grindavík og mun sýnilega ná til fleiri. Mynd: Golli

Undirskriftalisti hefur verið stofnaður þar sem skorað er á stjórnvöld til þess að borga út eignir þeirra Grindvíkinga sem óvissir með að flytja aftur í bæinn. Gossprunga opnaðist í hádeginu í dag skammt frá nyrstu hverfum Grindavíkur, og hraunið hefur þegar flætt og gjöreyðilagt tvö hús í hverfinu Efrahóp.

Ábyrgðamaður undirskriftarlistans, Birgir Örn Harðarson, segir í samtali við Heimildina að fólk sem vilji komast frá Grindavík vilji láta borga sig út úr fasteignum sínum. „Ég ákvað bara að búa til þennan lista uppá það að fá tölu á þá sem vilja fá borgað út. Og ég bara innilega vona að þetta gangi upp útaf því hvernig ástandið er núna.“ Alls hafa 333 skrifað undir listan þegar þessi frétt er skrifuð.

Hraun hefur flætt in í nyrstu hverfi GrindavíkurVefmyndavél RÚV

Hraunið er, enn sem komið er, ekki komið nálægt húsi Birgis, sem segist hafa ætlað að fara til Grindavíkur í morgun til þess að taka myndir af húsi sínu til að senda á náttúruhamfaratryggingarnar. „Það er komin skekkja á húsið og ég ætlaði að fara í dag að taka myndir.“

Samkvæmt tölum sem Heimildin fékk frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í nóvember nam heildarfasteignamat eigna í Grindavík 92,4 milljörðum króna á árinu 2023, á meðan að brunabótamat sömu fasteigna stóð í 141,2 milljörðum króna.

Grindavík brennurHraun úr síðari gossprungunni flæðir ný yfir byggð í Grindavík og hraun og þeirri fyrri gæti gert það sömuleiðis.

Þegar einungis er horft til einbýlishúsa, sem eru hlutfallslega stór hluti eigna í Grindavík, var samanlagt fasteignamat þeirra rúmir 34 milljarðar króna en brunabótamatið nam rúmum 39,9 milljörðum króna. 

Sumir vilja fara og aðrir vilja vera eftir 

Í færslu sem Dagmar Valsdóttir, viðskiptafræðingur, birti á Facebook-síðunni Íbúar í Grindavík í gær, veltir Dagmar fyrir sér hversu margir Grindvíkingar vilja flytja á brott og fá heimili sín greidd út af ríkinu og stofnar til óformlegar könnunar. Alls tóku 346 manns þátt í könnuninni. Samkvæmt niðurstöðum vill meirihluti, 69 prósent, fá eignir sínar greiddar út. Hins vegar vilja 25 prósent þáttakenda könnunarinnar búa áfram í Grindavík. 

Könnun meðal íbúa GrindavíkurFlestir vilja fá eignir sínar greiddar út af ríkinu

Í samtali við Heimildina segir Dagmar að hún telji, eftir atburði dagsins, að þeim hafi sennilega fjölgað sem vilja fá hús sín greidd út. Sjálf á Dagmar tvö hús í Grindavík og getur ekki hugsað sé að flytja þangað aftur. 

Umræðan um að fá húsnæðin bætt hefur átt sér stað um nokkurt skeið, en áður en gosið hefur umræðan einkennst af talsverðri óvissu. Færslan hafi verið tilraun þess að fá skýrari mynd á það hvað fólkið í Grindavík vill.

„Fólk hefur verið að tala um að ekkert verði gert og það muni standa upp með kostnaðinn. Fyrst vil ég bara sjá hversu margir eru til í ef við þurfum að mótmæla því að við séum með verðlausa eign. Og við getum ekki sagt að það var ekki gert neitt ef við höfum ekki einu sinni ákveðið sinni hverjir vilja og hverjir vilja ekki fá aðstoð. Og hvernig aðstoð. Við getum ekki ætlast til þess að ríkisvaldið viti hvað eigi að gera nema við séum með einhverskonar könnun yfir því.“  

Þá segist Dagmar hafa skrifað undir undirskriftalistann sem Birgir Örn Harðarson birti á Ísland.is. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Skrítið hvað er til mikið af peningum þegar er talað um „Þjóðarhöll“ fyrir íþróttir en enginn peningur fyrir fólk!
    -1
  • Thorunn Ravn skrifaði
    auðvitað á ríkið að borga fólk út úr þessum aðstæðum! Allt annað er fráleitt!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár